Meistarakeppni KLÍ 2015

Facebook
Twitter

ÍR Buff stelpur og ÍR KLS strákar sem eru meistarar meistaranna 2015Í gærkvöldi fór fram Meistarakeppni Keilusambandsins 2015. Eigast þar við Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Sigurvegarar kvöldsins voru í karlaflokki ÍR KLS og í kvennaflokki ÍR Buff. Þessi keppni er formleg byrjun á komandi tímabili í keilu.
 

ÍR KLS keppti við KR A sem eru bikarmeistarar 2015. Fóru leikar þannig að KLS menn unnu alla þrjá leikina og enduðu með 1.760 pinna eða 195,6 í meðaltal. KR A spilaði 1.760 eða 173,8 í meðaltal.

ÍR Buff sem eru bæði Íslands og bikarmeistarar kepptu við ÍR BK en þær urðu í öðru sæti í bikarkeppninni í ár. Fóru leikar þar þannig að ÍR Buff stelpur unnu tvo af þrem leikjum og enduðu með 1.378 pinna eða 177,7 í meðaltal. ÍR BK náðu að vinna annan leikinn með aðeins tveim pinnum og enduðu með 1.378 eða 153,1 í meðaltal.

Núna fara deildirnar að detta í gang og tímabilið því að fara á fullt. Óskum öllum keilurum góðs gengis á tímabilinu og vonandi ná sem flestir markmiðum sínum.

KR A og ÍR KLS sem áttust við í karlaflokki  ÍR BK og ÍR Buff sem áttust við í kvennaflokki

Nýjustu fréttirnar