Um KLÍ

Keilusamband Íslands (KLÍ) var stofnað árið 1992 en áður höfðu verið starfrækt nokkur keilufélög og -deildir auk Keilunefndar ÍSÍ (KNÍSÍ) sem var fyrsti vísir að KLÍ eins og það starfar í dag. Tilgangur KLÍ er að hafa yfirumsjón með keiluíþróttum innan ÍSÍ og að vinna að eflingu íþróttarinnar á Íslandi. Sambandið er æðsti aðili um öll keilumál innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).

Auk ÍSÍ er sambandið aðili að Evrópukeilusambandinu (ETBF) og þannig Alþjóða keilusambandinu (World Bowling).