Arnari Davíð Jónssyni boðið að keppa í úrslitum á Heimstúrnum 2019

World Bowling, alheimssamband keilunnar, tilkynnti í morgun að í fyrsta sinn í sögunni verði einum karlkeilara og einum kvennkeilara frá aðildarsvæðum þess boðið að leika í úrslitum á Heimstúrnum 2019, World Bowling Tour, ásamt efstu þrem í körlum og konum á Heimstúrnum 2019. Aðildarsvæðin eru þrjú eða Evrópa, Asía og Pan-America. Það kemur í hlut hvers sambands að tilnefna þá keilara sem boðið er á mótið.

ETBF, Keilusamband Evrópu, tilnefnir efsta karl og efstu konu á stigalista ETBF í ár en eins og kunnugt er situr Arnar Davíð í efsta sæti á karlalistanum eftir frábærar frammistöður á mótum ársins. Það er síðan hin sænska Anna Andersson sem keppir á mótinu sem fulltrúi kvenna í Evrópu.

Mótið fer fram í nýjum og glæsilegum 48 brauta sal í Kúveit þann 7. nóvember n.k. Á mótinu keppa eins og segir 6 fulltrúar aðildarsvæða World Bowling ásamt þeim þrem sem verða í efsta sæti á Heimslistanum eftir mót sem fram fer dagana á undan. Sem stendur er Danielle McEwan frá Bandaríkjunum efst kvenna og Tannya Roumimper frá Indónesíu í þriðja sæti en þær eru væntanlegar hingað til lands til að keppa á Reykjavík International Games í keilu sem fram fer dagana 29. janúar til 2. febrúar 2020. Það eru síðan Bandaríkjamennirnir Jakob Butturff, AJ Johnson og Kyle Sherman sem verma efstu sætin á karlalistanum og verður spennandi að sjá Arnar Davíð etja kappi við þá í nóvember.

ECC dagur 2

Í dag fóru fram seinni 8 leikirnir af 16 á ECC 2019

Það varð spenna í lokaleikjum um að komast í topp 16 niðurskurð hjá körlunum í morgun.
Bodo Konieczny frá Þýskalandi náði að vinna sig upp í 3.sætið eftir að hafa verið í 5.sæti eftir gærdaginn, Hann náði að spila 268,247 og 269 og enda dagin með 1816 seríu.
Í 2.sæti í riðlinum í dag var það tveggjahanda spilarinn frá Latvia Daniel Vezis með 1825 seríu sem skilaði honum í 6.sæti inn í undanúrslit.
Sigurvegari dagsins er Glenn Morten Pedersen frá noregi sem að spilaði 269 og 289 í loka leikjum sínum í dag sem að dugðu honum til að vinna riðilin og að koma sér í 1.sæti inn úr undanúrslit sem að hefjast á morgun föstudag.
Gunnar Þór spilaði 1500 seríu eða 187,5 í meðaltal og endaði í 31.sæti í dag 
Gunnar endaði í 33.sæti með 2984 seríu eða 186,5 í meðaltal
Hægt er að sjá stöðuna hjá körlum hér eftir 16.leiki

Í kvenna flokki voru það Mai Ginge Jensen frá Danmörku og Olha Pokotylo frá Úkraníu sem að áttu daginn.
Olha Pokotylo vann riðilin í dag þar sem að hún spilaði 1754 eða 219,2 í meðaltal sem að skilaði henni í 7.sæti í undanúrslit eftir að hafa verið í 25.sæti eftir gærdaginn.
Mai Ginge Jensen átti góðan dag í dag líka þar sem að hún endaði í 2.sæti með 1732 eða 216,5 í meðaltal sem að setti hana í 1.sætið inn í undanúrslit sem að hefjast á morgun
Nanna Hólm spilaði 1407 eða 175,9 í meðaltal og endaði í 26.sæti í riðlinum í dag.
Nanna endaði í 25.sæti með 2825 seríu eða 176,6 í meðaltal 
Hægt rt að sjá stöðuna hjá konunum hér eftir 16.leiki

 

 

 

Hafþór Harðarson með 300.leik

Í gær fór fram 5.umferð í 1.deild karla þar sem að ÍR PLS og ÍR fagmenn áttust við á brautum 21 – 22
Hafþór Harðarson gerði sér lítið fyrir og henti í einn 300leik, er þetta í 10skiftið sem að hann tekur 300 leik sem skráður er hjá klí en hans fyrsti var í keiluhöllini í Mjódd 14.nóvember 2005

ECC dagur 1

ECC2019 hófst í morgun (23.okt 2019) kl 9:00 að staðartíma eða kl 6:00 á íslenskum tíma Spilaðir voru 8 leikir í dag af 16 en seinni 8.leikirnir eru spilaðir á morgun fimmtudag eftir það eru það efstu 16 sem að halda áfram og spila aðra 8 leiki. Eftir þá leiki er skorið meira niður þar sem að efstu 8 spila 4.leiki á laugardaginn og verða úrslitin spiluð eftir þann niðurskurð.

Í kvenna riðli er það Tania Yusaf frá Skotlandi sem er í 1.sæti með1732 eða 216,5 í meðaltal, Í 2.sæti er það Laura Marcham frá Englandi með 1712, eða 214 í meðaltal og spilaði hún 279 í leik 3 og 264 í leik 7. 
Í 3.sæti er það svo Joline Persson með 1695 eða 211,8 í meðaltal
Nanna Hólm Davíðsdóttir keppir fyrir Ísland á leikunum og spilaði hún 1418 eða 177,2 í morgun sem að setur hana í 27.sætið eftir fyrsta dag.
Næst spila konurnar á morgun kl 14:45 að staðartíma eða kl 11:45 á íslenskum tíma.

Karlarnir hófu svo keppni kl 14:45 að staðartíma eða kl 11:45 á íslenskum tíma.
Þar er það Anton Zelenkov með 1811 eða 226,3 í meðaltal. Náði hann að spila sig upp í 1.sætið með góðum endasprett í síðustu 3 leikjunum (251,233 og 279) 
Í 2.sæti er það Yiannis Stathos frá Grikklandi með 1767 eða 220,8 í meðaltal
Í 3.sæti er það svo Jesper Agerbo frá Danmörku með 1758 eða 219,7 í meðaltal.
Gunnar Þór Ásgeirsson spilar í karlaflokki fyrir Ísland og spilaði hann 1484 eða 185,5 í meðaltal í 30.sætið eftir fyrsta dag.

Karlarnir spila svo seinni 8 leikina kl 9:00 að staðartíma eða kl 6:00 á íslenskum tíma og konurnar kl 14:45 að staðartíma eða kl 11:45 á íslenskum tíma á morgun fimmtudag

Hægt er að finna upplysingar um mótið og beinar útsendingar í linku hér fyrir neðan

Heimasíða mótsins finnur þú hér
Beinar útsendingar eru hér

5.umferð í deild

Merki Keilusambands Íslands

Í kvöld verður spiluð 5.umferð í 1 og 2 deild kvenna ásamt 3.deild karla
Þeir leikir sem að eru í kvöld eru allir spilaðir í sama olíuburði. Mercury

 

Akranes
3-4: ÍA-B – ÍR-Gaurar (3. deild karla, 5. umferð)

Egilshöll
7-8: KFR-Keilufélagar – ÖSP-Goðar (3. deild karla, 5. umferð)
9-10: ÍR-BK2 – ÖSP-Gyðjur (2. deild kvenna, 5. umferð)
11-12: ÍR-Píurnar – ÍA-Meyjur (2. deild kvenna, 5. umferð)
13-14: ÍR-KK – ÍR-N (2. deild kvenna, 5. umferð)
15-16: KFR-Valkyrjur – KFR-Skutlurnar (1. deild kvenna, 5. umferð)
17-18: ÍR-TT – KFR-Afturgöngurnar (1. deild kvenna, 5. umferð)
19-20: ÍR-BK – ÍR-Buff (1. deild kvenna, 5. umferð)
21-22: KFR-Lærlingar – ÍR-L (1. deild karla, 4. umferð)

Á þriðjudag er svo spilað í 1 og 2 deild karla
Þeir leikir eru spilaðir í Mercury, og Great wall of china

Egilshöll
Mercury,

7-8: ÍR-Broskarlar – ÍR-T (2. deild karla, 5. umferð)
9-10: KFR-JP-Kast – ÍA-W (2. deild karla, 5. umferð)
11-12: KR-A – ÍR-Naddóður (2. deild karla, 5. umferð)
13-14: ÍR-Keila.is – ÍR-A (2. deild karla, 5. umferð)
15-16: ÍR-L – KFR-Stormsveitin (1. deild karla, 5. umferð)
17-18: KFR-Þröstur – KFR-Lærlingar (1. deild karla, 5. umferð)
Great wall of china
19-20: ÍR-S – KFR-Grænu töffararnir (1. deild karla, 5. umferð)
21-22: ÍR-PLS – ÍR-Fagmaður (1. deild karla, 5. umferð)

Miðvikudaginn er svo einn leikur á dagskrá í 2.deild kvenna
13-14: ÍR-N – ÍR-Píurnar (2. deild kvenna, 4. umferð)

Íslandsmót í Tvímenning 2019

Íslandsmót í Tvímenning 2019 verður haldið 23 – 24 nóvember 2019
opnað verður fyrir skráningu sunnudaginn 20.okt kl 12:00 og lokað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 21.nóvember kl 22:00

Laugardagur 23.nóvember kl 9:00

Forkeppni 7500.- pr.tvímenning

4leikir – Efstu 10 fara áfram

Milliriðill 7500.- pr.tvímenning

4.leikir – Efstu 6 fara áfram

Sunnudagur 24.nóvember kl 9:00

Undanúrslit 7500.- pr.tvímenning

Einföld umferð allir við alla

Úrslit – Efstu 2 leika til úrslita

Dual – 2 burðir –

Hægri braut:

Boardwalk

Vinstri braut:

Krypton

Reglugerð

Nú verður ekki posi á staðnum.

Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ

og senda staðfestingu á greiðslu á [email protected] eða koma með útprentun á kvittun í mótið

Keilusamband Íslands,KLÍ

Kennitala 460792-2159

0115-26-010520

Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:

annað sem first name og hitt sem last name.

Lokað er fyrir skráningu fimmtudaginn 21.nóvember kl 22:00

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytingar á mótinu ef ekki nægur fjöldi fæst

eða að færa það til kl 8:00 ef að það verða það margir

4.umferð í deild

Merki Keilusambands Íslands

Í kvöld verður spiluð 3.umferð í 1 og 2 deild kvenna ásamt 3.deild karla
Þeir leikir sem að eru í kvöld eru allir spilaðir í sama olíuburði. Mercury

Egilshöll
11-12: KFR-Afturgöngurnar – KFR-Valkyrjur (1. deild kvenna, 4. umferð)
13-14: ÍR-Elding – ÍR-BK (1. deild kvenna, 4. umferð)
15-16: KFR-Skutlurnar – ÍR-SK (1. deild kvenna, 4. umferð)
17-18: ÖSP-Gyðjur – KFR-Ásynjur (2. deild kvenna, 4. umferð)
19-20: ÖSP-Goðar – ÍR-NAS (3. deild karla, 4. umferð)
21-22: ÍR-Gaurar – ÍR-Land (3. deild karla, 4. umferð)

Á þriðjudag er svo spilað í 1 og 2 deild karla
Þeir leikir eru spilaðir í Mercury,

Akranes
3-4: ÍA-W – KR-A (2. deild karla, 4. umferð) 

Egilshöll
9-10: KFR-Lærlingar – ÍR-L (1. deild karla, 4. umferð)
11-12: ÍR-Fagmaður – KFR-Þröstur (1. deild karla, 4. umferð)
13-14: KFR-Grænu töffararnir – ÍA (1. deild karla, 4. umferð)
15-16: KFR-Stormsveitin – ÍR-S (1. deild karla, 4. umferð)
17-18: ÍR-Naddóður – ÍR-Broskarlar (2. deild karla, 4. umferð)
19-20: ÍR-A – KFR-JP-Kast (2. deild karla, 4. umferð)
21-22: ÍR-Blikk – ÍR-Keila.is (2. deild karla, 4. umferð)

Miðvikudaginn er svo einn leikur á dagskrá í 1.deild kvenna
13-14: ÍR-Buff – ÍR-TT (1. deild kvenna, 4. umferð)

Laugardaginn 
Akranes
kl: 10:00
3-4: Þór-Þrumurnar – ÍR-KK (2. deild kvenna, 4. umferð)
kl: 12:30
3-4: Þór-Þrumurnar – ÍR-BK2 (2. deild kvenna, 6. umferð)

Egilshöll
kl: 10:00
19-20: ÍR-T – Þór (2. deild karla, 4. umferð)
21-22: ÍR-NAS – Þór-Víkingar (3. deild karla, 5. umferð)

 
Sunnudagur
Akranes
kl: 10:00
3-4: Þór – ÍR-Blikk (2. deild karla, 5. umferð)
kl: 12:30
3-4: Þór – ÍA-W (2. deild karla, 7. umferð)
 
Egilshöll
kl: 10:00
21-22: ÍR-Land – Þór-Víkingar (3. deild karla, 7. umferð)
21-22: ÍR-Píurnar – Þór-Þrumurnar (2. deild kvenna, 7. umferð)

kl: 19:00
32.liða bikar
21 – 22: KFR Lærlingar – ÍR Broskarlar

 

 

Dagný Edda og Hafþór eru Íslandsmeistarar para 2019

Nú rétt í þessu lauk Íslandsmóti para í keilu 2019. Íslandsmeistarar eru þau Dagný Edda Þórisdóttir og Hafþór Harðarson. Sigruðu þau í úrslitum þau Ástrósu Pétursdóttur og Gústaf Smára Björnsson               í tveim viðureignum 420 gegn 352 og loks 396 gegn 374. Dagný Edda og Hafþór leiddu forkeppnina sem leikin var í gær og milliriðilinn sem leikinn var í morgun og enduðu keppnina með 199 í meðaltal.

Í þriðja sæti urðu svo þau Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson en lokastaða 8 efstu para sem kepptu í dag urðu þessi:

  1. Dagný Edda Þórisdóttir og Hafþór Harðarson 4.773 pinnar / 199 mtl.
  2. Ástrós Pétursdóttir og Gústaf Smári Björnsson 4.668 pinnar /195 mtl.
  3. Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson 4.575 pinnar / 191 mtl.
  4. Nanna Hólm Davíðsdóttir og Einar Már Björnsson 4.454 pinnar / 186 mtl.
  5. Linda Hrönn Magnúsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson 4.423 pinnar / 184 mtl.
  6. Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Stefán Claessen 4.292 pinnar / 179 mtl.
  7. Katrín Fjóla Bragadóttir og Guðjón Júlíusson 4.250 pinnar / 178 mtl.
  8. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir og Aron Fannar Benteinsson 4.220 pinnar / 176 mtl.

Forkeppni Íslandsmóts Para 2019

Í morgun fór fram forkeppni í íslandsmóti para 2019.
Spilaðir voru 6 leikir og eru það efstu 8 pörin sem að spila svo milliriðil kl 9:00 í fyrramálið
Efst eftir dagin eru Dagný Edda Þórisdóttir (KFR) og Hafþór Harðarsson (ÍR) 

Stöðuna má sjá hér fyrir neðan ásamt skori dagsins:

Sæti Samtals Mtl. pars Sæti Nafn Skor Mtl. einst. 1 2 3 4 5 6
1 2344 195,33   Dagný Edda Þórisdóttir 1128 188,00 197 209 222 201 151 148
  Hafþór Harðarson 1216 202,67 202 219 164 199 211 221
2 2332 194,33   Ástrós Pétursdóttir 1102 183,67 169 165 191 201 183 193
  Gústaf Smári Björnsson 1230 205,00 192 240 146 212 192 248
3 2296 191,33   Linda Hrönn Magnúsdóttir 1037 172,83 162 164 173 164 213 161
  Gunnar Þór Ásgeirsson 1259 209,83 200 178 187 240 206 248
4 2288 190,67   Guðný Gunnarsdóttir 1049 174,83 183 189 166 182 170 159
  Arnar Sæbergsson 1239 206,50 257 172 218 203 222 167
5 2225 185,42   Nanna Hólm Davíðsdóttir 957 159,50 156 184 162 143 144 168
  Einar Már Björnsson 1268 211,33 199 225 183 257 222 182
6 2154 179,50   Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir 1035 172,50 196 169 173 179 157 161
  Aron Fannar Benteinsson 1119 186,50 195 209 207 166 138 204
7 2125 177,08   Bergþóra Rós Ólafsdóttir 1062 177,00 199 187 174 173 153 176
  Stefán Claesen 1063 177,17 220 140 232 154 150 167
8 2091 174,25   Katrín Fjóla Bragadóttir 967 161,17 147 166 151 184 148 171
  Guðjón Júlíusson 1124 187,33 175 164 187 202 170 226
9 2085 173,75   Hafdís Eva Pétursdóttir 984 164,00 120 165 190 160 180 169
  Steindór Máni Björnsson 1101 183,50 224 178 190 180 202 127
10 2016 168,00   Eyrún Ingadóttir 908 151,33 126 137 148 139 150 208
  Hlynur Örn Ómarsson 1108 184,67 154 185 186 171 211 201
11 2013 167,75   Helga Sigurðardóttir 958 159,67 127 165 155 169 151 191
  Bharat Singh 1055 175,83 155 168 196 180 180 176
12 2006 167,17   Laufey Sigurðardóttir 910 151,67 145 110 179 137 171 168
  Sigurður Björn Bjarkason 1096 182,67 189 204 126 189 159 229
13 1961 163,42   Sara Bryndís Sverrisdóttir 908 151,33 157 149 161 157 154 130
  Jóhann Ársæll Atlason 1053 175,50 190 179 166 203 135 180
14 1936 161,33   Málfríður jóna Freysdóttir 858 143,00 126 155 142 138 128 169
  Freyr Bragason 1078 179,67 164 170 160 199 193 192
15 1927 160,58   Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir 853 142,17 116 119 177 164 139 138
  Svavar Þór Einarsson 1074 179,00 173 189 191 199 152 170
16 1891 157,58   Bára Ágústsdóttir 858 143,00 171 157 162 127 122 119
  Þórarinn Már Þorbjörnsson 1033 172,17 136 190 190 162 186 169
17 1890 157,50   Steinunn Guðmundsdóttir 828 138,00 126 143 140 123 134 162
  Magnús Guðmundsson 1062 177,00 149 205 179 207 172 150
18 1819 151,58   Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir 834 139,00 113 133 121 163 144 160
  Kristján Þórðarson 985 164,17 164 206 143 143 149 180
19 1807 150,58   Alexandra Kristjánsdóttir 887 147,83 145 144 154 145 146 153
  Hlynur Atlason 920 153,33 128 176 148 136 167 165
20 1791 149,25   Birgitta Þura Birgisdóttir 828 138,00 124 176 160 110 137 121
  Guðmundur Sigurðsson 963 160,50 141 157 138 190 176 161
21 1711 142,58   Jónína Björg Magnúsdóttir 758 126,33 120 135 120 136 95 152
  Matthías Leó Sigurðsson 953 158,83 137 156 178 166 156 160

Breyting á 4. gr. Reglugerðar um keilumót

Stjórn KLÍ hefur gert breytingu á Reglugerð um keilumót nánar tiltekið 4. grein hennar. Breytingin sem gerð hefur verið er sú að erlendum ríkisborgurum sem hafa verið búsettir hér á landi í það minnsta í 12 mánuði fyrir mót er heimild þátttaka á Íslandsmótum para, -tvímennings og -einstaklings.

Einungis íslenskir ríkisborgarar geta þó leikið fyrir hönd þjóðar í þeim mótum sem við á.

Er þessi breyting til samræmis við það sem gert er í nágrannalöndum okkar og eðlileg leið til að opna keilusamfélagið hér á landi með auknum fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á hverjum tíma.

Sjá Reglugerð um keilumót.