Evrópumót karla 2023

Facebook
Twitter

Dagana 8-17. júní fer fram Evrópumót karlalandsliða (EMC) í keilu.
Að þessu sinni er mótið haldið í salnum Cristal Bowling, í bænum Wittelsheim í Frakklandi.
Alls fara sex íslenskir karlar og einn þjálfari á mótið. Formlegar æfingar eru 8. júní en einstaklingskeppnin fer fram 9. og 10. júní og 11. og 12. júní er tvímenningur. Þrímenningur er 13. og 14. júní og svo er liðakeppnin 15. og 16. júní. Masterskeppnin fer svo fram á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní og vonum við að sjálfsögðu að við fögnum vel inni í franska keilusalnum þann dag.
Mattias Möller er þjálfari Íslands og Hafþór Harðarson er aðstoðarþjálfari.
Þeir völdu eftirfarandi leikmenn:

  • Arnar Davíð Jónsson
  • Guðlaugur Valgeirsson
  • Hafþór Harðarson
  • Jón Ingi Ragnarsson
  • Magnús Sigurjón Guðmundsson
  • Skúli Freyr Sigurðsson

Evrópumótið er einnig úrtökumót fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram í Kuwait í Október en 12 stigahæstu Evrópuþjóðirnar fá þátttökurétt á HM.

 

Allt um mótið er hér:

Nánari dagskrá mótsins er hér

Nýjustu fréttirnar