Evróputúrinn í keilu 2006

Síðasta mót ársins á Evróputúrnum sem fór fram í Kungsbacka í Svíþjóð lauk um helgina. Sigurvegari á mótinu var Finninn Osku Palermaa, nýrkrýndur AMF World Cup sigurvegari, en hann lagði meðal annarra Hafþór Harðarson KFR-Lærlingum á leið sinni í úrslitin. Mjög hátt skor var í mótinu og þurfti m.a. að spila 1360 til að ná áfram  inn í úrslitakeppnina, auk þess sem spilaðir voru fjórir 300 leikir og fjöldi mjög hárra leikja.

Hafþór spilaði 1365 í sinni bestu seríu í forkeppninni og varð með því 22. keppandi inn í úrslitakeppnina, þar sem hann eins og áður segir, varð að lúta lægri hlut fyrir Osku Palermaa. En engu að síður frábær árangur hjá Hafþóri. Aðrir fulltrúar Íslands í keppninni voru þau Hörður Ingi Jóhannsson ÍR-PLS, Stefán Claessen ÍR-KLS og Alda Harðardóttir Team X-Calibur, auk þess sem Robert Anderson spilaði að sjálfssögðu í mótinu. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Valgeir Guðbjartsson formaður KLÍ var eftirlitsdómari og fulltrúi Evrópusambandsins á staðnum og fékk hann þá ánægjulega hlutverk í mótslok kynna sigurvegarana á Evróputúrnum og veita þeim viðurkenningar, auk þess að tilkynna hvaða keilarar hefðu áunnið sér rétt til þátttöku á World Ranking Masters mótinu sem fram fer í Doha í Quatar 30.04 – 06.05.2007.

Þeir keilarar sem áunnu sér rétt að keppa á World Ranking Masters eru eftirtaldir:
Konur:
Britt Bröndsted, Danmörk
Zara Glover, England
Nina Flack, Svíþjóð
Isabelle Saldjian, Frakkland
Helén Johnsson, Svíþjóð
Anna Mattsson-Baard, Svíþjóð
Patricia Schwarz, Þýskaland
Ivonne Gross, Austurríki

Karlar:
Paul Moor, England
Osku Palerma, Finnland
Peter Ljung, Svíþjóð
Stuart Williams, England
Martin Larsen, Svíþjóð
Thomas Gross, Austurríki
Jason Belmonte, Ástralíu
Kai Virtanen, Finnlandi.

Sjá nánar á heimasíðu ETBF

Námskeið hjá Robert Anderson

Keiludeild ÍR stendur fyrir kennslu í keilu í næstu viku. Kennari verður Svíinn Robert Anderson sem er meðal bestu keilara í Evrópu í dag og er núverandi heimsmeistari í tvímenningi. Kennslan verður fimmtudaginn 28. desember og hver kennslustund er 80 mínútur og hægt er að velja um eftirtalda tíma: kl. 13:00 – 14:20, 14:30 – 15:50, 18:30 – 19:50 og 20:00 – 21:20. Verð er kr. 2.000 á mann og komast hámark 8 manns að í hvern tíma. Skráning fer fram hjá Þórarni Þorbjörnssyni í síma 820 6404. Sjá nánar í auglýsingu

Opna Reykjavíkurmót unglinga 2006

Opna Reykjavíkurmót unglinga 2006 verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. desember n.k. og hefst keppni kl. 16:00 báða dagana. Mótið er fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 11 – 18 ára og er frítt fyrir unglinga sem skráð eru í keilufélögin í Reykjavík en gestir greiða þátttökugjald. Skráning fer fram hjá Dóru í síma 661 9585 eða á netfangið [email protected] og lýkur skráningu laugardaginn 23. desember kl. 18:00. Sjá nánar í auglýsingu

Bikarkeppni liða 2006-2007

Dregið var í 16 liða úrslit karla í Bikarkeppni KLÍ þriðjudagskvöldið 12. desember. 

Tilkynnt verður hvenær verður spilað þegar búið er að semja við salina.

Eftirtalin lið drógust saman:

 

 

Heimalið

 

 

 

 

 

Gestir

Leikstaður

Brautir

KFK-Keila.is

KR-B

Keiluhöllin Öskjuhlíð

1 – 2

ÍR-P

KFR-Lærlingar

Keiluhöllin Öskjuhlíð

3 – 4

ÍR-Línur

KFR-JP-Kast

Keiluhöllin Öskjuhlíð

5 – 6

ÍR-NAS

KFR-Stormsveitin

Keiluhöllin Öskjuhlíð

7 – 8

KR-C

KR-A

Keiluhöllin Öskjuhlíð

9 – 10

KFK-Keiluvinir

ÍR-KLS

Keiluhöllin Öskjuhlíð

11 – 12

ÍR-L

ÍR-PLS

Keiluhöllin Öskjuhlíð

13 – 14

KFA-ÍA

ÍR-A

Keilusalurinn Akranesi

2 – 3

Deildarbikar liða 2006-2007, 2. umferð

2. umferð deildarbikarsins fór fram þriðjudaginn 12. desember. Í a-riðli unnu ÍR-PLS alla sína leiki, og voru jafnframt með hæsta skor kvöldsins, 1655. Róbert Dan Sigurðsson spilaði 847. ÍR-a og KFK-Keiluvinir unnu 4 stig, en ÍR-TT og ÍR-P 2 stig. Staðan í riðlinum er því þannig að ÍR-PLS eru efstir með 14 stig, ÍR-a 10, KFK-Keiluvinir 6, ÍR-P 6 og ÍR-TT 4 stig.

Í b-riðli tóku ÍR-KLS og KR b 6 stig, KR c 4 stig, en ÍR-L og ÍR-BK 2 stig. Staðan í b-riðli er þannig að efstir eru KR b með 12 stig, ÍR-KLS 10, ÍR-L 10, KR c 6 og ÍR-BK með 2 stig.

Utandeildin 2006 – 2007

Þriðja umferð Utandeildar KLÍ hófst s.l. fimmtudag með keppni í Riðli 1. Mikil spenna er komin í riðilinn en 4 stig skilja að liðin í 1. – 5. sæti. Álftanes og nágrenni, meistararnir frá fyrra ári, fengu fullt hús stiga í þessari umferð eða 6 stig og Sirrý Hrönn Haraldsdóttir leikmaður liðsins spilaði 769 með forgjöf eða 256 að meðaltali.

Flytjandi leiðir nú í Riðli 1 með 14 stig, Eggert er í 2. sæti með 12 stig, Mammút er í 3. sæti einnig með 12 stig, RB er í 4. sæti með 12 stig og Álftanes og nágrenni sem er á hraðri uppleið er komið í 5. sæti með 10 stig.

Keppni í þriðju umferð í Riðli 2 fer fram fimmtudaginn 14. desember. Sjá nánar um stöðuna í deildinni, úrslit, skor og dagskrá næstu umferðar á keila.is og heimasíðu KLÍ

Íslandsmetin og deildarmetin féllu

Í gærkvöldi fór fram 10. umferð í 1. deild kvenna og áttust meðal annars við toppliðin ÍR-TT og KFR-Valkyrjur. Skemmst er frá því að segja að KFR-Valkyrjur áttu stórleik vetrarins og féllu bæði Íslandsmet og deildarmet. Viðsnúningur varð því á úrslitum úr fyrstu umferðinni og liðin höfðu sætaskipti á toppnum. Úrslitin úr leikjum kvöldsins voru: KFR-Skutlurnar – KFR-Afturgöngurnar 3 – 17, ÍR-KK – ÍR-BK 10 – 10, KFR-Valkyrjur – ÍR-TT 14 – 6. KFA-ÍA sátu hjá.

 Hæstu seríur kvöldsins áttu þær: Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR-Valkyrjur 643 (244-247-152), Sigfríður Sigurðardóttir KFR-Valkyrjur 639 (247-201-191) og Ragna Matthíasdóttir KFR-Afturgöngurnar 567 (184-180-203). Með þessari spilamennsku setti Magna Ýr glæsilegt Íslandsmet í tveimur leikjum 491 og í þremur leikjum 643 í hennar aldursflokki. Óskum við Mögnu Ýr til hamingju með það. Hæsta leik einstaklings 247 spilaði Sigfríður Sigurðardóttir KFR-Valkyrjum í fyrsta leik, en Magna Ýr liðsfélagi hennar jafnaði það í öðrum leik og deila þær því hæsta leiknum í deildinni í vetur. KFR-Valkyrjur settu einnig met þegar þær spiluðu hæstu seríu liðs 2.241, sem er jafnframt hæsta sería vetrarins til þessa, hæsta leik liðs 820 sem einnig er nýtt met í deildinni vetur.

Staðan að loknum 10 umferðum af 21 er nú þessi:
1.   KFR-Valkyrjur 144 stig
2.   ÍR-TT 140 stig
3.   KFR-Afturgöngurnar 117,5 stig
4.   KFR-Skutlurnar 72 stig
5.   ÍR-BK 50,5 stig
6.   ÍR-KK 43 stig
7.   KFA-ÍA  33 stig

Sjá stöðuna í deildinni

11. umferð í 1. deild kvenna fer fram mánudaginn 15. janúar, en þar mætast ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar, KFR-Skutlurnar og ÍR-KK, KFR-Valkyrjur og KFA-ÍA, en ÍR-TT sitja hjá.

Jólamót Samkaupa og Nettó 2006

Góð þátttaka var í Jólamóti Samkaupa og NETTÓ sem fram fór um helgina. Alls tóku þátt í mótinu 54 keppendur sem spiluðu samtals 62 seríur. Hæstu seríuna í mótinu átti Jón Ingi Ragnarsson 655.  Keiludeild ÍR vill þakka stuðningsaðilum vegna mótsins, en það voru : Nettó í Mjódd, Þín verslun í Breiðholti, Sena hf., Búr. hf og T.G.I. Friday’s. Einnig þakkar keiludeild ÍR keppendum fyrir skemmtilegt mót. Ósóttir miðar komu á happdrættisnúmer 137 seðlaveski, 107 lyklakippa og 310 íþróttataska. Vinningshafar geta haft samband við Þórarin Má Þorbjörnsson [email protected] Sjá úrslit

Róbert Dan Sigurðsson ÍR sigraði í * flokki með 649, Andrés Páll Júlíusson KR var í 2. sæti með 629 og Sigfríður Sigurðardóttir KFR varð í 3. sæti með 600 sléttar. Í A flokki sigraði Jón Ingi Ragnarsson KFR með 655, Ásgrímur Helgi Einarsson KFK varð í 2. sæti með 626 og Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR varð í 3. sæti með 621. Í B flokki sigraði Sigurður Þorsteinsson KFA með 601, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR varð í 2. sæti með 539 og Sigríður Klemensdóttir ÍR varð í 3. sæti með 531. Karen Rut Sigurðardóttir ÍR sigraði í B flokki með 544, í 2. sæti varð Baldur Bjartmarsson ÍR einnig með 544, en lægsta síðasta leik og í 3. sæti með 498 varð Haukur E. Benediktsson ÍR. Í C flokki sigraði Magnús Geir Jensson ÍR með 499, í 2. sæti varð Guðrún Arnarsdóttir KFR og í 3. sæti varð Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson ÍR með 443. Sjá nánar

Jólamót Nettó 2006

Fyrri keppnisdegi í Jólamóti Nettó lauk í dag, en mótinu lýkur á morgun, sunnudaginn 10. desember. Ennþá eru laus nokkur pláss í fyrri riðilinn kl. 9:00, en fullt er kl. 10:30. Sjá nánar í auglýsingu

Staðan að loknum fyrri keppnisdegi er þannig að Róbert Dan Sigurðsson ÍR er efstur í * flokki með 649, Andrés Páll Júlíusson KR er í 2. sæti með 629 og Sigfríður Sigurðardóttir KFR er í 3. sæti með 600 sléttar. Í A flokki er Sigurvin Hreinsson ÍR efstur með 619, Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR er í 2. sæti með 596 og Bragi Már Bragason KR er í 3. sæti með 591. Í B flokki er Sigurður Þorsteinsson KFA efstur með 601, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR er í 2. sæti með 539 og Sigríður Klemensdóttir ÍR er í 3. sæti með 531. Karen Rut Sigurðardóttir ÍR er efst í B flokki með 544, Haukur E. Benediktsson ÍR er í 2. sæti með 498 og Anna Soffía Guðmundsdóttir KFR er í 3. sæti með 488. Í C flokki er Magnús Geir Jensson ÍR efstur með 470, Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson ÍR er í 2. sæti með 443 og Helgi Sigurgeirsson KFK er í 3. sæti með 430. Sjá nánar