13 – 14.umferð í deild

Merki Keilusambands Íslands

14.umferð í 1 og 2 deild kvenna ásamt 3.deild karla fer fram í kvöld.
Allir þeir leikir sem að fara fram eru spilaðir í Mercury
9-10: ÍR-NAS – ÍR-Gaurar (3. deild karla 14)
11-12: ÍR-KK – ÍR-BK2 (2. deild kvenna 14)
13-14: KFR-Ásynjur – ÍR-N (2. deild kvenna 14)
15-16: ÍR-BK – KFR-Valkyrjur (1. deild kvenna 14)
17-18: KFR-Afturgöngurnar – KFR-Skutlurnar (1. deild kvenna 14)
19-20: ÍR-Elding – ÍR-TT (1. deild kvenna 14)
21-22: ÍR-SK – ÍR-Buff (1. deild kvenna 14)

Á Akranesi er einn leikur og er hann líka spilaður í Mercury
3-4: ÍA-B – KFR-Keilufélagar (3. deild karla 14)

 

Á þriðjudag er það svo 13.umferð hjá 1 og 2 deild karla. Þar er spilaði í Mercury og Great wall of china
Þeir leikir sem að eru spilaðir í Mercury eru:
7 – 8: ÍR-SK – ÍR-BK (1. deild kvenna 13)
9-10: ÍR-Broskarlar – ÍR-Naddóður (2. deild karla 13)
11 – 12: KFR-JP-Kast – ÍR-A (2. deild karla 13)
13-14: ÍR-Keila.is – ÍR-Blikk (2. deild karla 13)
15-16: KFR-Þröstur – ÍR-Fagmaður (1. deild karla 13)

Þeir leikir sem að eru spilaðir í Great wall of china eru:
17-18: ÍR-S – KFR-Stormsveitin (1. deild karla 13)
19-20: ÍR-L – KFR-Lærlingar (1. deild karla 13)
21-22: KR-A – ÍA-W (2. deild karla 13)

Á sunnudag er svo Early bird á RIG sem að byrjar kl 9:00
Hægt er að skrá sig í mótið HÉR,  Einungis komast 44 að í mótinu og er því um að gera að skrá sig strax

Irish Open 2020

Um helgina fer fram Irish open 2020
Þetta er í 32 skifti sem að Irish open er haldið og hefur það verið vinsælt meðal íslendinga að keppa á þessu móti. Irish open er partur af evrópu túrnum. Í ár eru það 6 íslendingar sem að eru að keppa á Iris open.
Eins og staðan er í dag þegar að 2 riðlar eru eftir að þá eru Hafþór Harðarson og Jón Ingi Ragnarsson komnir í gegnum fyrsta niðurskurð sem að er spilaður í kvöld. Bjarni Páll, Einar Már, Svavar Þór og Gústaf Smári eru svo að spila í dag í loka 2 riðlunum. 
Hægt er að nálgast beina útsendingu frá mótinu hér og til að sjá skor og fréttir úr mótinu er hægt að sjá hér

Keila á RIG 2020 hefst 26. janúar – Skráning hafin

Dagana 26. janúar til 2. febrúar verður keilan á Reykjavík International Games. Þetta er í 12. sinn sem keppni í keilu fer fram á Reykjavíkurleikunum en í alls 13. sinn sem þeir fara fram. Bein útsending verður frá úrslitum mótsins sunnudaginn 2. febrúar kl. 14:30 á aðalrás RÚV.

Erlendir keppendur

  • Danielle McEwan  – Bandaríkin
  • Daria Pajak – Pólland
  • Jesper Agerabo – Danmörk
  • Rikke Agerbo – Danmörk
  • Mattias Möller – Svíþjóð

Auk þeirra koma 16 Danir frá SAS Bowling Club, Arnar Davíð Jónsson og 6 sænskir liðsfélagar hans og Möllers frá Höganas Bowling Club mæta á svæðið sem og 4 Pólverjar með Dariu Pajak. Alls verða því hátt í 40 erlendir gestir hér á landi í tengslum við leikana.

Athygli er vakin á því að Early Bird riðillinn færist yfir á sunnudaginn 26. janúar.

Leikdagar eru sem hér segir – Athugið að hámarksfjöldi í riðil eru 44 keilarar:

26. janúar – Sunnudagur
kl. 09:00 – Early Bird

30. janúar – Fimmtudagur
kl. 10:00 – Riðill 1
kl. 14:00 – Riðill 2

30. janúar – Föstudagur
kl. 10:00 – Riðill 3
kl. 14:00 – Riðill 4

1. febrúar – Laugardagur
kl. 09:00 – Riðill 5

2. febrúar – Sunnudagur
kl. 09:00 – Final Step 1 – 4
kl. 14:30 – Úrslit í beinni á aðalrás RÚV

Ýmsar hagnýtar upplýsingar

  • Skráning fer fram á vefsíðu RIG Bowling
  • Sent verður út frá riðlunum á Fésbókarsíðu RIG Bowling
  • Sama keppnisfyrirkomulag verður á mótinu og í fyrra, sjá reglur mótsins á vefsíðu þess
  • Upplýsingasíða um Reykjavíkurleikana

Verð í riðlana:

  • Early Bird 6.000,-
  • Fyrsta gjald (entry) 10.000,-
  • Annað gjald (re-entry) 7.000,-
  • Turbó leikir 1.000,-

Allar nánari upplýsingar um mótið veitir mótsstjórn á info (@) rigbowling.is

13.umferð í deild

Merki Keilusambands Íslands

Í kvöld verður spiluð 13.umferð í 1 og 2 deild kvenna ásamt 3.deild karla
Þeir leikir sem að eru í kvöld eru allir spilaðir í sama olíuburði. Mercury  og Great wall of china

Þeir leikir sem að eru í kvöld eru:

15-16: ÍR-TT – KFR-Skutlurnar (1. deild kvenna 13) Great wall of china
17-18: ÍR-Píurnar – ÖSP-Gyðjur (2. deild kvenna 13) Mercury
19-20: KFR-Afturgöngurnar – ÍR-Buff (1. deild kvenna 13) Mercury
21-22: ÍR-Land – ÖSP-Goðar (3. deild karla 13) Mercury

3.leikjum sem að áttu af fara fram í kvöld hefur verið frestað.
Það eru leikir:
KFR-Ásynjur – ÍR-KK (2. deild kvenna 13)
ÍR-SK – ÍR-BK (1. deild kvenna 13)
ÍR-NAS – ÍA-B (3. deild karla 13)

Leikir sem fara fram á þriðjudag eru:

9-10: KFR-Valkyrjur – ÍR-Elding (1. deild kvenna 13) Mercury
11-12: ÍR-KLS – KFR-Þröstur (1. deild karla 12) Mercury
13-14: ÍR-A – KR-A (2. deild karla 12) Mercury
15-16: ÍR-Blikk – KFR-JP-Kast (2. deild karla 12) Mercury
17-18: KFR-Grænu töffararnir – ÍR-PLS (1. deild karla 12) WTBA
19-20: ÍR-Fagmaður – ÍR-L (1. deild karla 12) Great wall of china
21-22: ÍR-T – ÍR-Keila.is (2. deild karla 12) Great wall of china

 

 

Frábær árangur hjá Arnari Davíð í Brunswick Ballmaster!

Arnar Davíð Jónsson (Höganäs/KFR) endaði í 7-8. sæti í Brunswick Ballmaster Open. Mótið var haldið í 50. skipti og hefur það aldrei verið jafnstórt og í ár. Tæplega 700 keilarar tóku þátt í mótinu og mættu margir af bestu spilurum í heiminum í dag. 

Arnar Davíð skilaði frábæru skori í undankeppninni sem skilaði honum í úrslitaskref 2 þar sem hann spilaði sig áfram í skref 3 þar sem hann var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Arnar endaði í 7.-8. sæti í mótinu sem er frábær árangur í þessa gríðarlega sterka móti. Arnar fór ekki tómhentur heim því árangur hans skilaði honum ¢3.000 evrum í verðlaunafé. Þetta er góð byrjun á 2020 hjá okkar manni sem stefnir á að toppa metárið 2019. 

Fleiri Íslendingar tóku þátt í mótinu. Andrés Páll Júlísson, Einar Már Björnsson, Guðjón Júlíusson, Gunnar Þór Ásgeirsson, Gústaf Smári Björnsson og Marika Lönnroth (búsett á Íslandi). Engin þeirra fór áfram úr undankeppni mótsins.

4. umferð Meistarakeppni ungmenna

Í dag fór fram 4. umferðin í Meistarakeppni ungmenna 2019 – 2020. Alls kepptu 33 ungmenni. Best spilaði Jóhann Ársæll Atlason ÍA en hann lék leikina 6 með 201,5 í meðaltal. Best stúlkna spilaði Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR en hún keppir í 3. flokki stúlkna. Spilaði hún leikina 6 með 181,3 í meðaltal.

Úrslit urðu þessi:

1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 1999-2001) Félag 1 2 3 4 5 6 Samt. M.tl.
1 Jóhann Ársæll Atlason ÍA 206 184 230 195 226 168 1.209 201,5
2 Steindór Máni Björnsson ÍR 146 157 123 174 219 192 1.011 168,5
3 Erlingur Sigvaldason ÍR 133 138 179 154 158 151 913 152,2
                     
1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 1999-2001) Félag 1 2 3 4 5 6 Samt. M.tl.
1 Helga Ósk Freysdóttir KFR 172 174 141 173 195 169 1.024 170,7
2 Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir ÞÓR 167 154 140 154 185 165 965 160,8
                     
2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2002-2004) Félag 1 2 3 4 5 6 Samt. M.tl.
1 Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 151 144 203 163 198 169 1.028 171,3
2 Hlynur Freyr Pétursson ÍR 152 171 146 162 184 165 980 163,3
3 Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR 159 141 198 142 139 169 948 158,0
4 Hlynur Helgi Atlason KFA 162 136 156 205 123 158 940 156,7
5 Aron Hafþórsson ÍR 156 166 157 131 179 147 936 156,0
6 Adam Geir Baldursson ÍR 153 166 158 133 180 134 924 154,0
7 Ísak Birkir Sævarsson KFA 125 176 132 120 140 129 822 137,0
8 Alex Þór Einarsson KFA 144 117 99 117 95 135 707 117,8
                     
2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2002 -2004) Félag 1 2 3 4 5 6 Samt. M.tl.
1 Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 183 137 173 178 202 190 1.063 177,2
2 Sara Bryndís Heiðrúnardóttir ÍR 136 142 162 185 186 181 992 165,3
3 Eyrún Ingadóttir KFR 142 170 186 159 181 139 977 162,8
4 Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 132 169 161 139 160 140 901 150,2
                     
3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2005 -2007) Félag 1 2 3 4 5 6 Samt. M.tl.
1 Mikael Aron Vilhelmsson KFR 152 146 222 142 202 183 1.047 174,5
2 Tristan Máni Nínuson ÍR 177 129 162 157 154 152 931 155,2
3 Matthías Leó Sigurðsson KFA 139 145 177 150 157 149 917 152,8
4 Hrannar Þór Svansson KFR 113 144 196 147 118 167 885 147,5
5 Tómas Freyr Garðarsson KFA 123 156 110 139 131 165 824 137,3
6 Kristján Guðnason ÍR 95 128 137 128 109 119 716 119,3
7 Sindri Már Einarsson KFA 121 113 114 105 112 140 705 117,5
8 Kristinn Már Þorsteinsson ÍR 131 80 149 139 97 101 697 116,2
                     
3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2005 -2007) Félag 1 2 3 4 5 6 Samt. M.tl.
1 Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 234 133 157 188 200 176 1.088 181,3
2 Sóley Líf Konráðsdóttir KFA 151 146 113 125 147 168 850 141,7
3 Nína Rut Magnúsdóttir KFA 75 104 89 88 77 107 540 90,0
                     
4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2008 -2010) Félag 1 2 3 Samt. M.tl.      
1 Ísak Freyr Konráðsson KFA 120 101 102 323 107,7      
2 Viktor Snær Guðmundsson  ÍR 75 84 71 230 76,7      
                     
5. fl. pilta 5 – 8 ára (fæddir 2011-2015) Félag 1 2 3 Samt. M.tl.      
1 Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR 98 101 99 298 99,3      
2 Haukur Leó Ólafsson KFA 65 50 72 187 62,3      
                     
5. fl. stúlkna 5 – 8 ára (fæddar 2011-2015) Félag 1 2 3 Samt. M.tl.      
1 Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 84 79 98 261 87,0      

 

Breyting á stjórn Keilusambandsins

Merki Keilusambands Íslands

S. Unnur Vilhjálmsdóttir hefur sagt sig frá stjórnarstörfum og tekur afsögnin þegar gildi. Unnur hefur þó orðið við beiðni stjórnar að sinna gjaldkerastörfum fram að þingi í vor. Sem og mun hennar fyrirtæki halda áfram að sjá um bókhald sambandsins.

Stefán Claessen, kjörinn varamaður, tekur sæti hennar í stjórn.

Stjórn KLÍ vill koma á framfæri innilegum þökkum til Unnar fyrir hennar störf í keilunni á undanförnum árum. Þau verða seint metin til fulls.

Arnar Davíð í 5. sæti í kjöri Íþróttamanni ársins!

Arnar Davíð Jónsson (KFR, Höganäs) endaði í 5. sæti í kjöri Íþróttamanns ársins sem fer fram árlega í beinni útsendingu á RÚV. Eru það samtök íþróttafréttamanna á Íslandi sem kjósa.

Hérna er lokaniðurstaðan í kosningunni:
1. Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingar – 378
2. Martin Hermannsson, körfubolti – 335
3. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 289
4. Anton Sveinn McKee, sund – 244
5. Arnar Davíð Jónsson, keila – 218
6. Aron Pálmarsson, handbolti – 158
7. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir – 98
8. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 61
9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 55
10. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 53

Keilusamband Íslands óskar Arnari til hamingju með þennan frábæra árangur.

Arnar Davíð Jónsson er meðal 10 efstu íþróttamanna ársins

Samtök íþróttafréttamanna birta í dag lista sinn í kjöri Íþróttamann ársins 2019. Arnar Davíð Jónsson er fyrstur íslenskra keilara til að komast á topp 10 listann. Laugardaginn 28. desember verður kunngjört hver er Íþróttamaður ársins en athöfnin verður í beinni útsendingu á RÚV. Arnar Davíð mun verða viðstaddur þá athöfn.

Keilusamband Íslands er afar stolt af árangri Arnars og óskar honum til hamingju með árangur ársins. Arnar hefur sannarlega beint kastljósi landans að keilu sem íþrótt.

Á Gamlársdag verður að vanda Kampavínsmót KFR. Í upphafi móts ætlar stjórn Keilusambandsins að veita Arnari viðurkenningu fyrir árangur hans á árinu sem er að líða. Við hvetjum keilara til að fjölmenna í mótið en í það minnsta láta sjá sig upp í Keiluhöllinni og heiðra Arnar með okkur.

Sjá má lista 10 efstu íþróttamanna ársins 2019 hér.

Arnar Davíð Jónsson fékk viðurkenningu ÍBR fyrir árangur á árinu

Í gær bauð Borgarstjórinn í Reykjavík íþróttafólki til samsætis í Tjarnarsal ráðhússins þar sem einstaklingar og lið voru verðlaunuð af Íþróttabandalagi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi árangur á árinu. Arnar Davíð Jónsson Keilufélagi Reykjavíkur fékk viðurkenningu fyrir frábært tímabil en eins og öllum er kunnugt sigraði hann Evróputúrinn í ár. Auk hans fengur Íslandsmeistarar liða ÍR PLS og ÍR TT viðurkenningu sem og Bikarbeistarar liða KFR Grænu töffararnir og KFR Valkyrjur.

Var það síðan Júlían Jóhann Karl Jóhannsson kraftlyftingamaður sem var valinn íþróttakarl Reykjavíkur 2019 en Arnar Davíð kom þar sterklega til greina.

Nánar má sjá hverjir hlutu viðurkenningar á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur.