Adam Pawel Blaszczak sigrar keilukeppnina á RIG 2022

Í gærkvöldi lauk keppni í keilu á Reykjavíkurleikunum 2022 og var það Adam Pawel Blaszczak úr ÍR frá Pólandi sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lagt Hafþór Harðarson ÍR í úrslitum en sýnt var frá þeim í beinni útsendingu á RÚV2, sjá upptöku hér.

Úrslitaleikurinn var æsi spennandi milli þeirra tveggja. Hafþór Harðarson var með yfirhöndina allan leikinn fram að 10. og síðasta ramma leiksins. Hafði Hafþór möguleika á að ná 279 stigum af 300 mögulegum ef hann felldi út í síðasta ramma leiksins. Adam hafði möguleika á 256 með því að fella út. Adam náði 2 fellum af þrem mögulegum til að byrja með en Hafþór fékk 9 keilur í fyrsta kasti í 10 rammanum, skildi eftir 10 pinnan eftir sem er lengst til hægri. Hafþór hafði því enn sigurinn í höndum sér en þurfti að ná pinnanum sem eftir stóð. Hafþór missti hins vegar af honum og tapaði þar með úrslitaleiknum. Há dramatískur úrslitaleikur því staðreynd.

Úrslitin á Reykjavíkurleikunum í keilu fara þannig fram að 4 keilarar sem hafa komist í gegn um útsláttarstig mótsins eftir forkeppni mætast. Allir keppa á sama brautarparinu og dettur sá sem hefur lægsta skorið út eftir einn leik. Var það hann EJ Nenichka frá Bandaríkjunum sem féll út í fyrsta leiknum en Adam, Hafþór og Robert Anderson frá Svíþjóð sem var með þeim í úrslitunum komust áfram í leik tvö. Þar gerði Adam sér lítið fyrir og náði fullkomnum leik eða 300 stigum. Robert féll naumlega út fyrir Hafþóri. Hafþór tók síðan eins og áður segir forystuna strax í lokaleiknum en svo fór sem fór.

Eftir forkeppni keilukeppninnar var Robert Anderson með bestu seríu til að komast í útsláttarkeppnina. Robert náði 1.581 pinnum í 6 leikja seríu sem gerir 263,3 í meðaltal af hámarki 300 sem hægt er að ná. Setti hann bæði persónulegt met í 3 og 6 leikjum en eftir fyrstu þrír leikirnir hans voru 258 – 299 og 298, nánast 2 fullkomnir leikir í röð.

Bestum árangri kvenna á mótinu náði hin enska Verity Crawley sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni en hún varð í 5. sæti. Best íslenskra kvenna varð Marika K E Lönnroth en hún komst í útsláttarskref 2 af 5.

Alls tóku hátt í 100 keilarar þátt í mótinu frá alls 10 löndum. Alls voru leiknir 1.725 keiluleikir á mótinu og samtals má segja að keppt hafi verið í yfir 32 klukkutíma alls. Alls náðu 5 keilarar að leika fullkominn leik á mótinu og þar af tveir í sitt fyrsta sinn. Það voru þeir Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR hans fyrsti leikur, Einar Már Björnsson ÍR hans annar á ferlinum, Alexander Halldórsson KFR hans fyrsti, Daria Pajak frá Pólandi en hún keppir á bandarísku mótaröðinni og svo loks Adam Pawel í sjónvarpsúrslitunum.

Keilusamband Íslands KLÍ sem stóð að mótinu þakkar þátttakendum fyrir stórglæsilega spilamennsku á mótinu. KLÍ fangar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er óhætt að segja að afmælisárið byrjar með glæsibrag. KLÍ þakkar einnig ÍTR fyrir ómetanlegan stuðning við mótið. KLÍ þakkar einnig Keiluhöllinni fyrir aðstöðuna sem var nýtt í hið ýtrasta á liðnum dögum. Starfsfólki mótsins er einnig þakkað fyrir aðkomu þeirra. Keppendum og fylgjendum þökkum við fyrir frábært mót.

Efstu 8 á mótinu í ár, frá vinstri:

  1. Adam Pawel ÍR
  2. Hafþór Harðarson ÍR
  3. Robert Anderson Pergamon
  4. EJ Nenichka Bandaríkin
  5. Verity Crawley England
  6. Jón ingi Ragnarsson KFR
  7. Andri Freyr Jónsson KFR (vantar á mynd)
  8. Skúli Freyr Sigurðsson KFR

Streymi frá öllum riðlum mótsins má sjá hér.

Leikdagar í 8liða bikar

Dregið var í 8 liða bikar í dag upp í Egilshöll
Þau lið sem að dróust saman í bikar kvenna eru:
KFR Skutlurnar – ÍR BK (7-8)
KFR Valkyrjur – KFR Afturgöngurnr (9-10)
ÍR Elding – ÍR KK (11-12)
ÍR Buff – ÍR TT (13-14)

Hjá körlunum voru það
ÍR S – KFR Lærlingar (15-16)
ÍR PLS – ÍR KLS (17-18)
KFR Stormsveitin – ÍR Nas (19-20)
KFR Grænu Töffararnir – ÍR L (21-22)

Spilað er sunnudaginn 13.feb kl 19:00

RIG 2022 heldur áfram

Keppni á Reykajvik International Games 2022 heldur áfram um helgina. Skráningar í riðlana er í fullum gangi og er farið að fjölga hressilega í laugardagsriðlinum, skráning er hér.

Erlendir keppendur fara að tínast til landsins um helgina og kíkja við í Egilshöll. Allar upplýsingar um mótið eru að finna á vef þess www.rigbowling.is – Fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected] – Allar upplýsingar um mótið í heild sinni má finna á www.rig.is en keppt er í fjölmörgum greinum á mótinu í ár.

Gildandi samkomutakmarkanir hafa því miður áhrif á þessa keppni sem og aðrar og er áhorfendabann á leikana í öllum greinum. Reynt verður að streyma frá öllum riðlum eins og hægt er og má nálgast streymin á YouTube síðu RIG Bowling.

Æfingabúðir með Dariu Pajak – Aðeins 3 pláss: UPPSELT

Vegna komu Dariu Pajak hingað á RIG ætlar hún að vera með æfingabúðir upp á Skaga laugardaginn 5. febrúar. Þar sem afrekshópur kvenna gengur fyrir eru aðeins 3 pláss laus til almennrar skráningar. Æfingabúðirnar ganga þannig fyrir sig að hún tekur aðeins 3 inn í einu, einn á braut og verður samtals 90 mín með hvern hóp.

Æfingarnar verða settar upp þannig að hún fer yfir með hverjum og einum hver markmiðviðkomandi er, hvað viðkomandi vill fá út úr sínum leik, greining á kast stíl viðkomandi og þá tillögur til úrbóta.

Verð fyrir þetta er stillt í algjört hóf og er aðeins 10.000,- per keilara og er skráning í gegn um Sportabler. Eins og segir eru 3 pláss laus og er hefst tíminn hjá Dariu kl. 9:00 með upphitun kl. 8:45 og því þarf að drífa sig í að skrá sig og þá mæta tímalega.

8.liða bikar dráttur

Nú fer að líða að því að 8 liða bikar verði spilaður. 
Dregið verður laugardaginn 29.janúar eftir að squad 1 í RIG klárast
8 liða bikar er settur sunnudaginn 13.febrúar 2022 kl 19:00

Þau lið sem eru í pottinum hjá körlum eru:

ÍR-KLS 
ÍR-L
ÍR-NAS
ÍR-PLS  
ÍR-S
KFR-Grænu töffararnir
KFR-Lærlingar
KFR-Stormsveitin

Þau lið sem eru í pottinum hjá konum eru:

ÍR-BK
ÍR-BUFF
ÍR-Elding
ÍR-KK
ÍR-TT
KFR Skutlurnar
KFR-Afturgöngurnar
KFR-Valkyrjur

Hertar sóttvarnaraðgerðir

Eftirfarandi var að berast frá Íþrótta og Ólympíusambandinu varðandi íþróttastarfið í framhaldi af hertum aðgerðum stjórnvalda.

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að það er verið að samkomutakmarkanir verða hertar á miðnætti.

Íþróttastarf fær að halda áfram í 50 manna hólfum og á það við um börn og fullorðna. Þó verða áhorfendur á öllum íþróttaviðburðum bannaðir en heimilt að hafa fjölmiðlafólk að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

RIG Bowling 2022 – Skráning opin – Margir erlendir keppendur á leiðinni

Keilusamband Íslands heldur keilumót á Reykjavik International Games 2022. Er þetta í 14. sinn sem keilan er á RIG af þeim 15 skiptum sem þessir leikar hafa farið fram í höfuðborginni. Skráning í riðla er nú opin og má skrá sig hér í alla riðla en sérstök skráning í Early Bird riðilinn fer fram hér í gegn um Sportabler þar sem greiða þarf mótsgjaldið með kortafærslu við skráningu. Athugði að hámark komast 44 keilarar að í hverjum riðli. Athugði að fyrirvarar eru á hvort riðlar séu haldnir ef næg þátttaka fæst ekki. Hægt verður að skrá sig á biðlista í gegn um Sportabler fyllist riðillinn.

Sterkir erlendi keppendur sem aldrei fyrr

Á mótið í ár koma nokkrir sterkir erlendir keppendur auk annarra sem koma til lands á eigin vegum. Það sýnir hversu þekkt mót þetta er orðið í Evrópu en þar má m.a. þakka kynningu PWBA kvenna sem komið hafa undanfarin ár.

Diana Zavjalova frá Lettlandi

Diana sem er PWBA keilari kom hér á RIG 2020 og féll, rétt eins og allir aðrir sem hafa komið hingað, fyrir landi og þjóð. Hún kemur nú aftur og búast má við að með henni komi einhverjir keppendur.

 

Verity Crawley frá Englandi

Veriy er að koma hingað í fyrsta skiptið. Hún er keppandi á bandarísku atvinnumótaröð kvenna PWBA og ein allra besta enska keilukonan í dag enda fastagestur í landsliði þeirra.
 

Daria Pajak frá Póllandi

Daria sem líka er PWBA keilari er að koma hér í þriðja sinn. Með henni má búast við nokkrum keilurum frá heimalandi hennar sem og frá öðrum löndum. Daria verður með keiluþjálfun helgina eftir RIG sem nánar verður auglýst síðar.

 

Jesper Agerbo frá Danmörku

Jesper ætti ekki að þurfa að kynna fyrir íslenskum keilurum. Hann hefur oft komið hér á RIG og vann leikana 2018. Jesper er landsliðsmaður Dana og hefur m.a. unnið einstaklingskeppni á bæði Evrópu- og Heimsmeistaramótum. Með honum koma nokkrir keilarar frá Danaveldi.

 

Mattis Möller frá Svíþjóð

Von er á að komandi landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands mæti enn og aftur til okkar og verði með okkur á RIG. Hver man ekki eftir 7 – 10 glennunni sem Möller þrumaði niður 2019?

 

Auk þessara keilara hafa nokkrir erlendir aðilar boðað komu sína og má búast við að mótið í ár verði það fjölmennasta af erlendum keppendum til þessa.

Um mótið

Hefur Covid áhrif?

Covid hefur vissulega áhrif. Eins og staðan er í dag er hægt að halda Reykjavíkurleikana og stefna allir aðilar innan RIG að því. Hinsvegar má búast við ákveðnum takmörkunum varðandi mótið sem fyrst og fremst lúta að almennri grímuskyldu og mögulega takmörkuðu aðgengi áhorfenda.

Komi til einhverra sérstakra takmarkanna verður það tilkynnt sérstaklega.

Keppni hefst á ný eftir jólafrí

Gleðilegt ár Keilarar.

 
Í næstu viku hefst keppni á ný hjá okkur í keilunni. Vegna gildandi sóttvarnarreglna þá þurfa keppendur að taka tillit til þeirrar hólfa skiptingar sem er sett upp í Egilshöll.  Hólfin eru brautir 1 – 6, brautir  7 – 14 og brautir 15 – 22.  Þar sem samkvæmt sóttvarnarreglum þurfa áhorfendur að vera í sætum og aðskildir frá keppendum, þessu skilyrði er bara ekki hægt að uppfylla og því er það ósk okkar að áhorfendur sitji heima og fylgist með á Lane Talk. Það þíðir að áhorfendabann er í gildi að svo stöddu.

Landslið kvenna á EWC2022 í Álaborg

Evrópumeistaramót kvenna 2022 (EWC2022) verður haldið í Álaborg í Danmörku dagana 9. – 20. febrúar 2022.  Landsliðsþjálfararnir Skúli Freyr Sigurðsson og Andri Freyr Jónsson hafa valið eftirtalda leikmenn í þetta verkefi fyrir Íslands hönd:

  • Katrín Fjóla Bragadóttir             KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir        ÍR
  • Málfríður Jóna Freysdóttir         KFR
  • Margrét Björg Jónsdóttir           ÍR
  • Marika Katarina E. Lönnroth      KFR
  • Nanna Hólm Davíðsdóttir          ÍR