Námskeið hjá Robert Anderson

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keiludeild ÍR stendur fyrir kennslu í keilu í næstu viku. Kennari verður Svíinn Robert Anderson sem er meðal bestu keilara í Evrópu í dag og er núverandi heimsmeistari í tvímenningi. Kennslan verður fimmtudaginn 28. desember og hver kennslustund er 80 mínútur og hægt er að velja um eftirtalda tíma: kl. 13:00 – 14:20, 14:30 – 15:50, 18:30 – 19:50 og 20:00 – 21:20. Verð er kr. 2.000 á mann og komast hámark 8 manns að í hvern tíma. Skráning fer fram hjá Þórarni Þorbjörnssyni í síma 820 6404. Sjá nánar í auglýsingu

Nýjustu fréttirnar