30. ársþing Keilusambandsins

Facebook
Twitter

Ársþing keilusambandsins var haldið 20. Maí í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.  Alls höfðu 34 þingfulltrúar frá 6 félögum og 3 íþróttabandalögum rétt til setu á þinginu, en alls mættu 23 á þingið.  Þingstörf voru með hefðbundnum hætti samkvæmt lögbundinni dagskrá.  Fyrir þinginu voru einungis tvö mál, en það voru nú afreksstefna KLÍ og fjárhagsáætlun en hvoru tveggja fengu samhljóða kosningu eftir stutter útskýringar og umræður.  Nokkur endurnýjun varða á stjórn og voru þeir kjörnir til tveggja ára Svavar Þór Einarsson og Guðmundur Sigurðsson.  Úr stjórn vék Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og vill stjórn þakka henni störf í þágu KLÍ.  Þrír varamenn voru kjörnir í stjórn en það eru þau Helga Hákonardóttir, Böðvar Már Böðvarsson og Halldóra Íris Ingvarsdóttir. Nýja stjórnarmenn bjóðum við velkomna til starfa.

 

Nánar um þingið má sjá í fundargerð þingsins á heimasíðu KLÍ

Nýjustu fréttirnar