Breytingar á dagskrá og deildum

Facebook
Twitter

Frá Keiluhöllinni Öskjuhlíð.Þær breytingar voru gerðar, að 3ju deild karla hefur verið breytt í eina 12 liða deild, í stað tveggja 6 liða riðla, og riðlast því öll dagskrá þeirrar deildar. Einnig voru gerðar breytingar á leikdögum á Akureyri hjá 2. deild kvenna og örlitlar aðrar lagfæringar í karladeildunum.

 Ástæða þessarar breytingar er að gerð var breyting á fjölda liða í riðlaskiptri deild á síðasta ársþingi KLÍ, en þessi tölulega breyting hafði farið framhjá Mótanefndar formanni og öðrum við vinnslu og niðurröðun deilda og dagskrár, og er beðist velvirðingar á því.

Sú nýjung hefur verið tekin upp að hægt er að sjá dagskrá hvers liðs fyrir sig í dagsetningaröð, sem er nauðsynlegt fyrir þær deildir sem þurfa að fara út á land að spila því þeir leikir fylgja ekki endilega röð umferða í Reykjavík. Til að sjá þetta er farið í Tölfræði – lið – og svo valið það félagslið sem á að skoða.

Dagskrá deilda í pdf. formi:

1.deild kvenna

2.deild kvenna

1.deild karla

2.deild karla

3.deild karla

Nýjustu fréttirnar