Keilukrakkar á Junior Irish Open 2019

Facebook
Twitter

Nokkrir keilukrakkar lögðu land undir fór fyrir helgi og skelltu sér til Dublin til að taka þátt á Junior Irish Open 2019 en þetta er að verða að árvissum viðburði að fara á mótið og fer fjöldi þátttakenda frá Íslandi stækkandi með hverju ári. Á móti sem þessu öðlast krakkarnir mikla reynslu í keppnum, kynnast nýjum aðstæðum, því engir tveir keilusalir eru eins, fyrir utan ánægju og skemmtun við svona ferð. Hægt er að sjá stöður úr riðlum og aðrar upplýsingar á vef mótsins.

Í ár fóru krakkar frá ÍA og ÍR en þau eru (staðan þegar frétt er skrifuð):

ÍA

Hlynur Helgi Atlason – 21. sæti drengja undir 16 með 147,5 í meðaltal

Tómas Garðarsson – 21. sæti drengja undir 16 með 144,67 í meðaltal

ÍR

Adam Geir Baldursson – 27. sæti drengja undir 19 með 168,83 í meðaltal

Alexandra Kristjánsdóttir – 7. sæti stúlkna undir 16 með 171,67 í meðaltal

Guðbjörn Joshua Guðbjörnsson – 13. sæti drengja undir 16 með 168,17 í meðaltal

Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir – 5. sæti stúlkna undir 16 með 174,5 í meðaltal

Hinrik Óli Gunnarsson – 8. sæti drengja undir 16 með 191,67 í meðaltal

Hlynur Freyr Pétursson – 23. sæti drengja undir 19 með 174,33 í meðaltal

Hlynur Örn Ómarsson – 8. sæti ungmenna undir 24 með 207,5 í meðaltal

Sara Bryndís Sverrisdóttir – 3. sæti stúlkna undir 16 með 179,5 í meðaltal

Steindór Máni Björnsson – 14. sæti drengja undir 19 með 194,67 í meðaltal

Tristan Máni Nínuson – 7. sæti drengja undir 12 ára með 157,5 í meðaltal

Með í för eru svo foreldrar og aðstoðarfólk.

Á myndinni með frétt vantar ÍA drengina Hlyn og Tómas.

Nýjustu fréttirnar