Skip to content

Forkeppni lokið á Kuwait International 2019

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í morgun kláraðist forkeppni á Kuwait International 2019 lokamóti Heimstúrsins í keilu.

Í 1. sæti eftir forkeppnina er Sam Cooley frá Ástralíu sem spilaði 1409 seríu eða 281,8 í meðaltal. Sam byrjaði 15. riðil á að spila 300 leik samkvæmt nýju skor fyrirkomulagi sem Heimssamband Keilunnar er að prófa um þessar mundir. Skorfyrirkomulagið virkar þannig að fella gefur sjálfkrafa 30 stig og feykja gefur 10 stig + þann pinnafjölda sem er felldur í fyrra kasti. Næstu leikir hans voru svo 289, 276, 278 og loks 266 en með þessum leikjum varð hann fyrsti keppandinn til að spila yfir 1400 seríu í 5 leikjum í þessu nýja skorkerfi.

Arnar Davíð Jónsson (KFR) er í 2. sæti eftir að hafa sigrað 12. riðilinn með 1396 eða 279,2 í meðaltal með leiki upp á 288, 255, 289, 288 og 276. Arnar Davíð tekur þátt í þessu móti því í lok þess mun hann taka þátt í úrslitakeppni Heimstúrsins sem fer fram að loknu þessu móti, sjá frétt.

Í 3. sæti er síðan Michael Mak frá Hong Kong sem sigraði 22. riðil með 1381 eða 276,2 í meðaltal með leiki upp á 278, 279, 268, 289 og 267.

Í 4. sæti er Thomas Larsen frá Danmörku. Náði hann að vinna 14. riðil með 1375 eða 275 í meðaltal. Með leiki upp á 276, 277, 287, 256 og 279.

Ildemaro Ruiz frá Venesúela féll úr 1. sæti niður í 10. sæti með 1354 seríu.

Danielle McEwan frá Bandaríkjunum, sem var hér hjá á landi á RIG19, er efst kvenna með 1302 seríu. Samkvæmt reglum mótsins er efsti einstaklingur af gagnstæði kyni settur í 7. sæti þegar raðað er niður í úrslitaleikina.

Í 8. sæti er heimamaðurinn Mostafa Almousawi með 1335 seríu. (8. sætið er frátekið fyrir hæsta spilara frá Kuwait).

Efstu 48 sætin spila svo 5 og 6 nóvember. Sæti 17 – 48 spila 5 leiki (skor úr forkeppni fylgir ekki með) og fara 8 efstu úr þeim riðli áfram.
8 efstu úr þessum riðli ásamt sæti 9 – 16 spila svo 5 leiki. (skor úr fyrri leikjum fylgir ekki með). 8 efstu munu svo halda áfram og spila við þá sem eru í 1 – 8 sæti og þar er líka spilaðir aðrir 5 leikir (skor úr fyrri leikjum fylgir ekki með). Eftir þá leiki eru það efstu 5 sem að fara í svokallað stepladder úrslit þar sem að 5. sæti mætir 4. sæti í fyrsta leik. Sigurvegarinn mætir svo þeim sem að verður í 3 sæti o.s.fr. þangað til að verður komið í úrslitaleikinn.

Hægt er að fá upplýsingar um mótið hér 

Staða efstu 8 í mótinu:
1. Sam Cooley frá Ástralíu 1409
2. Arnar Davíð Jónsson frá Íslandi 1396
3. Michael Mak frá Hong Kong 1381
4. Thomas Larsen frá Danmörku 1375
5. Stuart Williams frá Englandi 
6.Nick Pate frá Bandaríkjunum 1364
7. Danielle McEwan frá Bandaríkjunum 1302 (Hæst Kvenna )
8. Mostafa Almousawi frá Kuwait 1335 (Hæstur frá Heimalandi)

 

 

 

Nýjustu fréttirnar