Arnar Davíð spilar um PBA titil í Kuwait International!

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson (KFR) var rétt í þessu að tryggja sér efsta sætið fyrir úrslitin í Kúveit. Arnar spilaði hreint útsagt frábærlega í morgun og skilaði leikjum uppá: 246 – 279 – 279 – 278 – 278 = 272 meðaltal.

Mótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í keilu og einnig hluti af atvinnumannamótaröðinni í Bandaríkjunum (Professional Bowler’s Association) og gefur mótið þar afleiðandi PBA titil.

16 manns spiluðu í 3. umferð úrslita 5 leiki og fóru 5 efstu áfram í úrslit sem verður sjónvarpað kl 13:00 (íslenskum tíma). Er spilað eftir svokölluðu Step-Ladder fyrirkomulagi þar sem 5. sæti spilar við 4. sæti, sigurvegarinn þar spilar við 3. sætið og svo koll af kolli. Sem þýðir að okkar maður mun spila um PBA titil og er búinn að tryggja sér $25,000 (3,1 milljón ISK)  í verðlaunafé en með sigri fær hann $50,000 (6,2 milljón ISK) og PBA titil.

Arnar er svo sannarlega að brjóta blað í íslenskri keilusögu en hægt verður fá vefslóð til að fylgjast með úrslitunum á Fésbókar síðu Keilusambands Íslands.

 

Nýjustu fréttirnar