Allir þeir sem hyggjast leggja stund á keppni í keilu, þ.e. þeim mótum sem viðurkennd eru af KLÍ (að Utandeild undanskilinni), þurfa að hafa leikheimild með einu af aðildarfélögum KLÍ, þ.e. keilufélagi eða -deild. KLÍ gefur út leikheimildir eftir að umsókn og greiðsla berst. Hér má einnig finna upplýsingar um skráningu leikmanna í keilulið sem tekur þátt í Íslandsmóti liða eða öðrum liðakeppnum á vegum KLÍ.
Greiðslur til KLÍ
0115-26-010520
kt. 460792-2159
Vinsamlegast sendið tilkynningu á gjaldkeri@kli.is, með skýringu ef greitt er fyrir annan en þann sem millifærir.
Skráningar
Leikheimildir
Fyrir nýja keilara eða þegar skipt er um félag eða lið
Hér má nálgast eyðublað til að tilkynna félaga- og/eða liðaskipti
Fyrir nýja leikheimild með liði eða félagi er greitt gjald að upphæð kr. 2.000.
- Skráning í félag og/eða lið
- Skipt um lið og/eða félag
- Afskráning úr liði eða félagi (án endurgjalds)
Nánar: Reglugerð KLÍ um félaga- og/eða liðaskipti
Fjallað er um takmarkanir skipta eftir tíma árs í 2. grein.
Skráningar liða
Skráning til keppni fyrir næstkomandi tímabil.
Á ekki við um utandeild.
Þegar lið er skráð til keppni í liðakeppni
- Þátttökutilkynning liðs (nýskráning liðs)
- Að loknu keppnistímabili eru félögum send eyðublöð vegna endurskráningar eldri liða, þar sem unnt er að afskrá leikmenn úr liðum
Þátttökugjöld eru sem hér segir:
- Íslandsmót liða: 20.000
- Bikarkeppni liða: 7.500
- Íslandsmót í tvímenningi deildarliða: 7.500
Nánar: Reglugerð KLÍ um Íslandsmót liða, einkum 2. grein.
Athugið að þetta á ekki við um Utandeild KLÍ.
Venslasamningar liða
Liðum innan sama keilufélags sem leika í sitthvorri deildinni gefst kostur á að gera með sér venslasamning, sem gerir leikmönnum kleift að leika með hinu liðinu samkvæmt sérstökum reglum.
Skráningargjald á venslasamningi liða á keppnistímabilinu er kr. 2.000.
Virkir venslasamningar
Efra lið | Deild | Neðra lið | Deild | Tekur gildi |
---|---|---|---|---|
ÍA | 1. deild karla | ÍA-C | 3. deild karla | mán. 7. september 2020 |
ÍA-W | 2. deild karla | ÍA-B | 3. deild karla | mán. 7. september 2020 |
ÍR-SK | 1. deild kvenna | ÍR-BK | 2. deild kvenna | fim. 10. september 2020 |
KFR-Stormsveitin | 1. deild karla | KFR-Þröstur | 2. deild karla | mið. 16. september 2020 |
ÍR-A | 1. deild karla | ÍR-Fagmaður | 2. deild karla | mán. 5. október 2020 |
ÍR-Elding | 1. deild kvenna | ÍR-N | 2. deild kvenna | fim. 4. febrúar 2021 |
Útgefnar leikheimildir
Hér má sjá lista yfir nýjustu leikheimildir sem gefnar hafa verið út.
Refsingar
Keppnisbönn | Engin keppnisbönn eru í gildi. |
Refsistig | Engin refistig hafa verið veitt keppnistímabilið 2020-2021 |