Utandeildin 2006 – 2007

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þriðja umferð Utandeildar KLÍ hófst s.l. fimmtudag með keppni í Riðli 1. Mikil spenna er komin í riðilinn en 4 stig skilja að liðin í 1. – 5. sæti. Álftanes og nágrenni, meistararnir frá fyrra ári, fengu fullt hús stiga í þessari umferð eða 6 stig og Sirrý Hrönn Haraldsdóttir leikmaður liðsins spilaði 769 með forgjöf eða 256 að meðaltali.

Flytjandi leiðir nú í Riðli 1 með 14 stig, Eggert er í 2. sæti með 12 stig, Mammút er í 3. sæti einnig með 12 stig, RB er í 4. sæti með 12 stig og Álftanes og nágrenni sem er á hraðri uppleið er komið í 5. sæti með 10 stig.

Keppni í þriðju umferð í Riðli 2 fer fram fimmtudaginn 14. desember. Sjá nánar um stöðuna í deildinni, úrslit, skor og dagskrá næstu umferðar á keila.is og heimasíðu KLÍ

Nýjustu fréttirnar