Evróputúrinn í keilu 2006

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Síðasta mót ársins á Evróputúrnum sem fór fram í Kungsbacka í Svíþjóð lauk um helgina. Sigurvegari á mótinu var Finninn Osku Palermaa, nýrkrýndur AMF World Cup sigurvegari, en hann lagði meðal annarra Hafþór Harðarson KFR-Lærlingum á leið sinni í úrslitin. Mjög hátt skor var í mótinu og þurfti m.a. að spila 1360 til að ná áfram  inn í úrslitakeppnina, auk þess sem spilaðir voru fjórir 300 leikir og fjöldi mjög hárra leikja.

Hafþór spilaði 1365 í sinni bestu seríu í forkeppninni og varð með því 22. keppandi inn í úrslitakeppnina, þar sem hann eins og áður segir, varð að lúta lægri hlut fyrir Osku Palermaa. En engu að síður frábær árangur hjá Hafþóri. Aðrir fulltrúar Íslands í keppninni voru þau Hörður Ingi Jóhannsson ÍR-PLS, Stefán Claessen ÍR-KLS og Alda Harðardóttir Team X-Calibur, auk þess sem Robert Anderson spilaði að sjálfssögðu í mótinu. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Valgeir Guðbjartsson formaður KLÍ var eftirlitsdómari og fulltrúi Evrópusambandsins á staðnum og fékk hann þá ánægjulega hlutverk í mótslok kynna sigurvegarana á Evróputúrnum og veita þeim viðurkenningar, auk þess að tilkynna hvaða keilarar hefðu áunnið sér rétt til þátttöku á World Ranking Masters mótinu sem fram fer í Doha í Quatar 30.04 – 06.05.2007.

Þeir keilarar sem áunnu sér rétt að keppa á World Ranking Masters eru eftirtaldir:
Konur:
Britt Bröndsted, Danmörk
Zara Glover, England
Nina Flack, Svíþjóð
Isabelle Saldjian, Frakkland
Helén Johnsson, Svíþjóð
Anna Mattsson-Baard, Svíþjóð
Patricia Schwarz, Þýskaland
Ivonne Gross, Austurríki

Karlar:
Paul Moor, England
Osku Palerma, Finnland
Peter Ljung, Svíþjóð
Stuart Williams, England
Martin Larsen, Svíþjóð
Thomas Gross, Austurríki
Jason Belmonte, Ástralíu
Kai Virtanen, Finnlandi.

Sjá nánar á heimasíðu ETBF

Nýjustu fréttirnar