Olíuburðir fyrir tímabilið 2020 til 2021

Tækninefnd KLÍ hefur skilað tillögum til stjórnar um olíuburði komandi tímabils. Þá má finna hér en einnig má nálgast þá undir síðunni Keilumót á vegum KLÍ.

Þau lið sem vilja velja olíuburð fyrir heimaleiki sína.

Í öllum deildum eru 3 olíuburðir í boði. Heimalið viðureignar getur valið olíuburð svo lengi sem sú ósk berst til mótanefndar innan tímaramma sem hún setur. Ef lið velur ekki olíuburð er 2008 German Championship 39 fet
settur á þá viðureign sem sjálfgefinn olíuburður deildarkeppninnar 2020 til 2021.

Heimalið þarf að senda inn ósk um olíuburð fyrir kl. 22:00 á miðvikudagskvöldi fyrir leiki sem eru á dagskrá á mánudögum og þriðjudögum næstu viku á eftir og fyrir kl. 22:00 á mánudagskvöldum fyrir þá leiki sem eru á dagskrá um komandi helgi. Þessir 3 olíuburðir eru í boði fyrir allt keppnistímabilið 2020 til 2021.

Dagný Edda og Gunnar Þór Reykjavíkurmeistarar í keilu 2020

Þau Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR urðu í gær Reykjavíkurmeistarar einstaklinga í keilu 2020. Voru þau bæði í efsta sæti eftir forkeppnina en fimm efstu kepptu til úrslita. Gunnar Þór sigraði Einar Má Björnsson ÍR með 224 gegn 182 og Dagný Edda sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR með 213 gegn 154. Í þriðja sæti í karlaflokki varð Guðmundur Sigurðsson ÍA og í þriðja sæti í kvennaflokki varð Marika Lönnroth KFR.

Reykjavíkurmótin marka upphaf keilutímabilsins ár hvert. Tímabilið fer síðan á fullt þegar deildarkeppnirnar hefjast um komandi helgi.

Frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson ÍA, Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR og Einar Már Björnsson ÍR

Frá vinstri: Marika Lönroth KFR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR

Hér eru úrslit úr Reykjavíkurmótinu

Karlar

Nafn Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. M.tal Mis. í 5. sæti
Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 159 213 212 264 256 226 1.330 221,7 114
Einar Már Björnsson ÍR 237 248 180 234 221 191 1.311 218,5 95
Guðmundur Sigurðsson KFA 202 235 161 236 194 215 1.243 207,2 27
Gústaf Smári Björnsson KFR 245 159 177 200 257 181 1.219 203,2 3
Magnús Sigurjón Guðmundsson KFA 146 173 247 235 248 167 1.216 202,7 0
Skúli Freyr Sigurðsson KFR 192 178 183 202 248 198 1.201 200,2 -15
Andrés Páll Júlíusson ÍR 197 210 216 205 182 178 1.188 198,0 -28
Adam Pawel Blaszczak ÍR 200 197 169 194 168 212 1.140 190,0 -76
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 187 255 192 183 145 156 1.118 186,3 -98
Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 164 197 186 202 222 126 1.097 182,8 -119
Guðjón Júlíusson KFR 169 164 138 179 225 210 1.085 180,8 -131
Bjarni Páll Jakobsson ÍR 184 171 203 194 143 163 1.058 176,3 -158
Jóhann Ársæll Atlason KFA 246 155 181 153 148 164 1.047 174,5 -169
Svavar Þór Einarsson ÍR 168 136 189 192 179 156 1.020 170,0 -196

Konur

Nafn Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals M.tal Mis.í 5. sæti
Dagný Edda Þórisdóttir KFR 194 136 186 195 210 190 1.111 185,2 112
Marika Katarina E. Lönnroth KFR 180 162 207 197 177 188 1.111 185,2 112
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 157 159 168 158 237 189 1.068 178,0 69
Helga Ósk Freysdóttir KFR 161 190 165 195 157 167 1.035 172,5 36
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 148 145 199 222 152 133 999 166,5 0
Ástrós Pétursdóttir ÍR 168 162 157 158 177 168 990 165,0 -9
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 154 158 151 196 175 146 980 163,3 -19
Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR 169 127 179 154 163 177 969 161,5 -30
Helga Sigurðardóttir KFR 156 175 134 144 162 172 943 157,2 -56
Bára Ágústsdóttir ÍR 175 163 167 116 158 156 935 155,8 -64
Jóna Gunnarsdóttir KFR 152 144 128 173 133 134 864 144,0 -135
Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 159 159 125 139 112 161 855 142,5 -144

Úrslitakeppni karla

Karlar Efstu 5 sætin   L 1 L 2 L 3 L 4
1 Gunnar Þór Ásgeirsson         224
2 Einar Már Björnsson       188 182
3 Guðmundur Sigurðsson     237 180  
4 Gústaf Smári Björnsson   172 180    
5 Magnús Sigurjón Guðmundsson   145      

Úrslitakeppni kvenna

Konur Efstu 5 sætin   L 1 L 2 L 3 L 4
1 Dagný Edda Þórisdóttir         213
2 Marika Katarina E. Lönnroth       153  
3 Linda Hrönn Magnúsdóttir     194 182 154
4 Helga Ósk Freysdóttir   168      
5 Hafdís Pála Jónasdóttir   177 169    

Guðjón Júlíusson KFR og Karitas Róbertsdóttir ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf

Opna Reykjavíkurmótið í keilu hófst í gær með forgjafarmótinu. Það voru þau Guðjón Júlíusson KFR og Karitas Róbertsdóttir sem fóru með sigur af hólmi. Voru þau bæði efst eftir forkeppnina, Guðjón með 193,0 í meðaltal og Karitas með 173,8.

Guðjón vann hinn unga Tristan Mána Nínuson ÍR í úrslitaleiknum með 223 geng 209. Tristan endaði í 4. sæti forkeppninnar en vann sig alla leið upp í úrslitaleikinn með fínni spilamennsku. Í þriðja sæti varð svo Matthías Leó Sigurðsson ÍA, í því 4. varð Eiríkur Garðarsson ÍR og í því 5. varð Ásgeir Karl Gústafsson KFR.

Karitas sigraði Báru Ágústsdóttur ÍR í úrslitum með 184 gegn 169. Bára endaði í 5. sæti eftir forkeppnina og vann sig því líka alla leið í úrslitaleikinn. Í 3. sæti varð síðan Jóna Gunnarsdóttir KFR, í því 4. varð Snæfríður Telma Jónsson ÍR og í því 5. varð Helga Sigurðardóttir KFR.

Í kvöld verður svo keppnin án forgjafar þar sem Reykjavíkurmeistarar einstaklinga í karla og kvennaflokki verða krýndir. Þetta mót markar upphaf hvers keppnistímabils í keilu. Deildarkeppnin fer síðan af stað um komandi helgi.

Frá vinstri: Matthías Leó Sigurðsson ÍA, Guðjón Júlíusson KFR og Tristan Máni Nínuson ÍR

Frá vinstri: Bára Ágústsdóttir ÍR, Karitas Róbertsdóttir ÍR og Jóna Gunnarsdóttir KFR

Forkeppnin í forgjafarmótinu fór sem hér segir:

Karlar

Nafn Fél. Forgj. L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl. Alls Mtl. Mis. í 5.sæti
Guðjón Júlíusson KFR 7 244 155 193 175 171 178 1.116 186,0 1.158 193 35
Matthías Leó Sigurðsson KFA 19 202 180 182 157 163 156 1.040 173,3 1.154 192 31
Eiríkur Garðar Einarsson ÍR 15 133 198 217 183 129 200 1.060 176,7 1.150 192 27
Tristan Máni Nínuson ÍR 32 151 150 210 140 158 145 954 159,0 1.146 191 23
Ásgeir Karl Gústafsson KFR 34 144 131 228 128 173 115 919 153,2 1.123 187 0
Mikael Aron Vilhelmsson KFR 16 186 132 168 152 212 172 1.022 170,3 1.118 186 -5
Brynjar Lúðvíksson ÍR 6 174 178 212 200 136 169 1.069 178,2 1.105 184 -18
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 7 194 179 148 175 173 189 1.058 176,3 1.100 183 -23
Guðmundur Sigurðsson KFA 6 167 158 197 162 153 221 1.058 176,3 1.094 182 -29
Hlynur Freyr Pétursson ÍR 19 169 177 115 154 195 164 974 162,3 1.088 181 -35
Aron Hafþórsson ÍR 23 132 147 158 176 167 163 943 157,2 1.081 180 -42
Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 0 155 167 173 184 212 189 1.080 180,0 1.080 180 -43
Þorsteinn Már Kristinsson ÍR 23 115 152 157 170 149 194 937 156,2 1.075 179 -48
Bharat Singh ÍR 17 163 121 171 158 165 167 945 157,5 1.047 175 -76
Egill Baldursson ÍR 28 120 161 146 154 131 164 876 146,0 1.044 174 -79
Svavar Þór Einarsson ÍR 10 177 190 160 161 161 129 978 163,0 1.038 173 -85
Unnar Óli Þórsson ÍR 36 149 102 127 127 117 181 803 133,8 1.019 170 -104
Haukur Guðmundsson ÍR 46 156 141 105 106 115 102 725 120,8 1.001 167 -122

Konur

Nafn Fél Forgj. L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl. Alls Mtl. Mis. í 5.sæti
Karitas Róbertsdóttir ÍR 10 167 181 187 136 162 150 983 163,8 1.043 173,8 61
Jóna Gunnarsdóttir KFR 12 133 146 164 130 148 208 929 154,8 1.001 166,8 19
Snæfríður Telma Jónsson ÍR 3 156 163 171 190 159 144 983 163,8 1.001 166,8 19
Helga Sigurðardóttir KFR 2 135 158 189 139 180 180 981 163,5 993 165,5 11
Bára Ágústsdóttir ÍR 5 184 147 178 133 152 158 952 158,7 982 163,7 0
Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 8 148 126 135 183 156 157 905 150,8 953 158,8 -29
Harpa Sif Jóhannsdóttir KFR 2 181 167 145 144 150 142 929 154,8 941 156,8 -41
Halldóra Í. Ingvarsdóttir ÍR 8 127 118 170 149 141 179 884 147,3 932 155,3 -50
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 0 135 156 157 154 160 159 921 153,5 921 153,5 -61
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR 13 120 107 154 181 112 156 830 138,3 908 151,3 -74
Helga ósk Freysdóttir KFR 2 138 146 129 152 162 166 893 148,8 905 150,8 -77
Valgerður Rún Benediktsdóttir ÍR 24 110 102 111 116 125 114 678 113,0 822 137,0 -160

KFR eru Íslandsmeistarar unglingaliða 2020

Um helgina var leikin síðasta umferðin á Íslandsmóti unglingaliða 2020 en henni var frestað í vor vegna Covid. Eftir síðustu umferðina var komið að úrslitum 4 efstu liða og fór lið KFR með sigur að hólmi en það lið skipa þau Ásgeir Karl Gústafsson, Eyrún Ingadóttir, Hrannar Þór Svansson og Mikael Aron Vilhelmsson. Keppnin var afar jöfn hjá ungmennunum og nokkur spenna í leikjunum.

Í öðru sæti var lið ÍR 1 en það lið skipa Alexandra Kristjánsdóttir, Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir og Sara Bryndís Sverrisdóttir en Guðbjörn Joshua Guðjónsson lék með liðinu í síðustu umferð í fjarveru Söru.

Það voru síðan ÍA 1 og ÍR 2 sem enduðu í 3 sæti.

Lið KFR: HRannar, Mikael og Eyrún

Lið ÍR 1: Alexandra, Hafdís og Guðbjörn
Lið KFR: Hrannar, Mikael og Eyrún

Lið ÍA 1: Tómas, Matthías og Hlynur.
Lið ÍR 2: Tristan, Aron og Hinrik

Reykjavíkurmótin í keilu 2020

Opnu Reykjavíkurmótin í keilu verða dagana 7. og 8. september 2020.

Mánudaginn 7. september verður Opna Reykjavíkurmótið í keilu með forgjöf – Skráning hér – Er opin til kl. 18:00 sunnudaginn 6. september.

Þriðjudaginn 8. september er svo komið að Opna Reykjavíkurmótinu sem skilar titlinum Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2020 – Skráning hér – Er opin til kl. 18:00 mánudaginn 7. september.

Verð í hvort mót er kr. 6.000,-  Posi verður á staðnum. 

Olíuburður: 2008 DBU German Championship (uppfært) sami og er sjálfgefinn deildarburður 2020 til 2021.

Reglur fyrir Opna Reykjavíkurmótið með forgjöf

Keppt er í karla- og kvennaflokki.

Leikin er ein 6 leikja sería, keppendur skipta um braut eftir hvern leik – hægri upp og vinstri niður um sett.

Forgjöfin er 80% mismunur af meðaltali keppanda og hæðsta meðaltali keppanda – Aldrei meiri en 64 pinnar. Hámarksskor í einum leik eru 300 pinnar.

Efstu 5 keppa síðan í Stepp Ladder úrslitum 5-4-3-2-1 þar sem sigurvegarinn er krýndur Reykjavíkurmeistari í keilu með forgjöf 2020.

Reglur fyrir Opna Reykjavíkurmótið

Keppt er í karla- og kvennaflokki.

Leikin er ein 6 leikja sería, keppendur skipta um braut eftir hvern leik – hægri upp og vinstri niður um sett.

Efstu 5 keppa síðan í Stepp Ladder úrslitum 5-4-3-2-1 þar sem sigurvegarinn er krýndur Reykjavíkurmeistari í keilu 2020.

Dagskráin fyrir tímabilið 2020 til 2021

Dagskráin fyrir tímabilið 2020 til 2021 er tilbúin á vefnum. Einnig er búið að tengja dagskrána saman fyrir hvert lið sem má sjá hér.

Vakin er athygli á að í dagskrá er merkt Íslandsmót einstaklinga 2020 en það á eftir að taka ákvörðum um hvort og þá hvenær það mót fer fram en ljóst er þó að búið er að aflýsa ECC 2020 sem fara átti fram síðar á árinu. Er því aflýst vegna þessa Covid mála.

Einnig er vakin athygli á Sóttvarnarreglum KLÍ. Þær sem birtar voru á vefnum fyrir nokkru eru framlegndar til og með 10. september 2020 – Áhorfendabann er enn í gildi á öllum viðburðum.

Stjórn KLÍ mun taka afstöðu til þess hvernig við getum hugsanlega tæklað mál sem koma upp varðandi frestanabeiðnir vegna Covid. Verða þær ákvarðanir kynntar sérstaklega þegar þær liggja fyrir.

Munum að besta sóttvörnin erum við sjálf. Nálgumst þetta af ábyrgð, pössum okkur hvað við snertum, hvar við erum og hversu nálægt óskildum aðilum við ætlum að vera. Allur búnaður verður til staðar á keppnisstöðum og þetta er í okkar valdi að gæta að heilsu okkar allra. Njótum þess að geta spilað keilu áfram en sýnum fyllstu varkárni.

Frá 27. ársþingi KLÍ 2020

27. Ársþing KLÍ fór fram laugardaginn 22. ágúst í KR heimilinu Frostaskjóli. Vegna Covid þurfti að fresta þingi sem upprunalega átti að fara fram í maí fyrr á þessu ári.

Ekki lágu mörg mál fyrir þingi þannig að það var í styttri kantinum þetta árið. Helstu tíðindi frá þingi eru að lagabreytingar voru gerðar, sjá nánar í þinggerð.

Kjör til stjórnar fór þannig að Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku en ekki voru aðrir í því kjöri. Hafþór Harðarson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson KFR gáfu kost á sér til stjórnarsetu í tvö ár. Einnig þurfti að kjósa einn aðila í stjórn til eins árs til að taka sæti Unnar Vilhjálmsdóttur KFR sem sagði sig frá stjórnarstörfum í upphafi árs. Ingi Geir Sveinsson ÍA gaf kost á sér til eins árs.

Varamenn voru kjörin þau Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR, Magnús Reynisson KR og Hörður Ingi Jóhannsson ÍR.

Sjá nánar þinggerð 27. Ársþings KLÍ.

Þingskjöl 27. Ársþings KLÍ 2020

Ársskýrsla KLÍ 2020

Sóttvarnarreglur KLÍ vegna COVID-19 – Áríðandi skilaboð

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þurfa sérsambönd ÍSÍ að setja hverju sambandi fyrir sig sérstakar sóttvarnarreglur sem taka á því hvernig íþróttin tekur á ástandinu á meðan samkomutakmarkanir og aðarar kröfur eru í gangi vegna COVID-19.

Keilusambandi hefur sett upp reglur fyrir keiluíþróttina sem gildir fyrir alla sem æfa og/eða keppa í keilu. Mikilvægt er að allir kynni sér vel þessar reglur og fari eftir þeim í hvívetna. Þessar reglur eiga við um alla og skal það ítrekað.

Hér má sjá reglurnar – PDF skjal

Hér er úrdráttur um hvernig við tökum á aðstæðum:

Fyrirkomulag æfinga og keppni aðildarfélaga innan KLÍ

Aðildarfélögum KLÍ sem iðka keilu ber að fara eftir þessum reglum.

Æfingar
  • Loka skal æfingasvæðinu fyrir utanaðkomandi aðilum, gert í samráði við staðarhaldara.
  • Á æfingum skal sjá til þess að iðkendur sem fæddir eru 2004 og síðar sé haldið frá öðrum iðkendum þ.e. ekki á sama brautarpari.
  • Iðkendur fæddir 2005 og síðar þurfa að gæta að eigin búnaði þannig að aðrir eldri iðkendur noti ekki þann búnað sem iðkendur eiga/hafa.
  • Allir þ.e. þjálfarar, starfsfólk eða aðrir fæddir 2004 eða fyrr skulu setja upp andlitsgrímu áður en komið er á leikmannasvæði enda er þar ekki hægt að tryggja 2 metra fjarlægðarmörk milli aðila.
  • Iðkendur þurfa ekki að bera andlitsgrímu á æfingu, eingöngu ef farið er af leikmannasvæði og verið innan um aðra þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð á meðan á æfingu stendur.
  • Sé verið að nota búnað keilusalanna skal sótthreinsa þann búnað fyrir, ef óljóst er hvort og hvenær búnaður var þrifinn, og eftir notkun áður en næsti aðili notar búnaðinn.
  • Sé þörf á snertingu þjálfara við iðkanda skal þjálfari vera klæðast latexhönskum en sjá til þess að henda þeim strax eftir meðhöndlun iðkanda og nýir settir upp áður en næsti iðkandi er snertur. Reyna skal að takmarka snertingu eins og kostur er.
Keppnir
  • Loka skal keppnissvæðinu fyrir utanaðkomandi aðilum, gert í samráði við staðarhaldara.
  • Í keppnum skuli allir þ.e. þjálfarar, aðstoðarfólk og aðrir sem fæddir eru 2004 eða fyrr setja upp andlitsgrímu áður en á leiksvæðið er komið enda er ekki hægt að tryggja 2 metra fjarlægðarmörk milli aðila.
  • Keppendur þurfa ekki að bera andlitsgrímu í keppni, eingöngu ef farið er af leikmannasvæði og verið innan um aðra þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð á meðan á keppni stendur.
  • Allar snertingar leikmanna eru óheimilar.
  • Sameiginlegir hlutir líkt og vatnskönnur skulu ekki notaðar.
  • Sé verið að nota búnað KHE skal sótthreinsa þann búnað fyrir og eftir notkun.
Áhorfendur
  • Áhorfendur eru ekki leyfðir

Dagskrá KLÍ 2020 til 2021 – Í vinnslu

Verið er að klára dagskrá KLÍ fyrir komandi keppnistímabil. Eftir er að ganga frá skipulagi vegna 3. deildar karla og klára sóttvarnarreglur sem okkur er gert að setja okkur áður en tímabilið má hefjast. Búast má við því að dagskráin komi á vefinn í komandi viku.

Það má greina frá því hér að breyting verður á leikdögum nokkurra deilda. Er það fyrst og fremst gert til að gera kvennadeildum kost á því að vera með venslasamning en þar sem báðar kvennadeildirnar voru á sama kvöldi þá var nánast ógerningur að nýta vensl. Leikdagar verða sem hér segir:

Mánudagar

2. deild kvenna
2. deild karla
3. deild karla

Þriðjudagar

1. deild kvenna
1. deild karla

Búast má við því að einhverjir leikir sem alla jafna ættu að fara fram á mánudögum færist yfir á þriðjudaga en það er vegna þess að fleiri lið eru að keppa á mánudögum og svo gæti farið að húsið verði fullt þá.

Dagskráin verður einnig mun þéttari en hún hefur verið undanfarið og er áætlað að kára deildarkeppnina 10. apríl en þá verða eftir úrslitakeppnir í 1. deildunum, unglingakeppnir og önnur félagamót.

Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að hefja deildarkeppni mánudaginn 14. september.

Boðað hefur verið til 27. ársþing KLÍ laugardaginn 22. ágúst

Merki Keilusambands Íslands

Vegna Covid ástandsins þurfti að fresta þingi sambandsins sem fara átti fram í maí í vor en nú er boðað til 27. ársþings KLÍ laugardaginn 22. ágúst kl. 12. Verður þingið haldið í KR heimilinu Frostaskjóli. Alls eiga 34 fulltrúar atkvæðarétt skv. lögum sambandsins og skiptast þeir þannig:

  • ÍR 10 fulltrúar
  • KFR 7 fulltrúar
  • KFA 5 fulltrúar
  • KR 3 fulltrúar
  • Þór 3 fulltrúar
  • Ösp 3 fulltrúar
  • ÍBR 1 fulltrúi
  • ÍA 1 fulltrúi
  • ÍBA 1 fulltrúi

Á þingi verða venjuleg þingstörf skv. lögum og m.a. kosið um formann ásamt 2 aðalmönnum til tveggja ára ásamt þrem varamönnum.

Núverandi formaður Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR gefur kost á sér til áframhaldandi setu og einnig gefur Hafþór Harðarson ÍR sem gegnt hefur varaformannsembætti áfram kost á sér til næstu tveggja ára. Eitt framboð hefur komið fram til aðalmanns til tveggja ára en það er Skúli Freyr Sigurðsson KFR.

Einar Jóel Ingólfsson ÍA á eitt ár eftir af sínu kjörtímabili en þar sem Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir KFR sagði sig frá stjórn í upphafi árs þarf að kjósa um einn aðalmann til eins árs í hennar stað. Ingi Geir Sveinsson ÍA hefur gefið kost á sér til eins árs. Verið er að taka saman framboð til varamanna en ljóst er að Stefán Claessen ÍR gefur ekki kost á sér áfram í bili.

Fyrir þingi liggja fram tvær lagabreytingatillögur. Önnur tillagan er að fella út í 8. gr. 3. lið c leikreglnanefnd og eftir stendur bara laganefnd og að sama skapi í lið 7 sömu greinar.

Hin breytingartillagan er að bæta við nýrri 12. og 13. grein í lögin, aðrar greinar færist aftur sem því nemur verða þær samþykktar. Nýju greinarnar eru settar til að festa í lögum þær nefndir sem hafa úrskurðarvald innan sambandsins. Er þessi tillaga sett fram til að styðja laga- og regluverk KLÍ vegna dóma sem fallið hafa á undanförnum misserum og gagnrýni í þeim á hvernig sambandið hefur staðið að málum. Er það mat stjórnar KLÍ að þessar viðbætur við lögin okkar ásamt því að endurskoða og bæta regluverkið bæti umgjörð sambandsins til að taka á viðkomandi málum.

Tillaga að nýju reglunum er svohljóðandi:

Ný 12. gr. og allar greinar á eftir færast um númer.

Nefndir á vegum KLÍ með úrskurðarvald

Stjórn KLÍ skal á hverju ári skipa þrjá aðila í hverja af eftirfarandi nefndum og skal formaður hverrar nefndar skipaður sérstaklega:

  • Aganefnd
  • Mótanefnd
  • Dómaranefnd

Nefndir á vegum KLÍ skulu starfa skv. lögum og reglugerðum KLÍ.

Ný 13. gr. og aðrar greinar færast niður um númer

Vald nefnda á vegum KLÍ

Aganefnd skal starfa skv. lögum og reglugerðum KLÍ og vera þar til bær úrskurðaraðili um öll þau deiluefni sem ekki eru sérstaklega falin öðrum í reglugerðum KLÍ.

Þeir sem skipaður eru í aganefnd skulu hvorki sitja í stjórn KLÍ eða stjórnum aðildarfélaga.

Mótanefnd skal starfa skv. lögum og reglugerðum KLÍ og vera þar til bær úrskurðaraðili um þau efni sem henni er sérstaklega falið í reglugerðum KLÍ.

Dómaranefnd skal starfa skv. lögum og reglugerðum KLÍ og sjá um skipulag og framkvæmd dómgæslu í mótum sem haldin eru á vegum KLÍ.

Um hæfi nefndarmanna til úrskurða í einstaka málum skal farið eftir hæfisreglum stjórnsýslulaga. Sé nefndarmaður vanhæfur til meðferðar máls skal stjórn KLÍ skipa annan aðila í hans stað í því tiltekna máli.

Unnt er að kæra framangreinda úrskurði nefnda á vegum KLÍ til dómstóls ÍSÍ.