Reglugerð KLÍ um Íslandsmót í tvímenningi

1. grein

Íslandsmót í tvímenningi skal haldið árlega.

2. grein

Bæði karlar og konur geta myndað tvímenning. Þátttaka tvímennings er ekki bundin við að báðir aðilar komi úr sama félagi/héraði. Konur fá 8 pinna í forgjöf.

3. grein

Eigi skal leika fleiri en 2 leiki í senn á sama brautarpari í forkeppni og milliriðli.

Forkeppni

Spilaðir eru 4 leikir. Efstu 10 tvímenningarnir halda áfram í milliriðill.

Milliriðill

Spilaðir eru 4 leikir. Efstu 6 tvímenningarnir halda áfram í undanúrslit.

Undanúrslit

Allir spila við alla, einföld umferð. Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:
– fyrir sigur í leik fást 40 bónusstig
– fyrir jafntefli í leik fást 20 bónusstig
Tveir efstu tvímenningarnir komast í úrslit.
Skorið fylgir alla leið nema í úrslitin, þá er allt sett á núll.

Úrslit

Tveir stigahæstu tvímenningarnir leika síðan til úrslita. Sá tvímenningur sem er efstur að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflisviðureignir skal útkljá með því að báðir tvímenningar kasti einu kasti og sá sem fellir fleiri keilur sigrar. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skulu báðir tvímenningar kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari í tvímenningi.

4. grein

Mótanefnd KLÍ annast undirbúning og framkvæmd keppninnar.

Breytt á formannafundi 28. apríl 2011
Breytt á formannafundi 16. apríl 2015
Breytt á stjórnarfundi KLÍ 23.10.2022