Íslandsmetin og deildarmetin féllu

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi fór fram 10. umferð í 1. deild kvenna og áttust meðal annars við toppliðin ÍR-TT og KFR-Valkyrjur. Skemmst er frá því að segja að KFR-Valkyrjur áttu stórleik vetrarins og féllu bæði Íslandsmet og deildarmet. Viðsnúningur varð því á úrslitum úr fyrstu umferðinni og liðin höfðu sætaskipti á toppnum. Úrslitin úr leikjum kvöldsins voru: KFR-Skutlurnar – KFR-Afturgöngurnar 3 – 17, ÍR-KK – ÍR-BK 10 – 10, KFR-Valkyrjur – ÍR-TT 14 – 6. KFA-ÍA sátu hjá.

 Hæstu seríur kvöldsins áttu þær: Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR-Valkyrjur 643 (244-247-152), Sigfríður Sigurðardóttir KFR-Valkyrjur 639 (247-201-191) og Ragna Matthíasdóttir KFR-Afturgöngurnar 567 (184-180-203). Með þessari spilamennsku setti Magna Ýr glæsilegt Íslandsmet í tveimur leikjum 491 og í þremur leikjum 643 í hennar aldursflokki. Óskum við Mögnu Ýr til hamingju með það. Hæsta leik einstaklings 247 spilaði Sigfríður Sigurðardóttir KFR-Valkyrjum í fyrsta leik, en Magna Ýr liðsfélagi hennar jafnaði það í öðrum leik og deila þær því hæsta leiknum í deildinni í vetur. KFR-Valkyrjur settu einnig met þegar þær spiluðu hæstu seríu liðs 2.241, sem er jafnframt hæsta sería vetrarins til þessa, hæsta leik liðs 820 sem einnig er nýtt met í deildinni vetur.

Staðan að loknum 10 umferðum af 21 er nú þessi:
1.   KFR-Valkyrjur 144 stig
2.   ÍR-TT 140 stig
3.   KFR-Afturgöngurnar 117,5 stig
4.   KFR-Skutlurnar 72 stig
5.   ÍR-BK 50,5 stig
6.   ÍR-KK 43 stig
7.   KFA-ÍA  33 stig

Sjá stöðuna í deildinni

11. umferð í 1. deild kvenna fer fram mánudaginn 15. janúar, en þar mætast ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar, KFR-Skutlurnar og ÍR-KK, KFR-Valkyrjur og KFA-ÍA, en ÍR-TT sitja hjá.

Nýjustu fréttirnar