ECC dagur 2

Facebook
Twitter

Í dag fóru fram seinni 8 leikirnir af 16 á ECC 2019

Það varð spenna í lokaleikjum um að komast í topp 16 niðurskurð hjá körlunum í morgun.
Bodo Konieczny frá Þýskalandi náði að vinna sig upp í 3.sætið eftir að hafa verið í 5.sæti eftir gærdaginn, Hann náði að spila 268,247 og 269 og enda dagin með 1816 seríu.
Í 2.sæti í riðlinum í dag var það tveggjahanda spilarinn frá Latvia Daniel Vezis með 1825 seríu sem skilaði honum í 6.sæti inn í undanúrslit.
Sigurvegari dagsins er Glenn Morten Pedersen frá noregi sem að spilaði 269 og 289 í loka leikjum sínum í dag sem að dugðu honum til að vinna riðilin og að koma sér í 1.sæti inn úr undanúrslit sem að hefjast á morgun föstudag.
Gunnar Þór spilaði 1500 seríu eða 187,5 í meðaltal og endaði í 31.sæti í dag 
Gunnar endaði í 33.sæti með 2984 seríu eða 186,5 í meðaltal
Hægt er að sjá stöðuna hjá körlum hér eftir 16.leiki

Í kvenna flokki voru það Mai Ginge Jensen frá Danmörku og Olha Pokotylo frá Úkraníu sem að áttu daginn.
Olha Pokotylo vann riðilin í dag þar sem að hún spilaði 1754 eða 219,2 í meðaltal sem að skilaði henni í 7.sæti í undanúrslit eftir að hafa verið í 25.sæti eftir gærdaginn.
Mai Ginge Jensen átti góðan dag í dag líka þar sem að hún endaði í 2.sæti með 1732 eða 216,5 í meðaltal sem að setti hana í 1.sætið inn í undanúrslit sem að hefjast á morgun
Nanna Hólm spilaði 1407 eða 175,9 í meðaltal og endaði í 26.sæti í riðlinum í dag.
Nanna endaði í 25.sæti með 2825 seríu eða 176,6 í meðaltal 
Hægt rt að sjá stöðuna hjá konunum hér eftir 16.leiki

 

 

 

Nýjustu fréttirnar