Keppnishaldi frestað til 3. nóvember

Stjórn KLÍ ákvað á fundi í gærkvöld að framlengja frestun á öllu mótahaldi til 3. nóvember en í gær var gefin út ný reglugerð Heilbrigðisráðuneytis um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Vegna hennar og skv. tilmælum frá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins um lokun íþróttamannvirkja.

Stjórn ákvað líka að reyna eftir fremsta megni að koma þeim mótum á sem hefur verið frestað hingað til og t.d. stefna að því að halda Íslandsmót einstaklinga dagana 14. til 17. nóvember. Ljóst er að riðla þarf til dagskrá svo að það gangi upp. Keilurum er bent á að fylgjast vel með dagskrá sem og fréttum á vef KLÍ því það er deginum ljósara að við þurfum að bregðast hratt við til að geta haldið mótin.

Vert er að benda á að þótt skipulagt starf sérsambands og aðildarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé í bið þá er Keiluhöllin Egilshöll opin en starfar skv. ströngum fyrirmælum reglugerðarinnar með mjög takmarkaðan fjölda í húsinu.

Tilkynning og reglugerð ráðherra um takmörkun á samkomum.

Tilkynning Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðis um lokun íþróttamannvirkja.

 

Breytingar framundan á starfsmannahaldi KLÍ

Stjórn KLÍ hefur undanfarið haft til skoðunar og nú ákveðið að sameina störf íþróttastjóra og framkvæmdastjóra sambandsins. Ein megin ástæða þeirra breytinga er að fá meiri nýtni úr einum starfsmanni í fullu starfi heldur en tveim í hlutastörfum. Á liðnu ársþingi var samþykkt fjárhagsáætlun sem geri ráð fyrir þessari breytingu.

Af þeim sökum hefur stjórn KLÍ sagt upp ráðningarsamningum við núverandi starfsmenn frá og með s.l. mánaðarmótum með starfslokum 31. desember komandi. Að sama skapi hefur verið opnað á umsóknir fyrir sameinað starf og er umsóknarfrestur til loka október 2020. Áhugasömum er bent á að senda umsókn á [email protected]. Vonast er til að geta tekið ákvörðum um framhaldið fljótlega í nóvember.

Starfslýsing KLÍ 2021.

Æfingum og keppnum innan vébanda KLÍ frestað um tvær vikur

Samkvæmt tilmælum frá Sóttvarnarlækni og almannavarnateyminu sem fram komu á upplýsingafundi nú áðan er mælst til þess að íþróttaæfingum og keppnum sé frestað um í það minnsta tvær vikur. KLÍ hefur því ákveðið að verða við þeim tilmælum og fresta allri starfsemi innan vébanda þess á höfuðborgarsvæðinu strax frá og með þriðjudeginum 6. október 2020. Keilufélag Akranes tekur sjálfstæða ákvörðun um æfingar á sínu svæði.

Iðkendur eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum frá KLÍ um hvenær starfsemi fer í gang aftur. Einnig eru allir hvattir til að fara varlega, sinna sínum sóttvarnaraðgerðum og huga að eigin heilsu.

Sérstök aðgát í íþróttahúsum/mannvirkjum

Keilusambandinu barst rétt í þessu bréf frá almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðiðsins. Í því kemur fram að í húsum sem eru í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé núna komin á sú regla að foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar barna og ungmenna. Sjá má skjalið hér, PDF skjal – opnast í nýjum glugga.

Það sem má taka helst úr skjalinu eru þessir fjórir punktar:

  • Foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundarstarf barna og komi ekki inn í íþróttasal
  • Hafi börn ekki þroska eða aldur til að vera ein í íþróttatíma t.d. íþróttaskóla barna þá fellur sá tími niður
  • Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu í íþróttasali
  • Starfsemi sem ekki tilheyrir ÍSÍ og þeirra reglum um sóttvarnir og skipan sóttvarnarfulltrúa er ekki heimil.

Þótt keilan sé ekki stunduð á höfuðborgarsvæðinu í írþóttahúsi í eigu borgar þá verður ekki annað hægt en að telja okkur með í þessi fyrirmæli. Foreldrar og forráðamenn keilukrakka eru því vinsamlega beðnir um að fara í einu og öllu eftir þessum fyrirmælum. Tæklum þetta saman og hjálpumst að við að halda keilunni gangandi.

Breytingar á reglugerðum – Liðakeppnir og reglur um keilumót

Undanfarna vikur og mánuði hefur verið í gangi vinna við að einfalda regluverk Keilusambandsins m.a. með því markmiði að gera þær skýrari sem og að auðvelda framkvæmd Íslandsmóts deildarliða og bikarkeppni liða. Haldnir voru nokkrir vinnufundir þar sem fulltrúum félaga og stjórn KLÍ var boðið að mæta og fara yfir reglurnar. Fengum við aðstoð lögfræðings við að skrifa upp reglugerðirnar í þeirri vinnu.

Eitt af stóru markmiðum með þessum breytingum er að fækka frestunum leikja en það er ekkert launungarmál að allt of mikið að frestanabeiðnum hafa verið sendar inn og eftir atvikum afgreiddar undanfarin keppnistímabil. Mótanefnd KLÍ hefur haft í nógu að snúast við að svara beiðnum og halda utan um dagskrá svo að allir leikir skili sér inn í mótið á hverju tímabili. Nauðsynlegt er að taka á því máli og er það m.a. gert með þessum breytingum.

Með breytingu á reglugerðum, sem stjórn KLÍ hefur nú afgreitt skv. d lið 10. gr. laga KLÍ, getur viðureign í deild farið fram þótt lið sé ekki fullskipað mætt. Fleiri breytingar eru í reglugerðinni og eru þær helst þessar:

  • Lið geta hafið keppni án þess að lið sé fullskipað
  • Blindskor er fellt út
  • Varamaður má koma inn á í leik með ákv. skilyrðum
  • Hert er á skilyrðum fyrir frestanir
  • Rýmkuð er virkni venslasamninga
  • Opnað á að erlendir ríkisborgarar búsettir hér geti tekið þátt í mótum

Við þessar breytingar þá má segja að reglugerðirnar verði einungis um hvað keila er og hvernig við spilum keilu. Reglur um mót s.s. Íslandsmótin öll o.fl. verða sem mótareglur þ.e. hvernig er mótið uppsett, hve margir leikir, milliriðlar, undanúrslit, færslur o.sv.fr. Það hvernig við spilum keilu almennt er eins í öllum tilvikum. Horft er til ETBF með hvernig þeir setja upp reglur um mót innan sinna raða.

Vert er að taka fram og halda því til haga að það er ekki verið að breyta efnislega hvernig deild eða bikar er spilaður. Áfram er deildin keppni í þriggja manna liðum og allir keppa við alla, sömu stig eru gefin eins og áður. Sama á við um bikarkeppnina. Verið er að auðvelda framkvæmd þeirra móta.

Stjórn KLÍ samþykkti samhljóða þessar breytingar á reglugerðum á stjórnarfundi fimmtudaginn 24.9.2020 og taka þær gildi frá og með 3. umferð Íslandsmóts liða sem er í vikunni.

Verkefnin framundan

Verið er að setja inn reglugerðirnar á vef sambandsins þessa dagana. Breytingar koma inn á síðunni fyrir reglugerðir þannig að skipt er upp reglugerðum um nefndir, keppnisreglur og svo kemur kafli um mótafyrirkomulag en ekki reglugerðir um mót.

Hlekkir í reglurnar

1. umferð Meistarakeppni ungmenna 20-21

Um helgina fór fram 1. umferð í Meistarakeppni ungmenna tímabilið 2020 til 2021. Keppt var í öllum flokkum pilta og stúlkna. Auk þess voru verðlaun fyrir liðið tímabil afhent en eins og fram kom þurfi að aflýsa síðustu umferð Meistarakepninnar í vor vegna Covid.

Úrslit mótsins um helgina urðu þessi:

Meistarakeppni ungmenna 2020 – 2021 – 1. umferð                
      Leikir    
1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 2000-2002) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals Mtl.
  Steindór Máni Björnsson ÍR 198 246 125 170 201 257 1.197 199,5
  Adam Geir Baldursson ÍR 153 179 165 128 151 220 996 166,0
  Erlingur Sigvaldason ÍR 123 160 186 142 158 158 927 154,5
                     
1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 2000-2002) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals Mtl.
  Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 184 158 188 166 157 157 1.010 168,3
  Elva Rós Hannesdóttir ÍR 118 183 218 137 147 155 958 159,7
                     
2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2003-2005) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals Mtl.
  Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 226 164 209 147 165 184 1.095 182,5
  Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR 218 137 119 159 157 215 1.005 167,5
  Aron Hafþórsson ÍR 156 153 191 175 167 146 988 164,7
  Hlynur Helgi Atlason KFA 182 171 148 160 154 169 984 164,0
  Hlynur Freyr Pétursson ÍR 126 168 159 151 199 179 982 163,7
  Ísak Birkir Sævarsson KFA 134 145 134 128 146 122 809 134,8
                     
2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2003 -2005) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals Mtl.
  Eyrún Ingadóttir KFR 162 155 213 137 186 197 1.050 175,0
  Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 181 179 164 146 171 182 1.023 170,5
  Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 157 139 150 170 126 175 917 152,8
                     
3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2006 -2008) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals Mtl.
  Matthías Leó Sigurðsson KFA 192 131 166 188 235 197 1.109 184,8
  Ísak Freyr Konráðsson KFR 155 143 177 172 216 167 1.030 171,7
  Ásgeir Karl Gústafsson KFR 180 156 145 135 146 148 910 151,7
  Mikael Aron Vilhelmsson KFR 114 171 134 165 157 158 899 149,8
  Tristan Máni Nínuson ÍR 123 146 140 199 126 133 867 144,5
                     
3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2006 -2008) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals Mtl.
  Sóley Líf Konráðsdóttir KFR 152 149 154 160 155 151 921 153,5
  Viktoría Þórisdóttir KFA 119 69 125 99 132 97 641 106,8
  Nína Rut Magnúsdóttir KFA 100 86 87 117 121 79 590 98,3
                     
4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2009 -2011) Félag 1 2 3       Samtals Mtl.
  Viktor Snær Guðmundsson  ÍR 71 110 107       288 96,0
  Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR 88 91 104       283 94,3
  Marinó Sturluson   KFA 95 79 99       273 91,0
  Ingimar Guðnason ÍR 70 33 81       184 61,3
                     
4. fl. stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2009-2011) Félag 1 2 3       Samtals Mtl.
  Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 111 93 102       306 102,0
  Særós Erla Jóhönnudóttir KFA 102 78 86       266 88,7
  Friðmey Dóra Richter KFA 51 54 66       171 57,0
                     
5. fl. pilta 5 – 8 ára (fæddir 2012-2016) Félag 1 2 3       Samtals Mtl.
  Sigfús Áki Guðnason ÍR 60 53 54       167 55,7

1. flokkur pilta, frá vinstri: Erlingur Sigvaldason ÍR, Steindór Máni Björnsson ÍR og Adam Geir Baldursson ÍR

1. flokkur stúlkna, frá vinstri: Málfríður Jóna Freysdóttir KFR og Elva Rós Hannesdóttir ÍR

2. flokkur pilta, frá vinstri: Aron Hafþórsson ÍR, Hinrik Óli Gunnarsson ÍR og Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR

2. flokkur stúlkna, frá vinstri: Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR, Eyrún Ingadóttir KFR og Alexandra Kristjánsdóttir ÍR.

3. flokkur pilta, frá vinstri: Ásgeir Karl Gústafsson KFR, Matthías Leó Sigurðsson ÍA og Ísak Freyr Konráðsson KFR.

3. flokkur stúlkna, frá vinstri: Nína Rut Magnúsdóttir ÍA, Sólei Líf Konráðsdóttir KFR og Viktoría Þórisdóttir ÍA

4. flokkur pilta, frá vinstri: Marínó Sturluson ÍA, Viktor Snær Guðmundsson ÍR og Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR.

4. flokkur stúlkna, frá vinstri: Friðmay Dóra Richter ÍA, Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR og Særós Erla Jóhönnudóttir ÍA.

5. flokkur pilta: Sigfús Áki Guðnason ÍR

Lokun á keilusal Akraness vegna breytinga

Merki ÍA
Nú er komið að því að skifta um vélar á skaganum, þar af leiðandi 
verður salurinn lokaður frá 5. til 17. Okt.
Miðast þetta við að ekkert óvænt komi uppá s.s Covid og fl.
 
Vegna þess þarf að færa nokkra leiki sem eiga að vera 10,11,og 17. Okt.
Þeir leikir sem að þarf að færa eru:

ÍR-Naddóður – Þór
(2. deild karla, 4. umferð)
ÍA-C – ÍR-T
 (3. deild karla, 7. umferð)
KFR-Þröstur – Þór (2. deild karla, 5. umferð)
ÍA-W – ÍR-NAS (2. deild karla, 4. umferð)
ÍA-B – ÍR-T (3. deild karla, 5. umferð)
ÍA-C – ÍR-Keila.is (3. deild karla, 5. umferð)
ÍR-Blikk – Þór-Víkingar (2. deild karla, 7. umferð)
ÍA-B – ÍR-Gaurar (3. deild karla, 7. umferð)
KFR-JP-Kast – Þór-Víkingar (2. deild karla, 3. umferð)
Þór – ÍR-Blikk (2. deild karla, 6. umferð)
Þór – KFR-JP-Kast (2. deild karla, 7. umferð)


 
Nýjar dagsettningar fyrir leikina:
íA-C – ÍR-Keila.is 24.okt kl.13.30
ÍA-W – ÍR-Nas 24.okt kl.16.00
ÍA-B – ÍR-T 25.okt kl.13.30
ÍA-C – ÍR-T 25.okt kl.13.30
ÍA-B – ÍR-Gaurar 31.okt kl.13.30
ÞÓR – KFR-JP-KAST 31.okt kl.16.00
ÞÓR – ÍR-Blikk 1.nóv kl.13.30
ÍA – ÍR-L 1.nóv kl.16.00

Bikarkeppni liða – undanúrslit og úrslit

Laugardaginn 3. október fara fram leikir í undanúrslitum Bikarkeppni KLÍ 2019-2020, sem frestað var í vor vegna Covid.
Leikið er í Egilshöll kl. 11:00
17-18: ÍR-S – ÍR-PLS 
19-20: ÍR-Píurnar – KFR-Valkyrjur 
21-22: ÍR-SK – ÍR-BK 
Einn leikur fer svo fram upp á Akranesi kl. 16:00
3-4: ÍA – ÍR-KLS 

Úrslitin fara svo fram í Egilshöll sunnudaginn 4. október kl. 11:00.

Leikdagar í bikar 2020 – 2021 verða þessir
10. janúar 2021 kl. 19:00   32ja liða karlar
17. janúar 2021 kl. 19:00   16 liða kvenna
26. janúar 2021 kl. 19:00   16 liða karlar
9. mars 2021 kl. 19:00  8 liða karla & kvenna
28. mars 2021 kl. 19:00  Undanúrslit karla & kvenna
6. apríl 2021  kl. 19:00   Úrslit karla og kvenna

Íslandsmót Para 2020

Íslandsmót para verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll
helgina 24. & 25. Október 2020

sjá reglugerð um Íslandsmót para.
Olíuburður er: AIK 2020
Skráning í mótið er hér

Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:
annað sem first name og hitt sem last name.t.d:

First name: Jóna Jónsdóttir

Last name: Jón Jónson

Forkeppni:
Laugardaginn 24.Október kl. 09:00
Spilaðir eru 6 leikir.
Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.
Verð í forkeppni kr. 12.000,- pr. Par

Milliriðill :
Sunnudaginn 25.Október kl. 09:00
Spilaðir eru 6 leikir.
Verð í milliriðil kr. 14.000- pr. Par
Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

 

Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

 

Sigurvegararnir hljóta titilinn„Íslandsmeistarar para 2020″.

Olíuburður er: AIK 2020

Nú verður ekki posi á staðnum.
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ og senda staðfestingu á greiðslu á [email protected] eða koma með útprentun á kvittun í mótið
Keilusamband Íslands,KLÍ
KT: 460792-2159
0115-26-010520

Íslandsmót einstaklinga 2020 (án forgjafar)

Íslandsmót Einstaklinga 2020 31.okt – 3.nóv
Lokað er fyrir skráningu 29.okt kl:12:00

Íslandsmót einstaklinga 2020
verður haldið dagana 31.okt – 3.nóv í Keiluhöllinni Egilshöll.
Olíuburður í mótinu er ECC2019
Skráning hér 
Leikir í deild sem að áttu að vera 2. og 3.nóvember hafa verið færðir fram um eina viku, þannig að það er breyting á dagsettningum í umferð 8 – 13

Nú verður ekki posi á staðnum.
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ og senda staðfestingu á greiðslu á [email protected] eða koma með útprentun á kvittun í mótið

Keilusamband Íslands,KLÍ
KT: 460792-2159
0115-26-010520

Forkeppni
Laugardaginn 31.okt kl 09:00 og Sunnudagin 1.nóvember
Spilaðir eru 12 leikir í tveimur 6 leikja blokkum.
Verð í forkeppni kr. 18.000kr

Efstu keppendur í bæði karla- og kvennaflokki skv. upptalningu hér að neðan spila 6 leiki og fylgir skorið úr forkeppninni í milliriðil,
8 efstu eftir milliriðil komast í undanúrslit.

17 þátttakendur eða færri = 10 keilarar áfram í milliriðil.
18 til 19 þátttakendur = 12 áfram í milliriðil.
20 til 21 þátttakendur = 14 áfram í milliriðil.
22 þátttakendur eða fleiri = 16 áfram í milliriðil.

Milliriðill
Mánudaginn 2.nóvember kl 19:00
Spilaðir eru 6 leikir.
Verð í milliriðil kr. 9.000kr
Efstu 8 karlar og 8 konur halda áfram í undanúrslit.

Undanúrslit
Þriðjudaginn 3.nóvember
Verð í undanúrslit kr. 10.500kr

Undanúrslit:
Allir keppa við alla, einfalda umferð.
Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:
Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig
fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

Úrslit: Strax á eftir undanúrslitum

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti
Leika bæði kyn til úrslita á sama tíma

Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

 

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur
Fimmtudaginn 29.Okt kl 12:00