Skip to content

Arnar Davíð í 2. sæti úrslita á Heimstúrnum – Endurtekið efni

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Nú rétt í þessu lauk keppni í úrslitum Heimstúrsins í keilu 2019 en þar átti Arnar Davíð Jónsson KFR boð um þátttöku sem efsti maður á Evrópulistanum í dag. Í morgun var spiluð forkeppni þeirra 6 sem kepptu til úrslita og náði Arnar Davíð 2. sætinu á eftir Englendingnum Dominic Barrett en þeir áttust við í úrslitum Kuwait Open 2019 í gær sem Barrett vann með einum pinna. Arnar lék fyrst við Sean Rash frá Bandaríkjunum sem varð í 3. sætinu en Rash á fjölmarga PBA titla í safni sínu. Arnar sigraði þann leik örugglega með 289 pinnum gegn 223.

Það var því komið að þeim félögum Arnari og Barrett að mætast aftur í úrslitum í dag. Arnar byrjaði mjög vel í úrslitaleiknum og felldi út í 5. ramma. Þá fór þó aðeins að síga á ógæfuhliðina hjá honum og Barrett seig framúr og hafði sigur að lokum með 276 pinnum gegn 232 og er Barrett því World Bowling Tour meistari 2019.

Þessi árangur Arnars er þó mikill að ná 2. sætinu bæði í Kuwait open og svo 2. sætinu í úrslitum Heimstúrsins. Arnar heldur strax í fyrramálið til Álaborgar í Danmörku þar sem fram fer síðasta mótið á Evróputúrnum í ár. Þar freistar Arnar þar þess að halda efsta sætinu á Evrópulistanum og verða þar með fyrsti íslenski keilarinn til að sigra Evrópumótaröð í keilu og er leitun að öðrum einstaklingum hér á landi sem hafa náð viðlíka árangri í sinni íþróttagrein í Evrópu.

Fréttir frá Álaborg koma inn á vef KLÍ um leið og þær berast.

Nýjustu fréttirnar