Keppni hefst á ný eftir jólafrí

Facebook
Twitter

Gleðilegt ár Keilarar.

 
Í næstu viku hefst keppni á ný hjá okkur í keilunni. Vegna gildandi sóttvarnarreglna þá þurfa keppendur að taka tillit til þeirrar hólfa skiptingar sem er sett upp í Egilshöll.  Hólfin eru brautir 1 – 6, brautir  7 – 14 og brautir 15 – 22.  Þar sem samkvæmt sóttvarnarreglum þurfa áhorfendur að vera í sætum og aðskildir frá keppendum, þessu skilyrði er bara ekki hægt að uppfylla og því er það ósk okkar að áhorfendur sitji heima og fylgist með á Lane Talk. Það þíðir að áhorfendabann er í gildi að svo stöddu.

Nýjustu fréttirnar