Deildarbikar liða 2006-2007, 2. umferð

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

2. umferð deildarbikarsins fór fram þriðjudaginn 12. desember. Í a-riðli unnu ÍR-PLS alla sína leiki, og voru jafnframt með hæsta skor kvöldsins, 1655. Róbert Dan Sigurðsson spilaði 847. ÍR-a og KFK-Keiluvinir unnu 4 stig, en ÍR-TT og ÍR-P 2 stig. Staðan í riðlinum er því þannig að ÍR-PLS eru efstir með 14 stig, ÍR-a 10, KFK-Keiluvinir 6, ÍR-P 6 og ÍR-TT 4 stig.

Í b-riðli tóku ÍR-KLS og KR b 6 stig, KR c 4 stig, en ÍR-L og ÍR-BK 2 stig. Staðan í b-riðli er þannig að efstir eru KR b með 12 stig, ÍR-KLS 10, ÍR-L 10, KR c 6 og ÍR-BK með 2 stig.

Nýjustu fréttirnar