Reglugerð KLÍ um Íslandsmót para

1. grein

Íslandsmót para skal haldið árlega.

2. grein

Með pari er átt við einn karl og eina konu.

3. grein

Þátttaka pars er ekki bundin við að báðir aðilar komi úr sama félagi/héraði.

4. grein

Forkeppni

Leikin skal ein 6 leikja sería.

Milliriðill

8 efstu pörin spila 6 leiki.

Úrslit

Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita. Það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para“.

5. grein

Móta­nefnd KLÍ annast undir­búning og framkvæmd keppninnar.

Breytt á formannafundi 29. apríl 2009
Breytt á formannafundi 16. apríl 2015