Íslensku keppendurnir hafa lokið leik í einstaklingskeppni EMC 2022

Facebook
Twitter

Nú í dag lauk einstaklingskeppninni á Evrópumóti karlalandsliða 2022 í Helsinki Finnlandi en keppnin byrjaði í gær með fyrsta riðlinum af þrem. Í þeim riðli léku þeir Andri Freyr Jónasson KFR og Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR. Í fyrri riðlinum í dag var komið að þeim Arnari Davíð Jónssyni KFR /Höganas og Hafþóri Harðarsyni ÍR og að lokum voru það Guðlaugur Valgeirsson KFR / Höganasog Skúli Freyr Sigurðsson KFR sem léku sína 6 leiki.

Bestu seríu af okkar mönnum náði Arnar Davíð en hann lék leikina 6 á 1.223 samtals eða 205,2 að meðaltali. Það setur hann í 51. sæti af keppendunum 146 sem tóku þátt.

Árangur okkar manna varð annars þessi:

Sæti Nafn G1 G2 G3 G4 G5 G6 Total AVG
51 Arnar Davíð Jónsson 215 180 194 191 234 209 1.223 203,8
66 Hafþór Harðarson 219 155 159 191 231 238 1.193 198,8
96 Skúli Freyr Sigurðsson 170 172 191 216 203 184 1.136 189,3
97 Guðlaugur Valgeirsson 183 192 187 209 191 167 1.129 188,2
105 Andri Freyr Jónsson 193 137 205 197 185 195 1.112 185,3
111 Gunnar Þór Ásgeirsson 181 195 182 175 190 179 1.102 183,7

Á morgun heldur keppnin síðan áfram en þá verður leikið í tvímenningi. Tvímenningar okkar verða skipaðir þannig:

  • Andri Freyr og Guðlaugur
  • Gunnar Þór og Skúli Freyr
  • Arnar Davíð og Hafþór

Allar upplýsingar um mótið; keppendur, skipulag, keppnisdagskráolíuburður o.fl. má nálgast á vefsíðu Evrópumótsins.

Nýjustu fréttirnar