Heimsmeistaramót U21 dagur 2 & 3

Þá hafa strákarnir lokið einstaklingskeppninni (singles).
Í gær spiluðu Mikael og Hinrik, óhætt er að segja að þetta hafi farið í sitthvora áttina hjá strákunum,
Hinrik byrjaði vel en halla fór undan fæti þegar líða tók á. Hinrik spilaði 957 og endaði í 129. sæti.
Mikael var lengur að hrista af sér byrjunar stressið en endaði virkilega vel. Mikael spilaði 1174 og endaði í 99.sæti.

Í dag spiluðu Ísak og Jóhann og skiluðu strákarnir mjög góðu dagsverki.
Ísak byrjaði á flottum 255 leik og endaði með að spila 1274 sem skilaði honum í 62. sæti, tæpum 90 pinnum frá niðurskurði. Frábær árangur hjá Ísaki á sínu fyrsta móti utan landsteinana.
Jóhann átti einnig flottan dag og endaði með 1223 og endaði hann í 83.sæti.
 
Efstu 16 komust áfram og spilaði Svíinn Carl Eklund best í dag eða 1554 sem er meðaltal upp á 259 í leik.
 
Næst á dagskrá er tvímenningur.
Stelpurnar okkar spila á morgun klukkan 7:30 (Hafdís / Elva) og 13:30 (Alexandra / Málfríður).
Strákarnir spila svo á laugardag (Hinrik / Mikael) (Jóhann / Ísak).
 

Stöðuna í mótinu er að finna hér

Hægt að fylgjast með lifandi skori á meðan keppni stendur hér

Hægt er að horfa á keppendur á meðan keppni stendur hér

 
 

Heimsmeistaramót U21 dagur 1

Dagur 1 – Einstaklingskeppni stúlkna

Heimsmeistaramót U21 hófst formlega í dag.
Leikarnir hófust með einstaklingskeppni stúlkna en þær Hafdís og Alexandra voru fyrst íslensku keppandanna til að hefja leik.
Hafdís byrjaði mótið frábærlega með 234 pinna í 1. leik en Alexandra byrjaði einnig vel, en hennar fyrsti leikur var 190 pinnar. Hafdís endaði 10 pinnum á leik yfir meðaltali sínu og Alexandra var 4 pinnum yfir sínu meðaltal.

Þá var komið að Elvu og Málfríði að hefja leik. Elva byrjaði sterkt með 190 pinna í fyrsta leik og endaði með 1124 pinna seríu sem var besti árangur íslensku keppandanna í dag og, 20 pinnum á leik yfir meðaltali í dag. Endaði Elva með árangri sínum í 29. sæti einstaklingskeppni stúlkna sem verður að teljast frábær árangur. Málfríður byrjaði rólega en sýndi mikinn karakter og sótti vel á og endaði nálægt sínu meðaltali með seríu upp á 960 pinna. 

Við getum verið stolt af stelpunum okkar eftir fyrsta dag og vonandi halda þær kraftinum og
leikgleðinni áfram inn í mótið

Leikur               1      2      3      4      5      6      samtals
Hafdís             234, 157, 163, 226, 140, 136       1056
Alexandra       190, 163, 142, 175, 196, 144       1011 
Málfríður         153, 119, 190, 153, 176, 169        960
Elva                190, 147, 174, 209, 201, 203        1124

Efst keppenda í dag var C. Pee frá Singapore með 1409 pinna eða 234,83 í meðaltal
En 16 efstu keppendurnir komast áfram úr undankeppninni og þurfti 1180 pinna til að komast áfram.

Stöðuna í mótinu er að finna hér

Hægt að fylgjast með lifandi skori á meðan keppni stendur hér

Hægt er að horfa á keppendur á meðan keppni stendur hér

 

 

World Championship 2022

U21 landsliðin okkar í keilu mættu til Helsinborg í Svíþjóð í dag og mun keppa á World Championship. Ísland sendi frá sér 4 keppendur í karla og kvennaflokki á mótið.

Mótið hefst 21. júní með einleik stúlkna en strákarnir hefja leik þann 22. júní.
Búast má við góðum fréttafluttningi frá mótinu en fyrir þá allra áhugamestu verður hægt að fylgjast með lifandi skori og videoum frá mótinu.
Hér er hægt að fylgjast með lifandi skori
 
Hér er síðan hægt að horfa á lifandi video 

Evrópumót unglinga

Evrópumót unglinga (EYC2022) verður haldið í Wittelsheim, Frakklandi dagana 1. – 11. september.  Þjálfarar liðsins hafa valið þá sem keppa fyrir Íslands hönd að þessu sinni.

Súlkur:

  • Alexandra Kristjánsdóttir
  • Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir

Piltar:

  • Aron Hafþórsson
  • Hinrik Óli Gunnarsson
  • Ísak Birkir Sævarsson
  • Mikael Aron Vilhelmsson

Þjálfarar liðsins eru:

  • Guðmundur Sigurðsson
  • Magnús Sigurjón Guðmundsson

Hér er hægt að fara á Fésbókarsíðu fyrir mótið sem og vefsíðu þar sem allar upplýsingar um mótið eru svo sem hverjir taka þátt, olíuburður og allar almennar upplýsingar.

 

Íslendingar hafa lokið keppni á EMC 2022

Þá hafa okkar menn lokið keppni á EMC 2022 en liðakeppninni lauk nú í morgun. Alls spiluðu þeir 24 leiki samtals á mótinu í einstaklings-, tvímennings-, þrímennings- og liðakeppni 5 manna. Eins og fram hefur komið þá átti mótið upprunalega að fara fram 2020 en var ítrekað frestað vegna Covid. Nú fór það hinsvegar fram og tók liðið okkar nokkrum breytingum á þessum tíma.

Arnar Davíð Jónsson var grátlega nærri því að komast inn í Masters keppnina en það er keppni 24 efstu keilara úr öllum keppnum mótsins. Var hann í 24. sæti fyrir lokadaginn en náði ekki að halda sætinu sínu þar og endaði í 33. sæti.

Árangur okkar manna í mótinu var þessi:

Einstaklingskeppnin

Sæti Nafn G1 G2 G3 G4 G5 G6 Alls Mtl.
51 Arnar David Jonsson 215 180 194 191 234 209 1.223 203,8
66 Hafthor Hardarson 219 155 159 191 231 238 1.193 198,8
96 Skuli Freyr Sigurdsson 170 172 191 216 203 184 1.136 189,3
97 Gudlaugur Valgeirsson 183 192 187 209 191 167 1.129 188,2
105 Andri Freyr Jonsson 193 137 205 197 185 195 1.112 185,3
111 Gunnar Thor Asgeirsson 181 195 182 175 190 179 1.102 183,7

Tvímenningur

  Tvímenningur                
Sæti   Iceland 3 G1 G2 G3 G4 G5 G6 Alls Mtl.
21 Arnar David Jonsson 204 265 200 192 254 243 1.358 226.3
  Hafthor Hardarson 226 187 195 171 179 167 1.125 187.5
  Samtals 430 452 395 363 433 410 2.483 206.9
                   
Sæti   Iceland 1 G1 G2 G3 G4 G5 G6 Alls Mtl.
30 Andri Freyr Jonsson 180 204 176 187 225 172 1.144 190.7
  Gudlaugur Valgeirsson 208 235 204 211 236 188 1.282 213.7
  Samtals 388 439 380 398 461 360 2.426 202.2
                   
Sæti   Iceland 2 G1 G2 G3 G4 G5 G6 Alls Mtl.
41 Gunnar Thor Asgeirsson 186 145 142 168 224 185 1.050 175.5
  Skuli Freyr Sigurdsson 221 207 227 223 222 195 1.295 215.8
  Samtals 407 352 369 391 446 380 2.345 195.4

Þrímenningur

  Þrímenningur                
Sæti   Iceland 2 G1 G2 G3 G4 G5 G6 Alls Mtl.
15 Skuli Freyr Sigurdsson 210 248 207 200 193 175 1.233 205,5
  Hafthor Hardarson 185 167 246 185 183 218 1.184 197,3
  Arnar David Jonsson 170 198 219 212 212 223 1.234 205,7
  Samtals 565 613 672 597 588 616 3.651 202,8
                   
Sæti   Iceland 1 G1 G2 G3 G4 G5 G6 Alls Mtl.
34 Andri Freyr Jonsson 215 182 157 192 155 193 1.094 182,3
  Gudlaugur Valgeirsson 217 193 180 184 165 148 1.087 181,2
  Gunnar Thor Asgeirsson 190 181 193 217 214 203 1.198 199,7
  Samtals 622 556 530 593 534 544 3.379 187,7

Liðakeppni

  Liðakeppni                
Sæti   Iceland G1 G2 G3 G4 G5 G6 Alls Mtl.
9 Gunnar Thor Asgeirsson 188 238 209 201 206 224 1.266 211
  Arnar David Jonsson 225 166 216 243 175 189 1.214 202,3
  Hafthor Hardarson 188 224 205 178 177 239 1.211 201,8
  Gudlaugur Valgeirsson 189 168 213 198 199 226 1.193 198,8
  Skuli Freyr Sigurdsson 197 205 148 200 201 184 1.135 189,2
  Samtals 987 ### 991 ### 958 ### 6.019 200,6
                   
Sæti Aukaspilarar G1 G2 G3 G4 G5 G6 Alls Mtl.
17 Andri Freyr Jonsson 213 189 136 192 157 177 1064 177,3

All event staðan

# Name Singles Doubles Trios Team Total AVG
33 Arnar David Jonsson 1.223 1.358 1.234 1.214 5.029 210
59 Skuli Freyr Sigurdsson 1.136 1.295 1.233 1.135 4.799 200
73 Hafthor Hardarson 1.193 1.125 1.184 1.211 4.713 196
76 Gudlaugur Valgeirsson 1.129 1.282 1.087 1.193 4.691 196
90 Gunnar Thor Asgeirsson 1.102 1.050 1.198 1.266 4.616 192
119 Andri Freyr Jonsson 1.112 1.144 1.094 1.064 4.414 184

Hópur íslenska liðsins

Aftari röð frá vinstri: Andri Freyr Jónsson KFR, Arnar Davíð Jónsson KFR / Höganas, Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR, Guðlaugur Valgeirsson KFR / Höganas og Hafþór Harðarson ÍR

Fremri röð frá vinstri: Frida Sethsson aðstoðarþjálfari, Mattias Möller þjálfari og Skúli Freyr Sigurðsson KFR

Allar upplýsingar um mótið; keppendur, skipulag, keppnisdagskráolíuburður o.fl. má nálgast á vefsíðu Evrópumótsins.

Frá EMC 2022 í Helsinki – Tvímenningi lokið og fyrri degi þrímennings

Keppnin heldur áfram á Evrópumóti karlalandsliða í Tali keiluhöllinni Helsinki Finnlandi. Nú er tvímenningskeppninni lokið og fyrri deginum í þrímenningi. Í tvímenningskeppninni léku saman þeir Arnar Davíð og Hafþór,  Andri Freyr og Guðlaugur og loks þeir Gunnar Þór og Skúli Freyr. Úrslit í tvímenningi má sjá hér fyrir neðan.

Í þrímenningskeppninni léku þeir Arnar Davíð, Hafþór og Skúli Freyr og þá Andri Freyr, Gunnar Þór og Guðlaugur. Eftir fyrri leikina 3 af 6 eru Arnar, Hafþór og Skúli í 16. sæti með 1.850 pinna eða 205,6 í meðaltal en Andri, Guðlaugur og Gunnar eru í 33. sæti með 1.708 pinna eða 189,8 í meðaltal. Alls eru 48 þrímenningar að keppa. Sjá úrslit leikja hér fyrir neðan.

Leikirnir í tvímenningi

21   Iceland 3
Arnar David Jonsson 204 265 200 192 254 243 1358 226,3  
Hafthor Hardarson 226 187 195 171 179 167 1125 187,5  
  430 452 395 363 433 410 2483 206,9
30   Iceland 1
Andri Freyr Jonsson 180 204 176 187 225 172 1144 190,7  
Gudlaugur Valgeirsson 208 235 204 211 236 188 1282 213,7  
  388 439 380 398 461 360 2426 202,2
41   Iceland 2
Gunnar Thor Asgeirsson 186 145 142 168 224 185 1050 175  
Skuli Freyr Sigurdsson 221 207 227 223 222 195 1295 215,8  
  407 352 369 391 446 380 2345 195,4

Það urðu þeir James Blomgren og Jesper Svensson frá Svíþjóð sem urðu Evrópumeistarar í  tvímenningi með því að leggja Finnanna Kimmo Lethonen og Juho Rissanen með 512 pinnum gegn 382 þar sem Jesper náði 289 leik. Í undanúrslitum sigruðu James og Jesper þá Maxime Dubois og Gaetan Mouveroux frá Frakklandi með 484 gegn og þeir Kimmo og Juho lögðu landa sína Tomas Kayhkö og Niko Oksanen með 450 pinnum gegn 434.

Leikirnir í þrímenningi

16   Iceland 2
Skuli Freyr Sigurdsson 210 248 207 0 0 0 665 221,7  
Hafthor Hardarson 185 167 246 0 0 0 598 199,3  
Arnar David Jonsson 170 198 219 0 0 0 587 195,7  
  565 613 672 0 0 0 1850 205,6
33   Iceland 1
Andri Freyr Jonsson 215 182 157 0 0 0 554 184,7  
Gudlaugur Valgeirsson 217 193 180 0 0 0 590 196,7  
Gunnar Thor Asgeirsson 190 181 193 0 0 0 564 188  
  622 556 530 0 0 0 1708 189,8

Gunnar Þór, Guðlaugur og Andri Freyr

Hafþór, Arnar Davíð og Skúli Freyr

Staðan í masterskeppninni / All event

Tomas Kayhkö frá Finnlandi er efstur þegar allir leikmenn hafa leikið 15 leiki af alls 24 í keppninni en hann er með 236,6 í meðaltal. Næstur er Jesper Svensson frá Svíþjóð með 229,4 og þá Joonas Jahi frá Finnlandi með 229,3.

Arnar Davíð er í 32. sæti með 211,2 í meðaltal en sem stendur er 24. sætið sem gefur lokasætið í Masterskeppninni með 214,1 í meðaltal svo það er allt hægt fyrir okkar mann að komast áfram.

Staða okkar manna í All Events:

# Name Singles Doubles Trios Team Total AVG
32 Arnar David Jonsson 1223 1358 587 0 3168 211,2
42 Skuli Freyr Sigurdsson 1136 1295 665 0 3096 206,4
61 Gudlaugur Valgeirsson 1129 1282 590 0 3001 200,1
84 Hafthor Hardarson 1193 1125 598 0 2916 194,4
105 Andri Freyr Jonsson 1112 1144 554 0 2810 187,3
126 Gunnar Thor Asgeirsson 1102 1050 564 0 2716 181,1

Allar upplýsingar um mótið; keppendur, skipulag, keppnisdagskráolíuburður o.fl. má nálgast á vefsíðu Evrópumótsins.

 

Íslensku keppendurnir hafa lokið leik í einstaklingskeppni EMC 2022

Nú í dag lauk einstaklingskeppninni á Evrópumóti karlalandsliða 2022 í Helsinki Finnlandi en keppnin byrjaði í gær með fyrsta riðlinum af þrem. Í þeim riðli léku þeir Andri Freyr Jónasson KFR og Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR. Í fyrri riðlinum í dag var komið að þeim Arnari Davíð Jónssyni KFR /Höganas og Hafþóri Harðarsyni ÍR og að lokum voru það Guðlaugur Valgeirsson KFR / Höganasog Skúli Freyr Sigurðsson KFR sem léku sína 6 leiki.

Bestu seríu af okkar mönnum náði Arnar Davíð en hann lék leikina 6 á 1.223 samtals eða 205,2 að meðaltali. Það setur hann í 51. sæti af keppendunum 146 sem tóku þátt.

Árangur okkar manna varð annars þessi:

Sæti Nafn G1 G2 G3 G4 G5 G6 Total AVG
51 Arnar Davíð Jónsson 215 180 194 191 234 209 1.223 203,8
66 Hafþór Harðarson 219 155 159 191 231 238 1.193 198,8
96 Skúli Freyr Sigurðsson 170 172 191 216 203 184 1.136 189,3
97 Guðlaugur Valgeirsson 183 192 187 209 191 167 1.129 188,2
105 Andri Freyr Jónsson 193 137 205 197 185 195 1.112 185,3
111 Gunnar Þór Ásgeirsson 181 195 182 175 190 179 1.102 183,7

Á morgun heldur keppnin síðan áfram en þá verður leikið í tvímenningi. Tvímenningar okkar verða skipaðir þannig:

  • Andri Freyr og Guðlaugur
  • Gunnar Þór og Skúli Freyr
  • Arnar Davíð og Hafþór

Allar upplýsingar um mótið; keppendur, skipulag, keppnisdagskráolíuburður o.fl. má nálgast á vefsíðu Evrópumótsins.

Evrópumót karlalandsliða 2022 í Helsinki – EMC 2022

Þessa dagana fer fram Evrópumót karlalandsliða í Helsinki. Loksins er komið að því að hægt sé að halda þetta mót en upprunalega stóð til að halda það 2020 en því varð síðan marg oft frestað vegna heimsfaraldurs en nú er komið að því.

Fyrir Íslands hönd keppa á mótinu eftirfarandi leikmenn:

  • Andri Freyr Jónsson KFR
  • Arnar Davíð Jónsson KFR / Höganas
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR / Höganas
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
  • Hafþór Harðarson ÍR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR

Þjálfarateymið okkar er sænskt að þessu sinni en Robert Anderson er aðalþjálfari er aðstoðarþjálfari og Mattias Möller er aðstoðarþjálfari. Frida Seethsson er þeim síðan til aðstoðar.

Mótið stendur yfir dagana frá 1. til 10. júní og er keppt í eftirfarandi keppnum á mótinu:

  • Einstaklingskeppni – Fer fram 2. og 3. júní – Úrslit fara fram 5. júní
  • Tvímenningur – Fer fram 4. og 5. júní – Úrslit fara fram 5. júní
  • Þrímenningur – Fer fram 6. og 7. júní – Úrslit fara fram 7. júní
  • Liðakeppni (5 keilarar) – Fer fram 8. og 9. júní – Úrslit fara fram 10. júní
  • Masters keppni meðaltalshæðstu leikmanna eftir allar keppnir – Fer fram 9. og 10. júní – Úrslit 10. júní

Alls taka þátt 25 þjóðir á mótinu í ár og má sjá lista yfir þær þjóðir hér í hlekk fyrir neðan. Keppnin fer fram í einum besta keilusal Evrópu, 36 brauta Tali keilusalnum í Helsinki.

Allar upplýsingar um mótið; keppendur, skipulag, keppnisdagskrá, olíuburður o.fl. má nálgast á vefsíðu Evrópumótsins. Olíuburðurinn á mótinu er sérhannaður fyrir mótið sem fyrr, ber einfaldlega nafnið 2022 EMC og er 41 fet að lengd.

Landsliðshópur Íslands á EMC 2022

Frá vinstri: Frida Sethsson, Andri Freyr, Skúli Freyr, Guðlaugur, Arnar Davíð, Hafþór, Gunnar Þór og Mattias Möller. Á myndina vantar Robert Anderson.

Ný stjórn KLÍ hefur skipt með sér verkum og Þinggerð 29. ársþings KLÍ

Merki Keilusambands Íslands

Ný stjórn KLÍ þar sem 4 af 5 stjórnarmönnum voru kjörnir á liðnu þingi hefur skipt með sér verkum.

Eins og kunnugt ætti að vera þá er nýr formaður KLÍ Jóna Guðrún Kristinsdóttir úr KFR og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti. En stjórn hefur fundað og skipt með sér verkum. Þau eru eftirfarandi:

  • Varaformaður er Guðmundur Sigurðsson ÍA
  • Ritari er Geirdís Hanna Kristjándsóttir ÍR
  • Gjaldkeri er Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
  • Meðstjórnandi er Vilhelm Einarsson KFR

Varamenn voru kjörnir á þingi og tillaga samþykkt um eftirfarandi röð þeirra:

  1. varamaður er Helga Hákonardóttir Ösp
  2. varamaður er Guðjón Júlíusson KFR
  3. varamaður er Svavar Þór Einarsson ÍR

Þinggerð 29. ársþings KLÍ er komin á vefinn og má nálgast hana hér.

Frá auka heimsþingi keilunnar í Lausanne Sviss

Í dag og á morgun fer fram aukaþing International Bowling Federation (IBF) hér í Lausanne í Sviss. Megin markmið þessa þings var að taka á málum sem komu upp þegar til stóð að færa heimili IBF frá Lausanne til Kuwait borgar. Fyrir hönd Íslands eru á þinginu þeir Jóhann Ágúst Jóhannsson fráfarandi formaður og Þórarinn Már Þorbjörnsson framkvæmda- og íþróttastjóri KLÍ. Sú áhugaverða staða er að Ísland fer með atkvæði bæði Þýskalands og Ísrael á þinginu. Einnig er Valgeir Guðbjartsson varaforseti Eouropean Bowling Federation (EBF) á svæðinu en hann er fulltrúi EBF svæðisins í stjórn IBF.

Fyrir örfáum mánuðum síðan kom fram tilkynning frá IBF þess efnis að færa ætti skrifstofu þess frá Sviss yfir til Kuwait. Var því strax kröftuglega mótmælt af hálfu aðildarsambanda bæði í Evrópu og Ameríku. Var þessi gjörningur stoppaður af og þá kallað til þessa aukaþings sem nú fer fram. Einnig lágu fyrir aðrar tillögur s.s. að fækka stjórnarfólki IBF.

Lengi hefur legið fyrir að stjórnun IBF væri ekki með þeim hætti sem við hér í Evrópu og Ameríku sættum okkur við. Á þingi í Las Vegas 2019 bauð Finninn Pertu Jusilla sig fram gegn sitjandi forseta sem kemur frá Kuwait en þar hafði Pertu ekki erindi sem erfiði og náði ekki að fella forsetann af stalli. Ásakanir fóru strax í loftið um að sum lönd hefðu verið keypt til að styðja sitjandi forseta. Þær ásakanir sem og fleiri hafa bara á gerst á undanförnum misserum og Finnar sögðu frá því að Pertu voru boðnar háar fjárhæðir til að hætta við sitt framboð 2019.

Til stóð að þing hefðist í morgun kl. 08 með skráningu fulltrúa en óskað var eftir því að fresta byrjun þings um stundarsakir vegna funda aðila innan stjórnar með lögfræðiteymi sem hefur verið IBF til aðstoðar undanfarið. Þingið hófst svo loks um kl. 10:30 þar sem lesin var upp yfirlýsing frá forseta IBF. Þar sagði hann af sér sem forseti sambandsins og fer úr stjórn en það var svo sem viðbúið eftir að í morgun fór frétt í loftið þar sem hann er ásakaður um peningaþvætti, sjá má fréttina hér. Við hans afsögn og höfnun þings á að fækka stjórnarfulltrúum eins og tillaga lá fyrir þá færast til stöður innan stjórnar IBF. Martin Faba frá Kosta Ríka sem var 1. varaforseti IBF tekur sæti sem forseti fram að heimsþingi sem fram fer á næsta ári 2023.

Á morgun heldur þingið áfram en þá er seinni dagur þess.

Innan keiluheimsins hefur það komið fram að Valgeir okkar, sem aðili EBF innan stjórnar IBF, hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna þessara mála. Heyrst hefur nokkuð víða að okkar maður sé sá eini sem staðið hefur hvað fastast gegn þessum stjórnarháttum og hefur hann gert það frá upphafi. Fleiri hafa þó séð hvað í stefndi og komið sér fyrir réttum megin línunnar. Valgeir hefur í þessu ferli fengið dygga aðstoð frá EBF og þá sér í lagi framkvæmdastjóra þess hennar Natasa Pirc Musar sem er lögfræðingur að mennt.

En ljóst er að búið er að stoppa þessa vegferð fráfarandi forseta IBF. Næst liggur fyrir að þeir sem halda áfram innan stjórnar IBF taki á þeim fjölmörgu málum sem liggja fyrir svo sem að tryggja enn betur í sessi aðsetur IBF í Lausanne og uppfylla ákvæði svissneskra laga.

Það má segja að það sé bjartara framundan í keilunni eftir daginn í dag.