Dagskrá KLÍ 2020 til 2021 – Í vinnslu

Facebook
Twitter

Verið er að klára dagskrá KLÍ fyrir komandi keppnistímabil. Eftir er að ganga frá skipulagi vegna 3. deildar karla og klára sóttvarnarreglur sem okkur er gert að setja okkur áður en tímabilið má hefjast. Búast má við því að dagskráin komi á vefinn í komandi viku.

Það má greina frá því hér að breyting verður á leikdögum nokkurra deilda. Er það fyrst og fremst gert til að gera kvennadeildum kost á því að vera með venslasamning en þar sem báðar kvennadeildirnar voru á sama kvöldi þá var nánast ógerningur að nýta vensl. Leikdagar verða sem hér segir:

Mánudagar

2. deild kvenna
2. deild karla
3. deild karla

Þriðjudagar

1. deild kvenna
1. deild karla

Búast má við því að einhverjir leikir sem alla jafna ættu að fara fram á mánudögum færist yfir á þriðjudaga en það er vegna þess að fleiri lið eru að keppa á mánudögum og svo gæti farið að húsið verði fullt þá.

Dagskráin verður einnig mun þéttari en hún hefur verið undanfarið og er áætlað að kára deildarkeppnina 10. apríl en þá verða eftir úrslitakeppnir í 1. deildunum, unglingakeppnir og önnur félagamót.

Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að hefja deildarkeppni mánudaginn 14. september.

Nýjustu fréttirnar