Æfingum og keppnum innan vébanda KLÍ frestað um tvær vikur

Facebook
Twitter

Samkvæmt tilmælum frá Sóttvarnarlækni og almannavarnateyminu sem fram komu á upplýsingafundi nú áðan er mælst til þess að íþróttaæfingum og keppnum sé frestað um í það minnsta tvær vikur. KLÍ hefur því ákveðið að verða við þeim tilmælum og fresta allri starfsemi innan vébanda þess á höfuðborgarsvæðinu strax frá og með þriðjudeginum 6. október 2020. Keilufélag Akranes tekur sjálfstæða ákvörðun um æfingar á sínu svæði.

Iðkendur eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum frá KLÍ um hvenær starfsemi fer í gang aftur. Einnig eru allir hvattir til að fara varlega, sinna sínum sóttvarnaraðgerðum og huga að eigin heilsu.

Nýjustu fréttirnar