Evrópumóti karla í Álaborg er lokið

Facebook
Twitter

Nú í dag lauk keppni á Evrópumóti karlalandsliða en keppt var í Álaborg Danmörku. Arnar Davíð Jónsson komst áfram í Masters keppninni sem var lokakeppni mótsins og komst hann áfram í aðra umferð með því að leggja Svíann Markus Jansson í tveim leikjum 229 gegn 226 og 204 gegn 191. Í annarri umferð lenti hann á móti Ítalanum  Antonino Fiorentino sem að heldur betur spilaði góða leiki og sló okkar mann út með 257 gegn 211 og 234 gegn 208. Engu að síður frábær árangur hjá Arnari Davíð. Það varð síðan Svíinn Robin Ilhammar sem vann Masterskeppnina í dag með því að leggja Frakkann Maxime Dobois að velli og eigum við ekki að eigna okkur smá í þeim sigri því þjálfari Svía er sem fyrr tengdasonur Íslands hann Robert Anderson.

Öll úrslit mótsins má finna á vefsíðu þess.

Á Evrópumótum landsliða er sem fyrr kepp í einstaklingskeppni, tvímenningi, þrímenningi og fimm manna liðum. Auk þess er síðan í lokin keppt um stóra titil einstaklinga en þá leika 24 meðaltalshæstu keppendurnir úr mótinu í Masters keppninni þar sem eins og fyrr segir er um útsláttarkeppni að ræða. Alls tóku þátt 184 keppendur frá 32 löndum.

Evrópumótið var auk þess forkeppni Heimsmeistaramóts landsliða og enduðu okkar strákar í 20. sæti af 31 liðum sem tóku þátt en 12 efstu unnu sér inn þáttökurétt á HM sem fram fer á næsta ári í Munchen Þýskalandi.

Árangur okkar manna var sem hér segir

All event eftir 24 leiki

24. sæti Arnar Davíð Jónsson með 198,4 í meðaltal

50. sæti Guðlaugur Valgeirsson með 192,2 í meðaltal

71. sæti Mikael Aron Vilhelmsson með 188,3 í meðaltal

113. sæti Ísak Birkir Sævarsson með 181,2 í meðaltal

128. sæti Gunnar Þór Ásgeirsson með 178,2 í meðaltal

132. sæti Hafþór Harðarson með 177,6 í meðaltal

Einstaklingskeppnin

Arnar Davíð Jónsson í 25. sæti

Guðlaugur Valgeirsson 67. sæti

Gunnar Þór Ásgeirsson 88. sæti

Ísak Birkir Sævarsson 96. sæti

Mikael Aron Vilhelmsson 118. sæti

Hafþór Harðarson 135. sæti

Tvímenningur

Ísak og Guðlaugur í 25. sæti

Mikael og Arnar í 26. sæti

Gunnar og Hafþór í 73. sæti

Þrímenningur

Ísak, Guðlaugur og Arnar í 29. sæti

Hafþór, Mikeal og Gunnar í 35. sæti

Liðakeppni 5 manna

17. sæti

Nýjustu fréttirnar