Breytingar framundan á starfsmannahaldi KLÍ

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Stjórn KLÍ hefur undanfarið haft til skoðunar og nú ákveðið að sameina störf íþróttastjóra og framkvæmdastjóra sambandsins. Ein megin ástæða þeirra breytinga er að fá meiri nýtni úr einum starfsmanni í fullu starfi heldur en tveim í hlutastörfum. Á liðnu ársþingi var samþykkt fjárhagsáætlun sem geri ráð fyrir þessari breytingu.

Af þeim sökum hefur stjórn KLÍ sagt upp ráðningarsamningum við núverandi starfsmenn frá og með s.l. mánaðarmótum með starfslokum 31. desember komandi. Að sama skapi hefur verið opnað á umsóknir fyrir sameinað starf og er umsóknarfrestur til loka október 2020. Áhugasömum er bent á að senda umsókn á [email protected]. Vonast er til að geta tekið ákvörðum um framhaldið fljótlega í nóvember.

Starfslýsing KLÍ 2021.

Nýjustu fréttirnar