Reykjavík, 3. maí 2015
Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:
Reykjavík, 3. maí 2015
Reykjavík, 3. maí 2015
Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:
Reykjavík, 3. maí 2015
Reykjavík, 3. maí 2015
Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:
Reykjavík, 3. maí 2015
Reykjavík, 3. maí 2015
Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:
Reykjavík, 3. maí 2015
Meistaramót ÍR laugardaginn 2. maí kl. 10:00
Í gærkvöldi fór fram þriðja og síðasta umferðin í úrslitakeppni karla og kvenna á Íslandsmóti liða í keilu fyrir tímabilið 2014 til 2015. Íslandsmeistarar í karlaflokki eru ÍR KLS og í kvennaflokki eru það ÍR Buff. Úrslitin hjá körlunum réðust ekki fyrr en í síðasta leik kvöldsins en KLS menn þurftu að sækja á til að ná sigrinum. ÍR Buff konur mættu mjög ákveðnar til leiks. Þær voru 2 stigum undir fyrir umferðina en hófu leikinn af krafti og lönduðu titlinum nokkuð örugglega.
Karlalið ÍR KLS vann ÍR PLS í umferðinni í gær með 1.930 pinnum, 214.44 meðaltal, gegn 1.750 pinnum, 194.44 meðaltal. Fengu þeir alls 13 stig gegn 4 og unnu því úrslitakeppnina sjálfa með 28 stigum gegn 23 en lið þar 26 stig í úrslitakeppninni til að ná Íslandsmeistaratitlinum.
Kvennalið ÍR Buff unnu KFR Afturgöngurnar í umferðinni í gær með 2.069 pinnum, 172.42 meðaltal, gegn 1.910 pinnum, 159.17 meðaltal. Fengu þær alls 16 stig gegn 4 og unnu því úrslitakeppnina sjálfa með 35 stigum gegn 25 en hjá konunum þarf 30.5 stig í úrslitakeppninni til að ná Íslandsmeistaratitlinum.
Keilusamband Íslands óskar Íslandsmeistörunum til hamingju með sigurinn og um leið ÍR PLS og KFR Afturgöngunum fyrir góða keppni.
![]() |
![]() |
ÍR KLS eru Íslandsmeistarar karla 2015 | ÍR Buff eru Íslandsmeistarar kvenna 2015 |
![]() |
![]() |
ÍR PLS urðu í 2. sæti á Íslandsmóti karla 2015 | KFR AFturgöngurnar urðu í 2. sæti á Íslandsmóti kvenna 2015 |
![]() |
|
KFR Lærlingar og ÍA W urðu í 3. sæti á Íslandsmóti karla 2015 |
Í kvöld þriðjudagskvöldið 21. apríl fara fram síðustu úrslitaleikir í 1. deildum karla og kvenna í Keiluhöllinni Egilshöll. Er þetta þriðja umferðin sem fram fer og eru úrslit engan vegin ráðin í hvorugum viðureignunum. Keppni hefst kl. 19:00 og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með enda um virkilega spennandi keppni að ræða þetta árið.
Karlamegin er það þannig að ÍR liðin KLS og PLS keppa um Íslandsmeistaratitilinn og er staðan í viðureigninni þannig að ÍR PLS er yfir 19 – 15. Vinna þarf 26 stig til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en 17 stig eru eftir í pottinum svo úrslit eru þarna engan vegin ráðin. Hjá konunum er það þannig að KFR Afturgöngurnar eru yfir gegn ÍR Buff 21 – 19 en vinna þarf 31 stig til að tryggja sér titilinn og eru 20 stig í pottinum í kvöld hjá konunum og þar eru úrslitin heldur ekki ráðin.
Nú er um að gera fyrir keilara og aðra áhugasama að kíkja í Keiluhöllina Egilshöll í kvöld og styðja sitt lið.
Akureyri Open í keilu verður haldið laugardaginn 25. apríl kl 10:00 í keilunni Akureyri.
Í gærkvöldi var seinni umferðin í undanúrslitum Íslandsmóts liða í Keiluhöllinni Egilshöll og á Skaganum. Í Egilshöll voru það KFR Lærlingar sem spiluðu við ÍR KLS. Fór svo að KLS vann 12 – 5 og því rimmuna samanlagt 26 – 8 og eru því komnir í úrslitin enn eitt árið. Í hinni rimmunni sóttu ÍR PLS Skagamenn heim. Fóru leikar þannig að ÍA W sigraði ÍR PLS 13 – 4 en PLS strákarnir unnu þó samanlagt 19 – 15. Það verða því ÍR liðin KLS og PLS sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í keilu 2015 og hefst úrslitakeppnin næstkomandi sunnudag í Keiluhöllinni Egilshöll kl. 19:00.
Einnig fór fram í gær seinni leikur þeirra ÍR BK og ÍR SK um laust sæti í 1. deild kvenna. Fóru leikar þannig að ÍR BK vann 12 – 8 og því samanlagt 23 – 17 og héldu því sæti sínu í 1. deild á komandi tímabili.
Á sunnudaginn kemur kl. 19:00 hefst einnig úrslitakeppnin um Íslandsmeistartitil kvenna í keilu 2015. Eru það ÍR – Buff og KFR – Afturgöngur sem leika til úrslita. Í bæði karla og kvennaflokki er leikið þannig að þrjár umferðir eru spilaðar og stigahærra liðið eftir það stendur uppi sem Íslandsmeistari. Leikið verður næstkomandi sunnudag, mánudag og þriðjudag og hefst keppnin kl. 19:00 alla dagana.
Í gærkvöldi hófst úrslitakeppnin á Íslandsmóti liða í Keiluhöllinni Egilshöll. Þar áttust við lið ÍR KLS sem eru deildarmeistarar 2015 og KFR Lærlingar sem urðu í 4. sæti í deildarkeppninni. ÍR KLS sigraði leikinn 14 – 3. ÍR PLS sem varð í 2. sæti í deildarkeppninni tók á móti ÍA W sem varð í 3. sæti. ÍR PLS sigraði leikinn 15 – 2. Leiknar eru tvær umferðir og það lið sem er hærra að stigum kemst í úrslitaleikinn en þar þarf að leika þrjár umferðir.
Á sama tíma fór fram umspilsleikur um laust sæti í 1. deild kvenna. ÍR BK sem varð í næst neðsta sæti í 1. deild tók á móti ÍR SK sem varð í 2. sæti í 2. deild kvenna. ÍR BK vann 11 – 9. Leika þarf tvær umferðir og það lið sem er stigahærra að þeim loknum hlýtur sæti í 1. deild á komandi tímabili.
Um helgina lauk deildarkeppni Íslandsmóts liða 2014 til 2015. Lokaumferðin var spiluð í Keiluhöllinni Egilshöll þar sem öll lið í öllum deildum spiluðu nema að á Skaganum fór fram einn leikur í efstu deild karla eða leikur þeirra ÍA og ÍR KLS. Um kvöldið var svo glæsileg lokahátíð Keilusambandsins haldin á Rúbín í Öskjuhlíð þar sem snæddur var veislumatur, verðlaunaafhending fór fram og svo var dansað fram eftir nóttu.
Úrslitakeppni í 1. deild karla og 1. deild kvenna sem og umspilsleikur um eitt sæti í 1. deild kvenna hófst í gærkvöldi, mánudagskvöldið 13. apríl, sjá frétt.
Deildarkeppnin fór þannig að í 1. deild karla varð ÍR KLS deildarmeistari, ÍR PLS varð í 2. sæti, ÍA W urðu í 3 sæti og svo KFR Lærlingar sem varð í því 4. Þessi lið keppa nú til úrslita á Íslandsmóti karla í keilu. ÍR Broskarlar voru fallnir niður í 2. deild fyrir einhverju síðan en spenna var með hverjir fylgdu þeim eftir. Kom það í hlut KFR Stormsveitarinnar að fylgja Broskörlunum niður.
Í 1. deild kvenna fóru leikar þannig að ÍR Buff urðu deildarmeistara og KFR Afturgöngur náðu 2. sætinu og munaði aðeins 5,5 stigum á þeim og ÍR TT sem varð í 3. sæti. Keppa þær Buff stelpur og Afturgöngur því til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna. KFR Skutlurnar enduðu í neðsta sæti og falla í 2. deild en ÍR BK varð í næst neðsta sæti og spilar umspilsleik við ÍR SK sem varð í 2. sæti í 2. deild.
Í 2. deild karla varð KR B nokkuð örugglega deildarmeistari og fer því upp í 1. deild á næsta tímabili og þeim fylgja lið Þórs frá Akureyri sem fer því í annað sinn upp í 1. deild á 3 árum. Það kom síðan í hlut ÍR NAS og ÍR A að falla niður í 3. deild.
Í 2. deild kvenna varð ÍR N deildarmeistari og leika þær því í 1. deildinni á komandi leiktíð. ÍR SK varð eins og segir í 2. sæti og keppnir nú við ÍR BK um laus sæti í 1. deild. Fleiri deildir eru ekki í kvennadeildum.
Í 3. og neðstu deild karla var nokkur spenna alveg fram í lokin hvaða lið yrði deildarmeistarar. KR E sem hafði leikið ansi vel þetta tímabilið fékk harða samkeppni frá Þór Plús en svo fór að KR E sigraði deildina með aðeins 3, 5 stigum meira en Þór Plús og eru því deildarmeistarar 3. deildar. KFR Múrbrjótur og KFR Döff vermdu neðstu sætin.
Sjá nánar lokastöðu í deildum á vef Keilusambandsins.
Keilusamband Íslands þakkar keilurum fyrir gott mót á liðnum vetri og hlakkar til að sjá keilara mæta aftur til leiks á því næsta.