Sérstök aðgát í íþróttahúsum/mannvirkjum

Facebook
Twitter

Keilusambandinu barst rétt í þessu bréf frá almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðiðsins. Í því kemur fram að í húsum sem eru í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé núna komin á sú regla að foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar barna og ungmenna. Sjá má skjalið hér, PDF skjal – opnast í nýjum glugga.

Það sem má taka helst úr skjalinu eru þessir fjórir punktar:

  • Foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundarstarf barna og komi ekki inn í íþróttasal
  • Hafi börn ekki þroska eða aldur til að vera ein í íþróttatíma t.d. íþróttaskóla barna þá fellur sá tími niður
  • Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu í íþróttasali
  • Starfsemi sem ekki tilheyrir ÍSÍ og þeirra reglum um sóttvarnir og skipan sóttvarnarfulltrúa er ekki heimil.

Þótt keilan sé ekki stunduð á höfuðborgarsvæðinu í írþóttahúsi í eigu borgar þá verður ekki annað hægt en að telja okkur með í þessi fyrirmæli. Foreldrar og forráðamenn keilukrakka eru því vinsamlega beðnir um að fara í einu og öllu eftir þessum fyrirmælum. Tæklum þetta saman og hjálpumst að við að halda keilunni gangandi.

Nýjustu fréttirnar