Breyting á 4. gr. Reglugerðar um keilumót

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Stjórn KLÍ hefur gert breytingu á Reglugerð um keilumót nánar tiltekið 4. grein hennar. Breytingin sem gerð hefur verið er sú að erlendum ríkisborgurum sem hafa verið búsettir hér á landi í það minnsta í 12 mánuði fyrir mót er heimild þátttaka á Íslandsmótum para, -tvímennings og -einstaklings.

Einungis íslenskir ríkisborgarar geta þó leikið fyrir hönd þjóðar í þeim mótum sem við á.

Er þessi breyting til samræmis við það sem gert er í nágrannalöndum okkar og eðlileg leið til að opna keilusamfélagið hér á landi með auknum fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á hverjum tíma.

Sjá Reglugerð um keilumót.

Nýjustu fréttirnar