KFR eru Íslandsmeistarar unglingaliða 2020

Facebook
Twitter

Um helgina var leikin síðasta umferðin á Íslandsmóti unglingaliða 2020 en henni var frestað í vor vegna Covid. Eftir síðustu umferðina var komið að úrslitum 4 efstu liða og fór lið KFR með sigur að hólmi en það lið skipa þau Ásgeir Karl Gústafsson, Eyrún Ingadóttir, Hrannar Þór Svansson og Mikael Aron Vilhelmsson. Keppnin var afar jöfn hjá ungmennunum og nokkur spenna í leikjunum.

Í öðru sæti var lið ÍR 1 en það lið skipa Alexandra Kristjánsdóttir, Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir og Sara Bryndís Sverrisdóttir en Guðbjörn Joshua Guðjónsson lék með liðinu í síðustu umferð í fjarveru Söru.

Það voru síðan ÍA 1 og ÍR 2 sem enduðu í 3 sæti.

Lið KFR: HRannar, Mikael og Eyrún

Lið ÍR 1: Alexandra, Hafdís og Guðbjörn
Lið KFR: Hrannar, Mikael og Eyrún

Lið ÍA 1: Tómas, Matthías og Hlynur.
Lið ÍR 2: Tristan, Aron og Hinrik

Nýjustu fréttirnar