Íslandsmót einstaklinga – Forkeppni lokið

Í dag, sunnudag 4. mars, lauk forkeppni á Íslandsmóti einstaklinga og því ljóst hvaða keppendur, 12 konur og 16 karlar, halda áfram keppni í milliriðli í Keiluhöllinni á morgun mánudaginn 5. mars kl. 19:00. Í milliriðli eru spilaðir 6 leikir og að því loknu komast 8 efstu karlarnir og 6 efstu konurrnar í undanúrslit sem spiluð verða í Keiluhöllinni þriðjudaginn 6. mars kl. 19:00. Í undanúrslitum er spiluð einföld umferð, allir á móti öllum, þ.e. 5 leikir hjá konunum og 7 leikir hjá körlunum. Að lokum keppa tveir efstu keppendurnir í hvorum flokki til úrslita sem spiluð verða strax að undanúrslitum loknum.

Hafþór Harðarson KFR byrjaði daginn vel og spilaði 1.010 í fyrstu 4 leikjunum og var nálægt gildandi Íslandsmeti sem er 1.033. Hann gaf þó aðeins eftir í síðustu leikjunum, en er enn í efsta sæti með 2.890 pinna eða 240,83 að meðaltali í leik. Steinþór Geirdal Jóhannsson ÍR spilaði best í karlaflokki í dag eða 1.432 og er nú í 2. sæti með 2.838 pinna eða 236,5 að meðaltali. Magnús Magnússon KR er í 3. sæti með 2.759 pinna eða 229,92 að meðaltali. Arnar Sæbergsson ÍR spilaði 1.379 í dag og vann sig upp úr 12. sæti í það 4. Andrés Páll Júlíusson KR spilaði 1.312 og fór úr 8. sæti í það 5. og Freyr Bragason KFR spilaði 1.302 og hækkaði við það úr 10. sæti í það 6. Í 7. sæti, og 8 pinnum á eftir Frey, er Árni Geir Ómarsson ÍR sem í dag spilaði 1.178 og Björn Birgisson KR er í 8. sæti 9 pinnum á eftir Árna Geir. Baráttan um 16. sætið var engu minna spennandi. Í 16. sæti og síðastur inn í milliriðil var Magnús Reynisson KR, sem komst áfram eftir harða baráttu. Jón Kristinn Sigurðsson ÍR datt hins vegar út á 1 pinna, Jón Ingi Ragnarsson KFR á 3 pinnum og Skúli Freyr Sigurðsson KFA á 27 pinnum. Staðan hjá körlunum

Í kvennaflokki er Sigfríður Sigurðardóttir KFR með góða forystu í efsta sæti með 2.450 pinna eða 204,17 að meðaltali. Næstar á eftir henni koma Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR með 2.247 pinna eða 187,25 að meðaltali og Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 2.232 pinna eða 186 að meðatali. Í 4. sæti er Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 2.179 pinna og 181,58 að meðaltali, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 5. sæti með 2.149 pinna og 179,08 að meðaltali og í 6. sæti er Karen Rut Sigurðardóttir með 2.122 eða 176,83 að meðaltali. Magna Ýr og Dagný Edda spiluðu best í dag, en hástökkvarar dagsins voru Jóna Gunnarsdóttir KFR sem vann sig upp úr 15. sæti í það 8. og og Ágústa Þorsteinsdóttir KFR sem vann sig upp úr 14. sæti í það 12. Það var hins vegar Bára Ágústsdóttir KFR sem mátti sætta sig við 13. sætið að þessu sinni og að falla út á 54 pinnum. Staðan hjá konunum

Íslandsmót einstaklinga – seinni helgin hafin

Í morgun mættu 30 keppendur til keppni í Íslandsmóti einstaklinga, 10 konur og 20 karlar. Það eru engar ýkjur að segja að gengið hafi á með stórskotahríð, þvílíkir stórleikir sem voru í gangi í karlaflokki og nokkrum sinnum munaði litlu að fullkominn leikur næðist. 12 karlar spiluðu yfir 1.200 og þar af 3 yfir 1.400 og verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður á morgun.

Hafþór Harðarson KFR tók forystuna í karlaflokki, og setti tvö ný Íslandsmet þegar hann spilaði 1.295 í 5 leikjum og 1.495 í 6 leikjum, sem eru 249,17 að meðaltali. Leikir Hafþórs voru 215, 258, 256, 268, 257 og 241. Magnús Magnússon KR er nú í 2. sæti með 1.443 eða 240,50 að meðaltali og voru hæstu leikir Magnúsar 277 og 289. Steinþór Geirdal Jóhannsson ÍR er í 3. sæti með 1.406 eða 234,33 að meðaltali og voru hæstu leikir hans 266 og 255. Árni Geir Ómarsson ÍR kemur síðan í 4. sæti með 1.367, en hæsti leikur hans í dag var 278. Róbert Dan Sigurðsson ÍR er í 5. sæti með 1.288, en hæsti leikur hans var 257. Stefán Claessen ÍR og Björn Birgisson KR spiluðu báðir 1.268 og var hæsti leikur Stefáns 254, en Björn spilaði 268. Andrés Páll Júlíusson náði einnig 277 leik og er nú í 8. sæti með 1.259. Staðan í karlaflokki

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR spilaði best kvenna í morgun, 1.144 í 6 leikjum eða 190,67 að meðaltali, og er nú í 2. sæti á eftir Sigfríði Sigurðardóttur KFR. Dagný Edda Þórisdóttir KFR spilaði 1.130 sem eru 188,33 að meðaltali og er í 3. sæti og í 4. sæti er Ragna Matthíasdóttir KFR sem spilaði 1.114 eða 185,67 að meðaltali. Í 5. sæti er síðan Guðný Gunnarsdóttir ÍR og í 6. sæti er Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR sem spilaði 1.053 eða 174,17 að meðaltali. Staðan í kvennaflokki

16 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar að lokinni forkeppni komast áfram í milliriðil sem spilaður verður mánudaginn 5. mars kl. 19:00. 8 efstu karlarnir og 6 efstu konurrnar keppa síðan í undanúrslitum sem fara fram þriðjudaginn 6. mars kl. 19:00 Að lokum keppa tveir efstu keppendurnir í hvorum flokki til úrslita sem spiluð verða strax að undanúrslitum loknum.

Íslandsmót einstaklinga – Forkeppni

Nú hafa 19 keppendur lokið forkeppni í Íslandsmóti einstaklinga. Sigfríður Sigurðardóttir KFR leiðir í kvennaflokki með 2.450, eða 204,17 að meðaltali í leik. Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 2. sæti með 2.179 eða 181,58 að meðaltali og Sigurlaug Jakobsdóttir er í 3. sæti með 1.998 eða 166,5 að meðaltali í leik. Í karlaflokki er Atli Þór Kárason ÍR efstur með 2.477 eða 206,42 að meðaltali í leik, Davíð Löve KR er í 2. sæti með 2.444 eða 203,67 að meðaltali og Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR er í 3. sæti 2.347 eða 195,58 að meðaltali í leik.

  • Staðan í kvennaflokki
  • Staðan í karlaflokki
  • Íslandsmót liða 2006 – 2007

    Í næstu viku, 4. – 10. mars verður tekið hlé á keppni í Íslandsmóti liða vegna keppni í Íslandsmóti einstaklinga, en keppni í milliriðli fer fram mánudaginn 5. mars og keppni í undanúrslitum fer fram þriðjudaginn 6. mars. Í vikunni fór hins vegar fram 15. umferð í 1. deild kvenna og 13. umferð í 1. og 2. deild karla. Sjá nánar stöðuna í deildunum

    Dagskráin fyrir þær umferðir sem eftir eru af Íslandsmóti liða á þessu keppnistímabili hafa nú verið birtar með fyrirvara um breytingar, sjá dagskrá . Jafnframt hafa verið settar niður dagsetningar fyrir úrslitakeppni í 1. deild kvenna og karla er stefnt að því að hún fari fram dagana 28. – 29. apríl og 7. – 9. maí n.k. Sjá einnig undir Dagskrá

    Í 15. umferð 1. deildar kvenna sem fór fram í vikunni var það lið ÍR-KK sem kom mest á óvart þegar þær spiluðu sinn hæsta leik 615 og hæstu seríu 1.797, unnu óvænt 5 stig af stöllum sínum í ÍR-TT og sett heldur betur strik í reikninginn í toppbaráttunni. Leikir KFR-Valkyrja og ÍR-BK fór 18 – 2 og leikur KFA-ÍA og KFR-Afturganganna fór 17 – 3 og er staðan því óbreytt á toppi deildarinnar. KFR-Valkyrjur eru efstar með 212,5 stig, ÍR-TT er í 2. sæti með 197 stig, KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 185,5 stig og KFR-Skutlurnar eru í 4. sæti með 106 stig. Sjá nánar

    Í 2. deild karla fóru leikir þannig í 13. umferð: KR-C vann KFA-ÍA-B 17 – 3, ÍR-NAS náði 2 stigum á móti KFR-JP-kast. ÍR-Línur tóku 2 stig á móti KFK-Keiluvinum og ÍR-T vann KFK-Keila.is 16 – 4. Staðan getur breyst á toppnum þar sem einum leik er enn ólokið, en er nú þannig að KFR-JP-kast eru efstir með 173 stig, KFA-ÍA er í 2. sæti með 156 stig og leik til góða, KFK-Keiluvinir eru í 3. sæti með 149 stig og leik til góða og KR-C kemur síðan í 4. sæti með 133 stig. Sjá nánar

    Í 1. deild karla var tveimur leikjum frestað í 13. umferð, leik KFR-Lærlinga og ÍR-PLS og leik KR-A og KFR-Þrasta. Aðrir leikir fóru þannig: KFR-Stormsveitin tók 6 stig á móti ÍR-KLS, ÍR-L vann 11 gegn félögum sínum í ÍR-P og leik KR-B og ÍR-A lauk 6,5 gegn 13,5. Staðan er því þannig að KFR-Lærlingar eru efstir með 186 stig og leik til góða, KR-A er í 2. sæti með 165,5 stig og leik til góða, ÍR-PLS fylgir þeim fast á eftir og eru í 3. sæti með 165 stig og einnig leik til góða. Í 4. sæti koma síðan ÍR-A með 154 stig og ÍR-KLS og KR-B sem koma í næstu sætum þar á eftir með 140 stig eygja enn von um að ná inn í úrslitakeppnina. Í fallbaráttunni eru síðan KFR-Þrestir í 9. sæti með 67 stig, en reyndar leik til góða og ÍR-P með 53 stig. Sjá nánar

    Félagakeppni KLÍ – 3. umferð

    Þriðja umferð Félagakeppni KLÍ fór fram í Keiluhöllinni fimmtudaginn 22. febrúar. Staðan er nú þannig að KFR er efst með 83,5 stig, KR er í 2. sæti með 67 stig, ÍR í 3. sæti með 54,5 stig, KFK í 4. sæti með 40 stig og KFA er í 5. sæti með 25 stig. Fjórða og síðasta umferð Félagakeppni KLÍ fer fram í Keiluhöllinni fimmtudaginn 22 mars n.k.

    Sjá nánar http://www.kli.is/mot/onnur/felagakeppni/ 

    Deildarbikar liða 4. umferð

    Fjórða umferð af sex í Deildarbikar liða fór fram í Keiluhöllinni þriðjudaginn 20. febrúar. Fimmta umferð Deildarbikarsins fer fram í Keiluhöllinni þriðjudaginn 20. mars n.k. Sjá nánar

    Staðan er þannig í A-riðli að ÍR-PLS hefur tekið örugga forystu með 30 stig og 199,63 að meðaltali, ÍR-A er í 2. sæti með 22 stig og 190,25 í meðaltal, en „stelpurnar“ í ÍR-TT koma síðan í 3. sæti með 12 stig og 181,5 í meðaltal. Í B-riðli er keppnin jafnari, en ÍR-KLS er í efsta sæti með 24 stig hæsta meðaltalið 204,47, KR-B er í 2. sæti með 22 stig og 195,84 að meðaltali og ÍR-L kemur síðan í 3. sæti með 16 stig og 182 í meðaltal.

    Íslandsmót einstaklinga – Forkeppni

    Nú hafa 12 keppendur lokið forkeppni í Íslandsmóti einstaklinga. Sigfríður Sigurðardóttir KFR jók forystuna í kvennaflokki þegar hún spilaði 1.255 í seinni 6 leikjunum í dag og er nú með samtals 2.450, eða 204,17 að meðaltali í leik. Guðný Gunnarsdóttir ÍR spilaði 1.151 í seinni 6 leikjum dagsins og er í 2. sæti með samtals 2.179 eða 181,58 að meðaltali. Sigurlaug Jakobsdóttir er í 3. sæti með 1.998 eða 166,5 að meðaltali í leik.

    Atli Þór Kárason ÍR spilaði best í karlaflokki í seinni 6 leikjum dagsins, eða 1.256 og er nú kominn í 1. sætið með samtals 2.477 eða 206,42 að meðaltali í leik. Davíð Löve KR er í 2. sæti með 2.444 eða 203,67 að meðaltali og Jón Kristinn Sigurðsson ÍR er í 3. sæti 2.347 eða 195,58 að meðaltali í leik.

    Íslandsmót einstaklinga – Fyrsti dagur

    Að loknum fyrri 6 leikjum forkeppni fyrri riðils á Íslandsmóti einstaklinga er staðan sú að Íslandsmeistarinn frá fyrra ári Sigfríður Sigurðardóttir KFR leiðir í kvennaflokki með 1.195 pinna eða 199,17 að meðaltali í leik. Í 2. sæti er Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 1.028 og Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti með 938.

    Gamla kempan úr KR, Davíð Löve spilaði best af körlunum í morgun og er efstur með 1.235 eða 205,83 að meðaltali. Í 2. sæti er Atli Þór Kárason ÍR með 1.221 og í 3. sæti er unglingalandsliðsmaðurinn Jón Kristinn Sigurðsson ÍR með 1.215.

    Arnar endaði í 9. sæti

    Arnar Sæbergsson byrjaði með látum í morgun á Ebonite International Luxembourg Open og var í 2. sæti að loknum 6 leikum í fyrstu umferð úrslitanna með 1.393 pinna eða 232,17 að meðaltali í leik. Þá var Austurríkismaðurinn Michael Loos efstur með 1.415. Í annarri umferð úrslitanna gekk ekki eins vel hjá Arnari, serían 559 í 3 leikjum, og fór því svo að hann endaði í 9. sæti aðeins 4 pinnum frá því að komast áfram í þriðju umferð. Engu að síður frábær árangur hjá Arnari.

    Sigurvegari á mótinu var Paul Moor Englandi  sem sigraði Osku Palermaa Finnlandi í úrslitaleiknum, í 3. sæti varð Alix Yoan. Sjá nánar