Dagný Edda og Hafþór eru Íslandsmeistarar para 2019

Facebook
Twitter

Nú rétt í þessu lauk Íslandsmóti para í keilu 2019. Íslandsmeistarar eru þau Dagný Edda Þórisdóttir og Hafþór Harðarson. Sigruðu þau í úrslitum þau Ástrósu Pétursdóttur og Gústaf Smára Björnsson               í tveim viðureignum 420 gegn 352 og loks 396 gegn 374. Dagný Edda og Hafþór leiddu forkeppnina sem leikin var í gær og milliriðilinn sem leikinn var í morgun og enduðu keppnina með 199 í meðaltal.

Í þriðja sæti urðu svo þau Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson en lokastaða 8 efstu para sem kepptu í dag urðu þessi:

  1. Dagný Edda Þórisdóttir og Hafþór Harðarson 4.773 pinnar / 199 mtl.
  2. Ástrós Pétursdóttir og Gústaf Smári Björnsson 4.668 pinnar /195 mtl.
  3. Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson 4.575 pinnar / 191 mtl.
  4. Nanna Hólm Davíðsdóttir og Einar Már Björnsson 4.454 pinnar / 186 mtl.
  5. Linda Hrönn Magnúsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson 4.423 pinnar / 184 mtl.
  6. Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Stefán Claessen 4.292 pinnar / 179 mtl.
  7. Katrín Fjóla Bragadóttir og Guðjón Júlíusson 4.250 pinnar / 178 mtl.
  8. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir og Aron Fannar Benteinsson 4.220 pinnar / 176 mtl.

Nýjustu fréttirnar