Kvennafundur Keilusambandsins

Facebook
Twitter

Tekin var ákvörðun við upphaf tímabilsins sem nú er að ljúka að haldinn yrði kvennafundur til að ræða
nánar breytingar sem gerðar voru á kvennadeildinni, fá fram kosti, galla og upplifun þeirra kvenna sem
þar spila.
Þessu til viðbótar viljum við ræða möguleika kvenna til að spila í neðri deildum karla og tillögur að
útfærslu við framkvæmd og skipulag því tengt ásamt því að fá fram skoðanir kvenna á þeim möguleika.
Við boðum til fundar í sal ÍSÍ, Laugardal þann 8.maí nk. kl. 17:30-19:00.
Við viljum hvetja konur í keilu til að fjölmenna á fundinn til að sjónarmið, upplifun og reynsla nýtist til
áframhaldandi þróunar og uppbyggingar kvennakeilu á Íslandi.

Nýjustu fréttirnar