Skip to content

Hafþór Harðarson ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR eru Reykjavíkurmeistarar

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Hafþór Harðarson ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR eru Reykjavíkurmeistarar í keilu 2015Um helgina fór fram opna Reykjavíkurmót einstaklinga í Keiluhöllinni Egilshöll. Alls kepptu 20 karlar og 14 konur og voru spilaðir 9 leikir í forkeppni. Leikar fóru þannig að Hafþór Harðarson ÍR sigraði Frey Bragason KFR í þrem leikjum í úrslitum 707 gegn 647. Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR einnig í þrem leikjum 620 gegn 549. Eru þau Dagný Edda og Hafþór því Reykjavíkurmeistarar 2015 í keilu.

Þess má geta að í forkeppninni spilaði Dagný Edda 289 leik sem er aðeins einum pinna frá núgildandi Íslandsmeti.

Eftir forkeppnina sem var í gær, laugardag, og í dag fóru leikar þannig að eftir forkeppnina var Hafþór Harðarson ÍR efstur með 2.024 pinna eða 224,9 í meðaltal eftir 9 leiki. Í öðru sæti var Einar Sigurður Sigurðsson sem keppir nú undir merkjum ÍA með 1.934 pinna (214,9 mt.). Í þriðja sæti var Freyr Bragason KFR með 1.903 pinna (211,4) og í fjórða sæti var Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 1.874 pinna (208,2). Þorleifur sigraði einmitt þetta mót fyrir ári.

Í úrslitum, þar sem fjórir efstu í karla- og kvennaflokki kepptu, sigraði Hafþór hann Þorleif í þrem leikjum 723 (241 mt.) gegn 594 (198 mt.). Freyr sigraði Einar einnig í þrem leikjum með 617 (205,7 mt.) gegn 584 (194,7 mt.). Hafþór sigraði svo Frey eins og segir hér að ofan. Vinna þarf tvo af þrem leikjum í úrslitum.

Hjá konunum voru efstar eftir forkeppni þær Dagný Edda KFR með 1.827 pinna eða 203,0 í meðaltal. Í örðu sæti varð Linda Hrönn ÍR með 1.679 pinna (186,6 mt.). Í þriðja sæti varð Ástrós Pétursdóttir ÍR með 1.643 pinna (182,6 mt.) og í fjórða sæti varð Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 1.534 pinna (170,4 mt.)

Í úrslitum sigraði Dagný Edda hana Guðnýju í tveim leikjum 426 (213 mt.) gegn 362 (181 mt.) Linda sigraði Ástrósu einnig í tveim leikjum 346 (173 mt.) gegn 333 (166,5 mt.) Seinni leikurinn hjá Lindu og Ástrósu fór í jafntefli 177 gegn 177 en Lindu nægði jafntefli í þeim leik til að komast áfram. Dagný Edda sigraði svo Lindu Hrönn eins og segir hér að ofan.

Keilusambandið óskar sigurvegurum til hamingju með titilinn.

Freyr Bragason KFR varð í 2. sæti, Hafþór Harðarson ÍR sigraði og Þorleifur Jón Hreiðarsson KR varð í 3. sæti Ástrós Pétursdóttir ÍR í 3. sæti, Linda Hrönn NAgnúsdóttir ÍR í 2. sæti, Dagný Edda Þórisdóttir KFR 1. sæti og Guðný Gunnarsdóttir ÍR einnig í 3. sæti

Nýjustu fréttirnar