Keppnishaldi frestað til 3. nóvember

Facebook
Twitter

Stjórn KLÍ ákvað á fundi í gærkvöld að framlengja frestun á öllu mótahaldi til 3. nóvember en í gær var gefin út ný reglugerð Heilbrigðisráðuneytis um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Vegna hennar og skv. tilmælum frá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins um lokun íþróttamannvirkja.

Stjórn ákvað líka að reyna eftir fremsta megni að koma þeim mótum á sem hefur verið frestað hingað til og t.d. stefna að því að halda Íslandsmót einstaklinga dagana 14. til 17. nóvember. Ljóst er að riðla þarf til dagskrá svo að það gangi upp. Keilurum er bent á að fylgjast vel með dagskrá sem og fréttum á vef KLÍ því það er deginum ljósara að við þurfum að bregðast hratt við til að geta haldið mótin.

Vert er að benda á að þótt skipulagt starf sérsambands og aðildarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé í bið þá er Keiluhöllin Egilshöll opin en starfar skv. ströngum fyrirmælum reglugerðarinnar með mjög takmarkaðan fjölda í húsinu.

Tilkynning og reglugerð ráðherra um takmörkun á samkomum.

Tilkynning Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðis um lokun íþróttamannvirkja.

 

Nýjustu fréttirnar