Sóttvarnarreglur KLÍ vegna COVID-19 – Áríðandi skilaboð

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þurfa sérsambönd ÍSÍ að setja hverju sambandi fyrir sig sérstakar sóttvarnarreglur sem taka á því hvernig íþróttin tekur á ástandinu á meðan samkomutakmarkanir og aðarar kröfur eru í gangi vegna COVID-19.

Keilusambandi hefur sett upp reglur fyrir keiluíþróttina sem gildir fyrir alla sem æfa og/eða keppa í keilu. Mikilvægt er að allir kynni sér vel þessar reglur og fari eftir þeim í hvívetna. Þessar reglur eiga við um alla og skal það ítrekað.

Hér má sjá reglurnar – PDF skjal

Hér er úrdráttur um hvernig við tökum á aðstæðum:

Fyrirkomulag æfinga og keppni aðildarfélaga innan KLÍ

Aðildarfélögum KLÍ sem iðka keilu ber að fara eftir þessum reglum.

Æfingar
 • Loka skal æfingasvæðinu fyrir utanaðkomandi aðilum, gert í samráði við staðarhaldara.
 • Á æfingum skal sjá til þess að iðkendur sem fæddir eru 2004 og síðar sé haldið frá öðrum iðkendum þ.e. ekki á sama brautarpari.
 • Iðkendur fæddir 2005 og síðar þurfa að gæta að eigin búnaði þannig að aðrir eldri iðkendur noti ekki þann búnað sem iðkendur eiga/hafa.
 • Allir þ.e. þjálfarar, starfsfólk eða aðrir fæddir 2004 eða fyrr skulu setja upp andlitsgrímu áður en komið er á leikmannasvæði enda er þar ekki hægt að tryggja 2 metra fjarlægðarmörk milli aðila.
 • Iðkendur þurfa ekki að bera andlitsgrímu á æfingu, eingöngu ef farið er af leikmannasvæði og verið innan um aðra þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð á meðan á æfingu stendur.
 • Sé verið að nota búnað keilusalanna skal sótthreinsa þann búnað fyrir, ef óljóst er hvort og hvenær búnaður var þrifinn, og eftir notkun áður en næsti aðili notar búnaðinn.
 • Sé þörf á snertingu þjálfara við iðkanda skal þjálfari vera klæðast latexhönskum en sjá til þess að henda þeim strax eftir meðhöndlun iðkanda og nýir settir upp áður en næsti iðkandi er snertur. Reyna skal að takmarka snertingu eins og kostur er.
Keppnir
 • Loka skal keppnissvæðinu fyrir utanaðkomandi aðilum, gert í samráði við staðarhaldara.
 • Í keppnum skuli allir þ.e. þjálfarar, aðstoðarfólk og aðrir sem fæddir eru 2004 eða fyrr setja upp andlitsgrímu áður en á leiksvæðið er komið enda er ekki hægt að tryggja 2 metra fjarlægðarmörk milli aðila.
 • Keppendur þurfa ekki að bera andlitsgrímu í keppni, eingöngu ef farið er af leikmannasvæði og verið innan um aðra þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð á meðan á keppni stendur.
 • Allar snertingar leikmanna eru óheimilar.
 • Sameiginlegir hlutir líkt og vatnskönnur skulu ekki notaðar.
 • Sé verið að nota búnað KHE skal sótthreinsa þann búnað fyrir og eftir notkun.
Áhorfendur
 • Áhorfendur eru ekki leyfðir

Nýjustu fréttirnar