Reykjavíkurmótin í keilu 2020

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Opnu Reykjavíkurmótin í keilu verða dagana 7. og 8. september 2020.

Mánudaginn 7. september verður Opna Reykjavíkurmótið í keilu með forgjöf – Skráning hér – Er opin til kl. 18:00 sunnudaginn 6. september.

Þriðjudaginn 8. september er svo komið að Opna Reykjavíkurmótinu sem skilar titlinum Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2020 – Skráning hér – Er opin til kl. 18:00 mánudaginn 7. september.

Verð í hvort mót er kr. 6.000,-  Posi verður á staðnum. 

Olíuburður: 2008 DBU German Championship (uppfært) sami og er sjálfgefinn deildarburður 2020 til 2021.

Reglur fyrir Opna Reykjavíkurmótið með forgjöf

Keppt er í karla- og kvennaflokki.

Leikin er ein 6 leikja sería, keppendur skipta um braut eftir hvern leik – hægri upp og vinstri niður um sett.

Forgjöfin er 80% mismunur af meðaltali keppanda og hæðsta meðaltali keppanda – Aldrei meiri en 64 pinnar. Hámarksskor í einum leik eru 300 pinnar.

Efstu 5 keppa síðan í Stepp Ladder úrslitum 5-4-3-2-1 þar sem sigurvegarinn er krýndur Reykjavíkurmeistari í keilu með forgjöf 2020.

Reglur fyrir Opna Reykjavíkurmótið

Keppt er í karla- og kvennaflokki.

Leikin er ein 6 leikja sería, keppendur skipta um braut eftir hvern leik – hægri upp og vinstri niður um sett.

Efstu 5 keppa síðan í Stepp Ladder úrslitum 5-4-3-2-1 þar sem sigurvegarinn er krýndur Reykjavíkurmeistari í keilu 2020.

Nýjustu fréttirnar