Keppnin heldur áfram á Evrópumóti karlalandsliða í Tali keiluhöllinni Helsinki Finnlandi. Nú er tvímenningskeppninni lokið og fyrri deginum í þrímenningi. Í tvímenningskeppninni léku saman þeir Arnar Davíð og Hafþór, Andri Freyr og Guðlaugur og loks þeir Gunnar Þór og Skúli Freyr. Úrslit í tvímenningi má sjá hér fyrir neðan.
Í þrímenningskeppninni léku þeir Arnar Davíð, Hafþór og Skúli Freyr og þá Andri Freyr, Gunnar Þór og Guðlaugur. Eftir fyrri leikina 3 af 6 eru Arnar, Hafþór og Skúli í 16. sæti með 1.850 pinna eða 205,6 í meðaltal en Andri, Guðlaugur og Gunnar eru í 33. sæti með 1.708 pinna eða 189,8 í meðaltal. Alls eru 48 þrímenningar að keppa. Sjá úrslit leikja hér fyrir neðan.
Leikirnir í tvímenningi
21 | ![]() |
||||||||||||
Arnar David Jonsson | 204 | 265 | 200 | 192 | 254 | 243 | 1358 | 226,3 | |||||
Hafthor Hardarson | 226 | 187 | 195 | 171 | 179 | 167 | 1125 | 187,5 | |||||
430 | 452 | 395 | 363 | 433 | 410 | 2483 | 206,9 |
30 | ![]() |
||||||||||||
Andri Freyr Jonsson | 180 | 204 | 176 | 187 | 225 | 172 | 1144 | 190,7 | |||||
Gudlaugur Valgeirsson | 208 | 235 | 204 | 211 | 236 | 188 | 1282 | 213,7 | |||||
388 | 439 | 380 | 398 | 461 | 360 | 2426 | 202,2 |
41 | ![]() |
||||||||||||
Gunnar Thor Asgeirsson | 186 | 145 | 142 | 168 | 224 | 185 | 1050 | 175 | |||||
Skuli Freyr Sigurdsson | 221 | 207 | 227 | 223 | 222 | 195 | 1295 | 215,8 | |||||
407 | 352 | 369 | 391 | 446 | 380 | 2345 | 195,4 |
Það urðu þeir James Blomgren og Jesper Svensson frá Svíþjóð sem urðu Evrópumeistarar í tvímenningi með því að leggja Finnanna Kimmo Lethonen og Juho Rissanen með 512 pinnum gegn 382 þar sem Jesper náði 289 leik. Í undanúrslitum sigruðu James og Jesper þá Maxime Dubois og Gaetan Mouveroux frá Frakklandi með 484 gegn og þeir Kimmo og Juho lögðu landa sína Tomas Kayhkö og Niko Oksanen með 450 pinnum gegn 434.
Leikirnir í þrímenningi
16 | ![]() |
||||||||||||
Skuli Freyr Sigurdsson | 210 | 248 | 207 | 0 | 0 | 0 | 665 | 221,7 | |||||
Hafthor Hardarson | 185 | 167 | 246 | 0 | 0 | 0 | 598 | 199,3 | |||||
Arnar David Jonsson | 170 | 198 | 219 | 0 | 0 | 0 | 587 | 195,7 | |||||
565 | 613 | 672 | 0 | 0 | 0 | 1850 | 205,6 |
33 | ![]() |
||||||||||||
Andri Freyr Jonsson | 215 | 182 | 157 | 0 | 0 | 0 | 554 | 184,7 | |||||
Gudlaugur Valgeirsson | 217 | 193 | 180 | 0 | 0 | 0 | 590 | 196,7 | |||||
Gunnar Thor Asgeirsson | 190 | 181 | 193 | 0 | 0 | 0 | 564 | 188 | |||||
622 | 556 | 530 | 0 | 0 | 0 | 1708 | 189,8 |
Gunnar Þór, Guðlaugur og Andri Freyr
Hafþór, Arnar Davíð og Skúli Freyr
Staðan í masterskeppninni / All event
Tomas Kayhkö frá Finnlandi er efstur þegar allir leikmenn hafa leikið 15 leiki af alls 24 í keppninni en hann er með 236,6 í meðaltal. Næstur er Jesper Svensson frá Svíþjóð með 229,4 og þá Joonas Jahi frá Finnlandi með 229,3.
Arnar Davíð er í 32. sæti með 211,2 í meðaltal en sem stendur er 24. sætið sem gefur lokasætið í Masterskeppninni með 214,1 í meðaltal svo það er allt hægt fyrir okkar mann að komast áfram.
Staða okkar manna í All Events:
# | Name | Singles | Doubles | Trios | Team | Total | AVG |
32 | Arnar David Jonsson | 1223 | 1358 | 587 | 0 | 3168 | 211,2 |
42 | Skuli Freyr Sigurdsson | 1136 | 1295 | 665 | 0 | 3096 | 206,4 |
61 | Gudlaugur Valgeirsson | 1129 | 1282 | 590 | 0 | 3001 | 200,1 |
84 | Hafthor Hardarson | 1193 | 1125 | 598 | 0 | 2916 | 194,4 |
105 | Andri Freyr Jonsson | 1112 | 1144 | 554 | 0 | 2810 | 187,3 |
126 | Gunnar Thor Asgeirsson | 1102 | 1050 | 564 | 0 | 2716 | 181,1 |
Allar upplýsingar um mótið; keppendur, skipulag, keppnisdagskrá, olíuburður o.fl. má nálgast á vefsíðu Evrópumótsins.