Úrslit ráðast í kvöld

Facebook
Twitter

Úrslitakeppni á Íslandsmóti liða, dagur 2, fór fram í gær og klárast svo úrslitin í kvöld.

Það eru ÍR PLS og KFR Stormsveitin sem að keppa í karlaflokki og ÍR TT og KFR Valkyrjur í kvennaflokki.

KFR stormsveitin vann viðureignina í gær 8 – 6 og er heildar staðan hjá þeim 18 – 10 fyrir Stormsveitina, en alls þarf að vinna 22 stig til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Hægt er að nálgast skor úr viðureignum úrslitakeppninnar hér.

KFR Valkyrjur unnu sína viðureign í gær 9 – 5 og er heildarstaða hjá þeim 20 – 8. Hægt er að nálgast skor úr viðureignum hér.

Loka leikirnir í úrslitakeppninni fara fram kl. 19:00 í kvöld í Keiluhöllinni Egilshöll.

Brautir 19-20: ÍR-PLS – KFR-Stormsveitin (Úrslit 1. deild karla, 3. umferð) Langur burður

Brautir 21-22: KFR-Valkyrjur – ÍR-TT (Úrslit 1. deildar kvenna, 3. umferð) Medium burður

Nýjustu fréttirnar