Norðurlandamót ungmenna U23 haldið á Íslandi

Í komandi viku, dagana 13. til 16. nóvember, verður Norðurlandamót ungmenna U23 haldið hér á landi. Keppt er að vanda í Keiluhöllinni Egilshöll. Til leiks mæta landslið Finna, Norðmanna og Svía og keppa hér ásamt íslenska ungmennalandsliðinu. Keppt verður í einstaklingskeppni, tvímenningi og liðakeppni auk þess sem keppni 8 meðaltalsefstu keppenda í pilta og stúlknaflokki fer fram í lok móts laugardaginn 16. nóvember.

Norðurlandamót ungmenna eru haldin annað hvert ár og skiptast þjóðirnar á að halda mótið en síðast var það hér 2011. Nokkrir virkilega áhugaverðir keppendur koma á mótið og má þar helst nefna Svíann William Svensson en hann vann Masters keppnina á Evrópumóti karlalandsliða sem fram fór í Munchen í júní í ár.

Landslið Íslands að þessu sinni skipa þau:

Piltar

  • Alexander Halldórsson KFR
  • Aron Fannar Benteinsson KFR
  • Hlynur Örn Ómarsson ÍR
  • Jóhann Ársæll Atlason ÍA

Stúlkur

  • Eyrún Ingadóttir KFR
  • Guðbjörg Sigurðardóttir Þór
  • Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
  • Jóhanna Guðjónsdóttir ÍR

Þjálfari er Guðmundur Sigurðsson ÍA. Aðstoðarmenn eru Jónína Magnúsdóttir ÍA og Skúli Freyr Sigurðsson KFR.

Opnuð hefur verið vefsíða fyrir mótið sem er www.nyc2019.is þar sem sjá má allar upplýsingar um mótið svo sem dagskrá þess og fleira. Stefnt er að því að streyma frá mótinu á Fésbókarsíðu Keilusambandsins.

Mynd með frétt er af unglingalandsliði Íslands sem keppti á EM 2017.

Arnar Davíð í 2. sæti úrslita á Heimstúrnum – Endurtekið efni

Nú rétt í þessu lauk keppni í úrslitum Heimstúrsins í keilu 2019 en þar átti Arnar Davíð Jónsson KFR boð um þátttöku sem efsti maður á Evrópulistanum í dag. Í morgun var spiluð forkeppni þeirra 6 sem kepptu til úrslita og náði Arnar Davíð 2. sætinu á eftir Englendingnum Dominic Barrett en þeir áttust við í úrslitum Kuwait Open 2019 í gær sem Barrett vann með einum pinna. Arnar lék fyrst við Sean Rash frá Bandaríkjunum sem varð í 3. sætinu en Rash á fjölmarga PBA titla í safni sínu. Arnar sigraði þann leik örugglega með 289 pinnum gegn 223.

Það var því komið að þeim félögum Arnari og Barrett að mætast aftur í úrslitum í dag. Arnar byrjaði mjög vel í úrslitaleiknum og felldi út í 5. ramma. Þá fór þó aðeins að síga á ógæfuhliðina hjá honum og Barrett seig framúr og hafði sigur að lokum með 276 pinnum gegn 232 og er Barrett því World Bowling Tour meistari 2019.

Þessi árangur Arnars er þó mikill að ná 2. sætinu bæði í Kuwait open og svo 2. sætinu í úrslitum Heimstúrsins. Arnar heldur strax í fyrramálið til Álaborgar í Danmörku þar sem fram fer síðasta mótið á Evróputúrnum í ár. Þar freistar Arnar þar þess að halda efsta sætinu á Evrópulistanum og verða þar með fyrsti íslenski keilarinn til að sigra Evrópumótaröð í keilu og er leitun að öðrum einstaklingum hér á landi sem hafa náð viðlíka árangri í sinni íþróttagrein í Evrópu.

Fréttir frá Álaborg koma inn á vef KLÍ um leið og þær berast.

Arnar Davíð í WORLD BOWLING TOUR FINALS!

Eftir frábæran árangur gær er dagskránni ekki lokið hjá okkar manni heldur spilar hann í World Bowling Tour Finals í dag. Arnar fékk boð í þessi úrslit sem fulltrúi Evróputúrsins (EBT) sem efsti maður styrkleikalistans. Í þessum úrslitum eru 3 efstu karlar og konur af styrkleikalista Heimsmótaraðarinnar í keilu ásamt efsta karli og konu frá Asíska, Evrópska og Ameríska svæðinu. 

Í dag eru spilað svokallað Round Robin þar sem allir spila við alla. Karlar og konur spila ekki gegn hvoru öðru heldur er keppt í karlaflokki og kvennaflokki. Það eru því 6 þátttakendur sem spila 5 leiki af Round Robin og eftir það er spilaður einn leikur sem kallast Postition round, sem er síðasti séns til að spila sig inn í úrslitin, þar sem 1. sætið spilar við 2. sætið, 3. sæti við 4. sæti og 5. sæti við 6. sætið. Eftir þessa 6 leiki fara efstu 3 áfram í úrslit sem eru spiluð með stepladder fyrirkomulagi þar sem 3. sætið spilar við 2. sætið og sigurvegarinn þar mætir 1. sætinu í hreinum úrslitaleik um hver sigrar kepnnina.

Konurnar byrja daginn en svo taka karlarnir við milli 10-11 á íslenskum tíma.

Keppnin er nýfarin af stað en við munum uppfæra stöðuna hjá okkar manni á Fésbókarsíðu Keilusambandsins

Annar er hérna hlekkur á streymið. 

Hér er svo hlekkur á úrslitin.

Arnar Davíð Jónsson 1 pinna frá PBA titli

Nú rétt í þessu lauk keppni á opna alþjóðlega Kúveit mótinu en eins og fram hefur komið keppti Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur til úrslita á því móti. Mótið var bæði hluti af Heimstúrnum sem og gaf PBA titil sem er hluti af bandarísku mótaröðinni. Fyrirkomulag úrslitanna var þannig að efstu 5 keppendurnir áttust við í svokölluðu Step-Ladder fyrirkomulagi þar sem 5. og 4. sætið áttust fyrst við. Sigurvegarinn þar keppti síðan við þann sem varð í 3. sæti og svo framvegis. Þar sem Arnar Davíð varð í 1. sæti fyrir úrslit varð ljóst að hann keppti um titilinn á mótinu og varð þar með fyrsti íslenski keilarinn til að keppa um PBA titil í keilu. Kom það í hlut Englendingsins Dominic Barrett að keppa við Arnar Davíð en Barrett vann sig upp úr 3. sætinu en Barrett á all nokkra titla á sínum ferli, einn besti Englendingurinn í keilu í dag.

Samkvæmt reglum mótsins þurfti Arnar einn sigur á móti Barrett sem aftur á móti þurfti tvo sigra til að hampa titlinum. Barrett vann fyrsta leikinn með 289 gegn 235 en spilað er eftir nýju skorkerfi sem Heimssambandið er að þróa og gefur það hærra meðaltal en hefðbundna kerfið. Það var því ljóst að um hreinan úrslitaleik yrði að ræða og gaf Arnar ekkert eftir, var ískaldur á keilubrautunum. Skiptust þeir á forystu í leiknum og þegar kom að Arnari að spila síðustu tvo rammana náði hann fellum í báðum römmum og neyddi því Barrett til að fá fellu til að sigra. Náði hann því og vann þar með Arnar Davíð með aðeins einum pinna 278 gegn 277. Annað sætið varð því hlutskipti Arnars í dag og fékk hann 25.000,- Bandaríkjadollara í verðlaun fyrir árangurinn.

Arnar Davíð Jónsson keppir um helgina í úrslitum á Heimstúrnum en á því móti er alla jafna keppt til úrslita milli þriggja efstu karla og kvenna á Heimstúrnum ár hvert. Heimssambandið bauð hinsvegar svæðasamböndum keilunnar sem eru þrjú talsins að senda eina konu og einn karl til að keppa á mótinu í ár. Evrópska keilusambandið tilnefndi Arnar Davíð sem keppanda þar sem hann er í efsta sæti á Evrópulistanum í ár. Það er því ljóst að Arnar fer fullur sjálfstrausts inn í þá keppni eftir þennan stórglæsilega árangur í dag.

Myndir: World Bowling

Arnar Davíð spilar um PBA titil í Kuwait International!

Arnar Davíð Jónsson (KFR) var rétt í þessu að tryggja sér efsta sætið fyrir úrslitin í Kúveit. Arnar spilaði hreint útsagt frábærlega í morgun og skilaði leikjum uppá: 246 – 279 – 279 – 278 – 278 = 272 meðaltal.

Mótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í keilu og einnig hluti af atvinnumannamótaröðinni í Bandaríkjunum (Professional Bowler’s Association) og gefur mótið þar afleiðandi PBA titil.

16 manns spiluðu í 3. umferð úrslita 5 leiki og fóru 5 efstu áfram í úrslit sem verður sjónvarpað kl 13:00 (íslenskum tíma). Er spilað eftir svokölluðu Step-Ladder fyrirkomulagi þar sem 5. sæti spilar við 4. sæti, sigurvegarinn þar spilar við 3. sætið og svo koll af kolli. Sem þýðir að okkar maður mun spila um PBA titil og er búinn að tryggja sér $25,000 (3,1 milljón ISK)  í verðlaunafé en með sigri fær hann $50,000 (6,2 milljón ISK) og PBA titil.

Arnar er svo sannarlega að brjóta blað í íslenskri keilusögu en hægt verður fá vefslóð til að fylgjast með úrslitunum á Fésbókar síðu Keilusambands Íslands.

 

Forkeppni lokið á Kuwait International 2019

Í morgun kláraðist forkeppni á Kuwait International 2019 lokamóti Heimstúrsins í keilu.

Í 1. sæti eftir forkeppnina er Sam Cooley frá Ástralíu sem spilaði 1409 seríu eða 281,8 í meðaltal. Sam byrjaði 15. riðil á að spila 300 leik samkvæmt nýju skor fyrirkomulagi sem Heimssamband Keilunnar er að prófa um þessar mundir. Skorfyrirkomulagið virkar þannig að fella gefur sjálfkrafa 30 stig og feykja gefur 10 stig + þann pinnafjölda sem er felldur í fyrra kasti. Næstu leikir hans voru svo 289, 276, 278 og loks 266 en með þessum leikjum varð hann fyrsti keppandinn til að spila yfir 1400 seríu í 5 leikjum í þessu nýja skorkerfi.

Arnar Davíð Jónsson (KFR) er í 2. sæti eftir að hafa sigrað 12. riðilinn með 1396 eða 279,2 í meðaltal með leiki upp á 288, 255, 289, 288 og 276. Arnar Davíð tekur þátt í þessu móti því í lok þess mun hann taka þátt í úrslitakeppni Heimstúrsins sem fer fram að loknu þessu móti, sjá frétt.

Í 3. sæti er síðan Michael Mak frá Hong Kong sem sigraði 22. riðil með 1381 eða 276,2 í meðaltal með leiki upp á 278, 279, 268, 289 og 267.

Í 4. sæti er Thomas Larsen frá Danmörku. Náði hann að vinna 14. riðil með 1375 eða 275 í meðaltal. Með leiki upp á 276, 277, 287, 256 og 279.

Ildemaro Ruiz frá Venesúela féll úr 1. sæti niður í 10. sæti með 1354 seríu.

Danielle McEwan frá Bandaríkjunum, sem var hér hjá á landi á RIG19, er efst kvenna með 1302 seríu. Samkvæmt reglum mótsins er efsti einstaklingur af gagnstæði kyni settur í 7. sæti þegar raðað er niður í úrslitaleikina.

Í 8. sæti er heimamaðurinn Mostafa Almousawi með 1335 seríu. (8. sætið er frátekið fyrir hæsta spilara frá Kuwait).

Efstu 48 sætin spila svo 5 og 6 nóvember. Sæti 17 – 48 spila 5 leiki (skor úr forkeppni fylgir ekki með) og fara 8 efstu úr þeim riðli áfram.
8 efstu úr þessum riðli ásamt sæti 9 – 16 spila svo 5 leiki. (skor úr fyrri leikjum fylgir ekki með). 8 efstu munu svo halda áfram og spila við þá sem eru í 1 – 8 sæti og þar er líka spilaðir aðrir 5 leikir (skor úr fyrri leikjum fylgir ekki með). Eftir þá leiki eru það efstu 5 sem að fara í svokallað stepladder úrslit þar sem að 5. sæti mætir 4. sæti í fyrsta leik. Sigurvegarinn mætir svo þeim sem að verður í 3 sæti o.s.fr. þangað til að verður komið í úrslitaleikinn.

Hægt er að fá upplýsingar um mótið hér 

Staða efstu 8 í mótinu:
1. Sam Cooley frá Ástralíu 1409
2. Arnar Davíð Jónsson frá Íslandi 1396
3. Michael Mak frá Hong Kong 1381
4. Thomas Larsen frá Danmörku 1375
5. Stuart Williams frá Englandi 
6.Nick Pate frá Bandaríkjunum 1364
7. Danielle McEwan frá Bandaríkjunum 1302 (Hæst Kvenna )
8. Mostafa Almousawi frá Kuwait 1335 (Hæstur frá Heimalandi)

 

 

 

7.umferð í deild

Merki Keilusambands Íslands

Í kvöld verður spiluð 7.umferð í 1 og 2 deild kvenna ásamt 3.deild karla
Þeir leikir sem að eru í kvöld eru allir spilaðir í sama olíuburði. Mercury og í  Great wall of china

 

Egilshöll

Great wall of china
13 – 14: KFR-Afturgöngurnar – KFR-Skutlurnar (1. deild kvenna, 7. umferð)
Mercury
15-16: KFR-Valkyrjur – ÍR-BK (1. deild kvenna, 7. umferð)
17-18: KFR-Ásynjur – ÍR-N (2. deild kvenna, 7. umferð)
19-20: KFR-Keilufélagar – ÍA-B (3. deild karla, 7. umferð)
21-22: ÍR-NAS – ÍR-Gaurar (3. deild karla, 7. umferð)


Á þriðjudag er svo spilað í 1 og 2 deild karla
Þeir leikir eru spilaðir í WTBA, Mercury,  Great wall of china

Egilshöll

Mercury,
9-10: ÍR-Broskarlar – ÍR-Blikk (2. deild karla, 7. umferð)
11-12: ÍR-Keila.is – ÍR-Naddóður (2. deild karla, 7. umferð)
13-14: KFR-Þröstur – ÍR-L (1. deild karla, 7. umferð)
15-16: ÍR-S – ÍR-KLS (1. deild karla, 7. umferð)

Great wall of china
17-18: ÍR-T – ÍR-A (2. deild karla, 7. umferð)
19-20: KFR-Grænu töffararnir – ÍR-Fagmaður (1. deild karla, 7. umferð)

WTBA
21-22: ÍR-PLS – KFR-Stormsveitin (1. deild karla, 7. umferð)

 

Á laugardagin eru svo 3 leikir á Akranesi.
Spilað er í :Mercury,
2.deild karla sem að spilar kl 12:30
3-4: Þór – KFR-JP-Kast (2. deild karla, 10. umferð)
2.deild kvenna sem að spilar kl 15:00 
3-4: ÍA-Meyjur – Þór-Þrumurnar (2. deild kvenna, 8. umferð)
3.deild karla sem að spilar kl 17:30
3-4: Þór-Víkingar – ÖSP-Goðar (3. deild karla, 9. umferð)

Sunnudag fara svo fram 3 leikir. 2 í Egilshöll og einn á Akranesi
og eru þeir leikir allir spilaðir í Mercury,

Egilshöll kl 10:00
19-20: ÍR-Naddóður – Þór (2. deild karla, 8. umferð)
21-22: ÍR-N – Þór-Þrumurnar (2. deild kvenna, 10. umferð)

Akranes kl 11:30
3-4: Þór-Víkingar – KFR-Keilufélagar (3. deild karla, 6. umferð)

 

 

 

 

 

 

 

Arnar Davíð efstur í Kuwait International!

Arnar Davíð Jónsson (KFR) spilaði frábærlega er hann tók forystu í forkeppni Kuwait International. 

Mótið er spilað með nýju skor fyrirkomulagi sem Heimssamband Keilunnar er að tala mikið fyrir. Skorfyrirkomulagið virkar þannig að fella gefur sjálfkrafa 30 stig og feykja gefur 10 stig + þann pinnafjölda sem er felldur í fyrra kasti. 

Arnar Davíð gerði sér lítið fyrir og henti í 279.2 meðaltal með leikjum:

288 255 289 288 276 1396 279.20

Þetta er vægast sagt frábær árangur og ætti að skila honum áfram í mótinu, bara spurning hversu langt þessi sería skilar honum beint inn í mótið, þar sem efstu 8 fara beint í 3. lotu í úrslitum. Þrátt fyrir að mótið sé einungis hálfnað þá ætti að vera erfitt að toppa þetta.

KLÍ mun færa ykkur fréttir af Arnari út mótið og hægt er að fylgjast með stöðunni í mótinu með því að smella hér!

Keilukrakkar á Junior Irish Open 2019

Nokkrir keilukrakkar lögðu land undir fór fyrir helgi og skelltu sér til Dublin til að taka þátt á Junior Irish Open 2019 en þetta er að verða að árvissum viðburði að fara á mótið og fer fjöldi þátttakenda frá Íslandi stækkandi með hverju ári. Á móti sem þessu öðlast krakkarnir mikla reynslu í keppnum, kynnast nýjum aðstæðum, því engir tveir keilusalir eru eins, fyrir utan ánægju og skemmtun við svona ferð. Hægt er að sjá stöður úr riðlum og aðrar upplýsingar á vef mótsins.

Í ár fóru krakkar frá ÍA og ÍR en þau eru (staðan þegar frétt er skrifuð):

ÍA

Hlynur Helgi Atlason – 21. sæti drengja undir 16 með 147,5 í meðaltal

Tómas Garðarsson – 21. sæti drengja undir 16 með 144,67 í meðaltal

ÍR

Adam Geir Baldursson – 27. sæti drengja undir 19 með 168,83 í meðaltal

Alexandra Kristjánsdóttir – 7. sæti stúlkna undir 16 með 171,67 í meðaltal

Guðbjörn Joshua Guðbjörnsson – 13. sæti drengja undir 16 með 168,17 í meðaltal

Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir – 5. sæti stúlkna undir 16 með 174,5 í meðaltal

Hinrik Óli Gunnarsson – 8. sæti drengja undir 16 með 191,67 í meðaltal

Hlynur Freyr Pétursson – 23. sæti drengja undir 19 með 174,33 í meðaltal

Hlynur Örn Ómarsson – 8. sæti ungmenna undir 24 með 207,5 í meðaltal

Sara Bryndís Sverrisdóttir – 3. sæti stúlkna undir 16 með 179,5 í meðaltal

Steindór Máni Björnsson – 14. sæti drengja undir 19 með 194,67 í meðaltal

Tristan Máni Nínuson – 7. sæti drengja undir 12 ára með 157,5 í meðaltal

Með í för eru svo foreldrar og aðstoðarfólk.

Á myndinni með frétt vantar ÍA drengina Hlyn og Tómas.

Arnar Davíð hársbreidd frá 800 í Kuwait International Open!

Arnar Davíð Jónsson (KFR) er staddur í Kuwait að keppa á Kuwait International Open og situr sem stendur í 26. sæti en 48 efstu eftir forkeppni fara áfram.

Mótið sem er hluti af WBT (Heimsmótaröðinni) og PBA International (hluti af PBA túrnum) er ekki mjög hefðbundið en spilaðir eru 5 leikir í forkeppni og geta þátttakendur spilað eins oft og þeir geta og telur besta serían. 

Arnar Davíð var hársbreidd frá því að ná 800 í fyrstu 3 leikjum sínum en hann spilaði 243-289-267 =799 einungis 1 pinna frá 800 seríu. Arnar endaði seríuna með 221 og 217 sem gerir 247.4  meðaltal og gríðarlega sterk byrjun hjá okkar manni. Mótið er mjög sterkt og skorið hátt en í efsta sæti sem stendur er atvinnumaðurinn ILDEMARO RUIZ sem er með 270.8 meðaltal í þessum 5 leikjum sínum. 

Það ber að taka fram að mótið er spilað samkvæmt nýja skor fyrirkomulaginu sem Heimssambandið talar fyrir.
Það virkar þannig að hver fella gefur 30 stig og hver feikja gefur 10 stig + þann pinnafjölda sem var felldur í fyrra kasti. 

Forkeppni lýkur 4. nóvember og spilast úrslitin yfir 5. og 6. nóvember.

KLÍ ætlar að fylgjast vel með Arnari Davíð í mótinu og færa ykkur fréttir af gengi hans í Kuwait. 

Annars er hægt að sjá stöðuna í mótinu með því að smella hér.