Norðurlandamót ungmenna U23 haldið á Íslandi

Facebook
Twitter

Í komandi viku, dagana 13. til 16. nóvember, verður Norðurlandamót ungmenna U23 haldið hér á landi. Keppt er að vanda í Keiluhöllinni Egilshöll. Til leiks mæta landslið Finna, Norðmanna og Svía og keppa hér ásamt íslenska ungmennalandsliðinu. Keppt verður í einstaklingskeppni, tvímenningi og liðakeppni auk þess sem keppni 8 meðaltalsefstu keppenda í pilta og stúlknaflokki fer fram í lok móts laugardaginn 16. nóvember.

Norðurlandamót ungmenna eru haldin annað hvert ár og skiptast þjóðirnar á að halda mótið en síðast var það hér 2011. Nokkrir virkilega áhugaverðir keppendur koma á mótið og má þar helst nefna Svíann William Svensson en hann vann Masters keppnina á Evrópumóti karlalandsliða sem fram fór í Munchen í júní í ár.

Landslið Íslands að þessu sinni skipa þau:

Piltar

  • Alexander Halldórsson KFR
  • Aron Fannar Benteinsson KFR
  • Hlynur Örn Ómarsson ÍR
  • Jóhann Ársæll Atlason ÍA

Stúlkur

  • Eyrún Ingadóttir KFR
  • Guðbjörg Sigurðardóttir Þór
  • Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
  • Jóhanna Guðjónsdóttir ÍR

Þjálfari er Guðmundur Sigurðsson ÍA. Aðstoðarmenn eru Jónína Magnúsdóttir ÍA og Skúli Freyr Sigurðsson KFR.

Opnuð hefur verið vefsíða fyrir mótið sem er www.nyc2019.is þar sem sjá má allar upplýsingar um mótið svo sem dagskrá þess og fleira. Stefnt er að því að streyma frá mótinu á Fésbókarsíðu Keilusambandsins.

Mynd með frétt er af unglingalandsliði Íslands sem keppti á EM 2017.

Nýjustu fréttirnar