Skip to content

Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf 2015

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2015Um helgina fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf. Sigurvegarar voru þau Hlynur Örn Ómarsson og Bergþóra Rós Ólafsdóttir en þau keppa bæði undir merkjum ÍR. Hlynur sigraði Hannes Jón Hannesson ÍR í úrslitum og Bergþóra Rós sigraði Elsu G Björnsdóttur úr KFR. Alls kepptu 19 konur og 24 karlar í mótinu.

Hlynur Örn sigraði Guðjón Júlíusson KFR í undanúrslitum í tveim leikjum með 463 pinnum gegn 370 og Hannes Jón sigraði Bharat Signh úr ÍR í þrem leikjum með 668 gegn 633 pinnum. Bergþóra Rós sigraði Karítas Róbertsdóttur úr ÍR í undanúrslitum í tveim leikjum með 364 pinnum gegn 336 og Elsa sigraði Herdísi Gunnarsdóttur úr ÍR í þrem leikjum með 661 pinnum gegn 604.

Úrslitin fóru svo þannig að Hlynur sigraði Hannes í þrem leikjum með 689 pinnum gegn 665 og Bergþóra sigraði Elsu í tveim leikjum með 462 pinna gegn 470.

Hannes Jón Hannesson ÍR 2. sæti, Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1. sæti og Guðjón Júlíusson KFR og Bharat Signh ÍR 3. sæti  Elsa G  Björnsdóttir KFR 2. sæti, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR 1. sæti og Herdís Gunnarsdóttir ÍR og Karítas Róbertsdóttir ÍR 3. sæti

Nýjustu fréttirnar