Fyrsta umferð Meistarakeppni ungmenna

3. flokkur stúlkna, f.v.: Ardís KFR, Elva Rós ÍR og Málfríður KFRUm helgina fór fram fyrsta umferð í Meistarakeppni ungmenna í keilu. Keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Alls tóku 47 ungmenni þátt í þessari umferð og var spilamennskan mjög góð. Leikið var á öllum brautum hússins og gekk mótið í alla staði mjög vel.

Andri Freyr Jónsson KFR var með hæstu seríu mótsins eða 1.354 pinna í 6 leikjum sem gera 225.7 í meðaltal.Elva Rós Hannesdóttir ÍR setti Íslandsmet í 3. flokki unglinga í 2, 3, 4, 5 og 6 leikjum en serían hennar var 185 – 198 – 200 – 143 – 165 og 163 eða samtals 1.054 sem gera 175,7 í meðaltal. Óskum Elvu Rós til hamingju með árangurinn.
 
 
 
 
 
 
Hér má sjá myndir af sigurvegurum í öllum flokkum:
 
1.flokkur pilta Alexander ÍR- Andri Freyr KFR- Hlynur Örn ÍR
1.flokkur pilta Alexander ÍR- Andri Freyr KFR- Hlynur Örn ÍR
 
1.flokkur stúlkna Hafdís Pála KFR- Katrín Fjóla KFR
1.flokkur stúlkna Hafdís Pála KFR- Katrín Fjóla KFR
 
2.flokkur pilta Gunnar Ingi KFA-Jökull Byron KFR-Þorsteinn Hanning ÍR
2.flokkur pilta Gunnar Ingi KFA-Jökull Byron KFR-Þorsteinn Hanning ÍR
 
2.flokkur stúlkna María Ragnhildur KFR-Jóhanna KFA- Helga Ósk KFR
2.flokkur stúlkna María Ragnhildur KFR-Jóhanna KFA- Helga Ósk KFR
 
3.flokkur pilta Jóhann Ársæll KFA -Steindór Máni ÍR - á myndina vantar Ólaf Svein KFA
3.flokkur pilta Jóhann Ársæll KFA -Steindór Máni ÍR – á myndina vantar Ólaf Svein KFA
 
3.flokkur stúlkna Ardís KFR -Elva Rós ÍR -Málfríður KFR
3.flokkur stúlkna Ardís KFR -Elva Rós ÍR -Málfríður KFR
 
4. flokkur stúlkna, f.v.: Elísabet Elín ÍR, Sara Bryndís ÍR og Hafdís Eva ÍR
4.flokkur stúlkna Elísabet Elín ÍR- Sara Bryndís ÍR- Hafdís Eva ÍR

Dregið í bikar

ÍR Buff og KR A eru Bikarmeistarar KLÍ 2015Í kvöld fyrir leik í 1.umferð kvenna og nokkurra karla í Egilshöll, var dregið í 32. liða úrslit bikarkeppni KLÍ 2015 til 2016. Leikirnir í Reykjavík verða 12. október en eftir er að setja á leik ÍA annarsvegar og Þórs hinsvegar.

Drátturinn fór sem hér segir:

 

 

 

 

 

 

  • ÍA B – KFR Folarnir
  • Þór Víkingur – KFR Lærlingar
  • KFR Döff – Þór Plús
  • KFR Grænu töffararnir – KFR JP Kast
  • ÍR L – KR E
  • ÍR Broskarlar – ÍR KLS
  • ÍR PLS – Þór
  • ÍR Fagmaður – ÍR Keila.is
  • KFR Þröstur – KR D

 

25 lið eru skráð til leiks og þarf því að fækka um 9 fyrir næstu umferð og verða því 18 lið dregin upp úr pottinum í þetta sinn og fara því bikarmeistarar síðasta árs og 6 önnur lið beint í 16 liða úrslitin.

Nýjungar í ár eru að spilað er í 3ja manna liðum og það lið sem fyrr er dregið fær heimaleikinn sama í hvaða deild það er.

Olíuburðir vetrarins

OlíuburðarvélHér eru upplýsingar um olíuburð í mótum á keppnistímabilinu 2015-2016

Utandeild:
 
Íslandsmót Einstaklinga:
ECC 2015 – Ekki kominn
 
Félagakeppni:
4 umferðir = 4 burðir
 
Íslandsmót liða:
 
Meistarakeppni:
 
Íslandsmót Para:
 
Íslandsmót í Tvímenning:
2 burðir:
 
Íslandsmót 50+:
 
Íslandsmót með forgjöf:
 
Deildarbikar:
 
Bikarkeppni:
 

Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf 2015

Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2015Um helgina fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf. Sigurvegarar voru þau Hlynur Örn Ómarsson og Bergþóra Rós Ólafsdóttir en þau keppa bæði undir merkjum ÍR. Hlynur sigraði Hannes Jón Hannesson ÍR í úrslitum og Bergþóra Rós sigraði Elsu G Björnsdóttur úr KFR. Alls kepptu 19 konur og 24 karlar í mótinu.

Hlynur Örn sigraði Guðjón Júlíusson KFR í undanúrslitum í tveim leikjum með 463 pinnum gegn 370 og Hannes Jón sigraði Bharat Signh úr ÍR í þrem leikjum með 668 gegn 633 pinnum. Bergþóra Rós sigraði Karítas Róbertsdóttur úr ÍR í undanúrslitum í tveim leikjum með 364 pinnum gegn 336 og Elsa sigraði Herdísi Gunnarsdóttur úr ÍR í þrem leikjum með 661 pinnum gegn 604.

Úrslitin fóru svo þannig að Hlynur sigraði Hannes í þrem leikjum með 689 pinnum gegn 665 og Bergþóra sigraði Elsu í tveim leikjum með 462 pinna gegn 470.

Hannes Jón Hannesson ÍR 2. sæti, Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1. sæti og Guðjón Júlíusson KFR og Bharat Signh ÍR 3. sæti  Elsa G  Björnsdóttir KFR 2. sæti, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR 1. sæti og Herdís Gunnarsdóttir ÍR og Karítas Róbertsdóttir ÍR 3. sæti

Meistarakeppni KLÍ 2015

ÍR Buff stelpur og ÍR KLS strákar sem eru meistarar meistaranna 2015Í gærkvöldi fór fram Meistarakeppni Keilusambandsins 2015. Eigast þar við Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Sigurvegarar kvöldsins voru í karlaflokki ÍR KLS og í kvennaflokki ÍR Buff. Þessi keppni er formleg byrjun á komandi tímabili í keilu.
 

ÍR KLS keppti við KR A sem eru bikarmeistarar 2015. Fóru leikar þannig að KLS menn unnu alla þrjá leikina og enduðu með 1.760 pinna eða 195,6 í meðaltal. KR A spilaði 1.760 eða 173,8 í meðaltal.

ÍR Buff sem eru bæði Íslands og bikarmeistarar kepptu við ÍR BK en þær urðu í öðru sæti í bikarkeppninni í ár. Fóru leikar þar þannig að ÍR Buff stelpur unnu tvo af þrem leikjum og enduðu með 1.378 pinna eða 177,7 í meðaltal. ÍR BK náðu að vinna annan leikinn með aðeins tveim pinnum og enduðu með 1.378 eða 153,1 í meðaltal.

Núna fara deildirnar að detta í gang og tímabilið því að fara á fullt. Óskum öllum keilurum góðs gengis á tímabilinu og vonandi ná sem flestir markmiðum sínum.

KR A og ÍR KLS sem áttust við í karlaflokki  ÍR BK og ÍR Buff sem áttust við í kvennaflokki

Breytingar á dagskrá og deildum

Frá Keiluhöllinni Öskjuhlíð.Þær breytingar voru gerðar, að 3ju deild karla hefur verið breytt í eina 12 liða deild, í stað tveggja 6 liða riðla, og riðlast því öll dagskrá þeirrar deildar. Einnig voru gerðar breytingar á leikdögum á Akureyri hjá 2. deild kvenna og örlitlar aðrar lagfæringar í karladeildunum.

 Ástæða þessarar breytingar er að gerð var breyting á fjölda liða í riðlaskiptri deild á síðasta ársþingi KLÍ, en þessi tölulega breyting hafði farið framhjá Mótanefndar formanni og öðrum við vinnslu og niðurröðun deilda og dagskrár, og er beðist velvirðingar á því.

Sú nýjung hefur verið tekin upp að hægt er að sjá dagskrá hvers liðs fyrir sig í dagsetningaröð, sem er nauðsynlegt fyrir þær deildir sem þurfa að fara út á land að spila því þeir leikir fylgja ekki endilega röð umferða í Reykjavík. Til að sjá þetta er farið í Tölfræði – lið – og svo valið það félagslið sem á að skoða.

Dagskrá deilda í pdf. formi:

1.deild kvenna

2.deild kvenna

1.deild karla

2.deild karla

3.deild karla

Hafþór Harðarson ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR eru Reykjavíkurmeistarar

Hafþór Harðarson ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR eru Reykjavíkurmeistarar í keilu 2015Um helgina fór fram opna Reykjavíkurmót einstaklinga í Keiluhöllinni Egilshöll. Alls kepptu 20 karlar og 14 konur og voru spilaðir 9 leikir í forkeppni. Leikar fóru þannig að Hafþór Harðarson ÍR sigraði Frey Bragason KFR í þrem leikjum í úrslitum 707 gegn 647. Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR einnig í þrem leikjum 620 gegn 549. Eru þau Dagný Edda og Hafþór því Reykjavíkurmeistarar 2015 í keilu.

Þess má geta að í forkeppninni spilaði Dagný Edda 289 leik sem er aðeins einum pinna frá núgildandi Íslandsmeti.

Eftir forkeppnina sem var í gær, laugardag, og í dag fóru leikar þannig að eftir forkeppnina var Hafþór Harðarson ÍR efstur með 2.024 pinna eða 224,9 í meðaltal eftir 9 leiki. Í öðru sæti var Einar Sigurður Sigurðsson sem keppir nú undir merkjum ÍA með 1.934 pinna (214,9 mt.). Í þriðja sæti var Freyr Bragason KFR með 1.903 pinna (211,4) og í fjórða sæti var Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 1.874 pinna (208,2). Þorleifur sigraði einmitt þetta mót fyrir ári.

Í úrslitum, þar sem fjórir efstu í karla- og kvennaflokki kepptu, sigraði Hafþór hann Þorleif í þrem leikjum 723 (241 mt.) gegn 594 (198 mt.). Freyr sigraði Einar einnig í þrem leikjum með 617 (205,7 mt.) gegn 584 (194,7 mt.). Hafþór sigraði svo Frey eins og segir hér að ofan. Vinna þarf tvo af þrem leikjum í úrslitum.

Hjá konunum voru efstar eftir forkeppni þær Dagný Edda KFR með 1.827 pinna eða 203,0 í meðaltal. Í örðu sæti varð Linda Hrönn ÍR með 1.679 pinna (186,6 mt.). Í þriðja sæti varð Ástrós Pétursdóttir ÍR með 1.643 pinna (182,6 mt.) og í fjórða sæti varð Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 1.534 pinna (170,4 mt.)

Í úrslitum sigraði Dagný Edda hana Guðnýju í tveim leikjum 426 (213 mt.) gegn 362 (181 mt.) Linda sigraði Ástrósu einnig í tveim leikjum 346 (173 mt.) gegn 333 (166,5 mt.) Seinni leikurinn hjá Lindu og Ástrósu fór í jafntefli 177 gegn 177 en Lindu nægði jafntefli í þeim leik til að komast áfram. Dagný Edda sigraði svo Lindu Hrönn eins og segir hér að ofan.

Keilusambandið óskar sigurvegurum til hamingju með titilinn.

Freyr Bragason KFR varð í 2. sæti, Hafþór Harðarson ÍR sigraði og Þorleifur Jón Hreiðarsson KR varð í 3. sæti Ástrós Pétursdóttir ÍR í 3. sæti, Linda Hrönn NAgnúsdóttir ÍR í 2. sæti, Dagný Edda Þórisdóttir KFR 1. sæti og Guðný Gunnarsdóttir ÍR einnig í 3. sæti

Utandeildin 2015 til 2016

Lið Málningar eru Utandeildarmeistarar KLÍ 2015Skráning í Utandeildina 2015 til 2016 er hafin, sjá auglýsingu, og lýkur henni 27. september. Sú breyting er á í ár að núna verður keppt á miðvikudagskvöldum og að sjálfsögðu í Keiluhöllinni Egilshöll. Þess má geta að í ár verður sérstakt samstarf milli KLÍ og Keiluhallarinnar Egilshöll með utandeildina og verður markmiðið að fjölga liðum í deildinni verulega með aukinni þátttöku almennings.