Evrópumót karla 2023

Dagana 8-17. júní fer fram Evrópumót karlalandsliða (EMC) í keilu.
Að þessu sinni er mótið haldið í salnum Cristal Bowling, í bænum Wittelsheim í Frakklandi.
Alls fara sex íslenskir karlar og einn þjálfari á mótið. Formlegar æfingar eru 8. júní en einstaklingskeppnin fer fram 9. og 10. júní og 11. og 12. júní er tvímenningur. Þrímenningur er 13. og 14. júní og svo er liðakeppnin 15. og 16. júní. Masterskeppnin fer svo fram á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní og vonum við að sjálfsögðu að við fögnum vel inni í franska keilusalnum þann dag.
Mattias Möller er þjálfari Íslands og Hafþór Harðarson er aðstoðarþjálfari.
Þeir völdu eftirfarandi leikmenn:

  • Arnar Davíð Jónsson
  • Guðlaugur Valgeirsson
  • Hafþór Harðarson
  • Jón Ingi Ragnarsson
  • Magnús Sigurjón Guðmundsson
  • Skúli Freyr Sigurðsson

Evrópumótið er einnig úrtökumót fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram í Kuwait í Október en 12 stigahæstu Evrópuþjóðirnar fá þátttökurétt á HM.

 

Allt um mótið er hér:

Nánari dagskrá mótsins er hér

30. ársþing Keilusambandsins

Ársþing keilusambandsins var haldið 20. Maí í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.  Alls höfðu 34 þingfulltrúar frá 6 félögum og 3 íþróttabandalögum rétt til setu á þinginu, en alls mættu 23 á þingið.  Þingstörf voru með hefðbundnum hætti samkvæmt lögbundinni dagskrá.  Fyrir þinginu voru einungis tvö mál, en það voru nú afreksstefna KLÍ og fjárhagsáætlun en hvoru tveggja fengu samhljóða kosningu eftir stutter útskýringar og umræður.  Nokkur endurnýjun varða á stjórn og voru þeir kjörnir til tveggja ára Svavar Þór Einarsson og Guðmundur Sigurðsson.  Úr stjórn vék Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og vill stjórn þakka henni störf í þágu KLÍ.  Þrír varamenn voru kjörnir í stjórn en það eru þau Helga Hákonardóttir, Böðvar Már Böðvarsson og Halldóra Íris Ingvarsdóttir. Nýja stjórnarmenn bjóðum við velkomna til starfa.

 

Nánar um þingið má sjá í fundargerð þingsins á heimasíðu KLÍ

Fyrstu Special Olympics Íslandsleikarnir í keilu

Fyrstu Íslands­leik­ar Special Olympics í keilu hóf­ust í gær í Keilu­höll­inni í Eg­ils­höll.

Keppni fer fram 23 og 24.maí  báða dag­ana frá klukk­an 16.50 til 18.50, þar sem alls verða spilaðir fjór­ir leik­ir.

Verðlauna­af­hend­ing fer fram strax að keppni lok­inni eft­ir seinni keppn­is­dag.

Í til­kynn­ingu frá Íþrótta­sam­bandi fatlaðra seg­ir að Lauf­ey Sig­urðardótt­ir, þjálf­ari keilu­deild­ar Asp­ar, hafi haft veg og vanda af und­ir­bún­ingi og skipu­lagi á leik­un­um í sam­starfi við Special Olympics á Íslandi.

Kepp­end­ur eru alls 36 á Íslands­leik­um Special Olympics í keilu, þar af 33 úr Ösp, tveir úr ÍR og ein úr ÍA.

Fjög­ur þeirra, Krist­inn A. Sör­en­sen, Adam Geir Bald­urs­son, Rut Ottós­dótt­ir og Edda Sig­hvats­dótt­ir, eru á leið á heims­leika Special Olympics í sum­ar, sem fara fram í Berlín frá 17. til 25. júní.

Þrjú þeirra koma frá keilu­deild Asp­ar og einn frá keilu­deild ÍR. 

Kynn­ing­ar­mynd­band af fjór­menn­ing­un­um má sjá hér:  

 

Boðað hefur verið til ársþings KLÍ 2023

Stjórn KLÍ hefur ákveðið að boða til ársþings sambandsins laugardaginn 20. maí n.k. kl. 13:00. Er þetta í 30. sinn sem þing sambandsins er haldið. Mun það fara fram í húsnæði ÍSÍ að Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Þingboð hefur verið sent út á aðildarfélög og íþróttabandalög sem hafa seturétt á þingi.

Seturétt á þingi hafa eftirtaldir aðilar skv. 5. grein laga KLÍ:

  • Fulltrúar félaga sem mynda KLÍ – Fer eftir tölu keppenda í ársmeðaltali
  • Einn fulltrúi stjórnar héraðssambands/íþróttabandalags

Fyrir liggur að kjósa þarf skv. lögum tvo aðalmenn til tveggja ára og skv. lögum 3 varamenn til eins árs.

Skjöl þings verða að þessu sinni höfð rafræn hér á vefnum og verða birt eftir 8. maí þegar fyrir liggur hvaða mál verða lögð fram.

Samkvæmt þingboði mun fulltrúar með seturétt á þingi skiptast með eftirfarandi hætti:

Þingfulltrúar 30. þing KLÍ

Þingaðilar

Fjöldi iðkenda

Héraðs-sambönd

Þing-fulltrúar

ÍR

127

 

10

KFA

35

 

5

KFR

59

 

7

KR

8

 

3

ÞÓR

10

 

3

Ösp

20

 

3

IBR

 

1

1

IA

 

1

1

IBA

 

1

1

Samtals

259

3

34

KFR-Valkyrjur og KFR-Stormsveitin Íslandsmeistarar liða 2023

Í gær kláraðist úrslit á íslandsmóti deildarliða 2023

Þegar leikar hófust í gær voru KFR Stormsveitin yfir á móti ÍR PLS (18 – 10) 
KFR Stormsveitin þurti að fá 4 stig til að tryggja sér titilinn, Fór fyrsti leikur þeirra 1,5 á móti 2,5 fyrir PLS.
Leikur 2 hjá þeim fór þannig að Stormsveitin vann 3 – 1 og búnir að tryggja sér titilin
Hægt er að nálgast skor úr viðureigninni hér 

Hjá konunum voru það KFR Valkyrjur og ÍR TT sem að mættust. Fyrir kvöldið voru KFR-Valkyrjur yfir á móti ÍR-TT ( 20 – 8) Leikar enduðu þannig að KFR Valkyrjur unnu viðureignina 28 – 12
Hægt er að nálgast skor úr viðureigninni hér 

Úrslit ráðast í kvöld

Úrslitakeppni á Íslandsmóti liða, dagur 2, fór fram í gær og klárast svo úrslitin í kvöld.

Það eru ÍR PLS og KFR Stormsveitin sem að keppa í karlaflokki og ÍR TT og KFR Valkyrjur í kvennaflokki.

KFR stormsveitin vann viðureignina í gær 8 – 6 og er heildar staðan hjá þeim 18 – 10 fyrir Stormsveitina, en alls þarf að vinna 22 stig til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Hægt er að nálgast skor úr viðureignum úrslitakeppninnar hér.

KFR Valkyrjur unnu sína viðureign í gær 9 – 5 og er heildarstaða hjá þeim 20 – 8. Hægt er að nálgast skor úr viðureignum hér.

Loka leikirnir í úrslitakeppninni fara fram kl. 19:00 í kvöld í Keiluhöllinni Egilshöll.

Brautir 19-20: ÍR-PLS – KFR-Stormsveitin (Úrslit 1. deild karla, 3. umferð) Langur burður

Brautir 21-22: KFR-Valkyrjur – ÍR-TT (Úrslit 1. deildar kvenna, 3. umferð) Medium burður

Úrslita keppni heldur áfram í kvöld

Úrslit íslandsmót liða byrjaði í gær og heldur áfram í kvöld

Það eru ÍR PLS og KFR Stormsveitin sem að keppa í karlaflokki og ÍR TT og KFR Valkyrjur í kvennaflokk
KFR stormsveitin vann viðureignina í gær 10 – 4 hægt er að nálgast skor úr viðureignini hér
og KFR Valkyrjur unnu sína viðureign 11 – 3 hægt er að nálgast skor úr viðureignini hér

Í kvöld er það svo önnur viðureign sem að fer fram kl 19:00 í kvöld upp í Egilshöll

19-20: ÍR-TT – KFR-Valkyrjur (Úrslit 1. deildar kvenna, 2. umferð) Langur burður

21-22: KFR-Stormsveitin – ÍR-PLS (Úrslit 1. deild karla, 2. umferð) Stuttur burður

Kvennafundur Keilusambandsins

Tekin var ákvörðun við upphaf tímabilsins sem nú er að ljúka að haldinn yrði kvennafundur til að ræða
nánar breytingar sem gerðar voru á kvennadeildinni, fá fram kosti, galla og upplifun þeirra kvenna sem
þar spila.
Þessu til viðbótar viljum við ræða möguleika kvenna til að spila í neðri deildum karla og tillögur að
útfærslu við framkvæmd og skipulag því tengt ásamt því að fá fram skoðanir kvenna á þeim möguleika.
Við boðum til fundar í sal ÍSÍ, Laugardal þann 8.maí nk. kl. 17:30-19:00.
Við viljum hvetja konur í keilu til að fjölmenna á fundinn til að sjónarmið, upplifun og reynsla nýtist til
áframhaldandi þróunar og uppbyggingar kvennakeilu á Íslandi.

Úrslit 1. deild karla & Kvenna

Úrslit í 1.deild karla og kvenna hefjast á mánudaginn kl 19:00
Þeir leikir sem að fram fara eru:

19-20: ÍR-PLS – KFR-Stormsveitin (Úrslit 1. deild karla, 1. umferð) Stuttur burður

21-22: KFR-Valkyrjur – ÍR-TT (Úrslit 1. deildar kvenna, 1. umferð) Medium burður
Heima lið hefur tíma til kl 23:59 kvöldinu áður til að skila inn olíuburði fyrir leikinn

Undanúrslit kláruðust síðastliðin þriðjudag og er hægt að nálgast skor úr þeim leikjum hér fyrir karlana og hér fyrir konurnar

Undanúrslit 1. deildar karla og kvenna

Í kvöld eru spiluð seinni umferð í Undanúrslit 1. deildar karla og kvenna
Leikið er í medium og löngum burði.
Hægt er að nálgast skor úr leikjum kvenna frá því í gær hér og hjá körlunum hér

Sá leikur sem að fer fram í Löngum burð er:
15-16: ÍR-L – KFR-Stormsveitin (Undanúrslit 1. deildar karla, 2. umferð)

Þeir leikir sem að eru spilaðir í medium burð eru:
17-18: KFR-Lærlingar – ÍR-PLS (Undanúrslit 1. deildar karla, 2. umferð)
19-20: ÍR-Elding – KFR-Valkyrjur (Undanúrslit 1. deild kvenna, 2. umferð)
21-22: KFR-Afturgöngurnar – ÍR-TT (Undanúrslit 1. deild kvenna, 2. umferð)