Olíuburðir fyrir tímabilið 2020 til 2021

Facebook
Twitter

Tækninefnd KLÍ hefur skilað tillögum til stjórnar um olíuburði komandi tímabils. Þá má finna hér en einnig má nálgast þá undir síðunni Keilumót á vegum KLÍ.

Þau lið sem vilja velja olíuburð fyrir heimaleiki sína.

Í öllum deildum eru 3 olíuburðir í boði. Heimalið viðureignar getur valið olíuburð svo lengi sem sú ósk berst til mótanefndar innan tímaramma sem hún setur. Ef lið velur ekki olíuburð er 2008 German Championship 39 fet
settur á þá viðureign sem sjálfgefinn olíuburður deildarkeppninnar 2020 til 2021.

Heimalið þarf að senda inn ósk um olíuburð fyrir kl. 22:00 á miðvikudagskvöldi fyrir leiki sem eru á dagskrá á mánudögum og þriðjudögum næstu viku á eftir og fyrir kl. 22:00 á mánudagskvöldum fyrir þá leiki sem eru á dagskrá um komandi helgi. Þessir 3 olíuburðir eru í boði fyrir allt keppnistímabilið 2020 til 2021.

Nýjustu fréttirnar