Skip to content

Arnar Davíð efstur í Kuwait International!

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Arnar Davíð Jónsson (KFR) spilaði frábærlega er hann tók forystu í forkeppni Kuwait International. 

Mótið er spilað með nýju skor fyrirkomulagi sem Heimssamband Keilunnar er að tala mikið fyrir. Skorfyrirkomulagið virkar þannig að fella gefur sjálfkrafa 30 stig og feykja gefur 10 stig + þann pinnafjölda sem er felldur í fyrra kasti. 

Arnar Davíð gerði sér lítið fyrir og henti í 279.2 meðaltal með leikjum:

288 255 289 288 276 1396 279.20

Þetta er vægast sagt frábær árangur og ætti að skila honum áfram í mótinu, bara spurning hversu langt þessi sería skilar honum beint inn í mótið, þar sem efstu 8 fara beint í 3. lotu í úrslitum. Þrátt fyrir að mótið sé einungis hálfnað þá ætti að vera erfitt að toppa þetta.

KLÍ mun færa ykkur fréttir af Arnari út mótið og hægt er að fylgjast með stöðunni í mótinu með því að smella hér!

Nýjustu fréttirnar